Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 57
TYÆR SÖGUR 5 5 fyrir mann gera. — Góða Hansa, þú ert svo svartsýn,” bætti hún við, og hermdi eftir Rúnu framan í hana. — “Varstu ekki tilbúin að segja það, ha?” Hansína hafði með blíðkun og hót- unum á víxl, fengið Rúnu til að liggja í rúminu, á sunnudag og mánudag, og á þriðjudagsmorguninn hætti hún ekki fyr við hana, en hún hafði hátíðlega lofað því að fara til læknis. Hann hafði heimsóknartíma 10—1 I. Rúna hafði gert sitt ítrasta til að sannfæra Hansínu um, að sér hefði ekki liðið jafn vel í margar vikur. En það var enga “miskunn að finna hjá Magnúsi”. — Og nú var hún að beygja inn á götuna, þar sem læknir átti heima. “Kvef í þrjá mánuði, hósti, nætur- sviti, lystarleysi, verkur undir vinstri síðu,” sagði 'læknirinn ofur rólega, þar sem hann sat í skrifstofustólnum. Hann las það ems og heilsíðu auglýs- ingu í Mogga: “Nýjar vörur frá Ameríku: aðeins fyrir kaupmenn og kaupfélög: Hveiti, kaffi, sykur, niður- soðmr ávextir o- s. frv.” “Haldið þér að eg þurfi að fara til Vífilsstaða? Þér haldið bó ekki að eg hafi — hafi —” ‘Hafið þér nokkurntíma verið nið- ur á hafnargarði, þegar verið er að skipa upp ? — Ekki það. — Eg hefi séð þá skipa upp mjölsekkjum; en mér hefir ekki verið mögulegt að sjá það utan á sekkjunum, hvort þeir hafa sódaköku-hveiti innan veggja, eða ill- meltanlegt hrat. — Farið þér úr', eg þarf að hlusta yð ur.” “Hefi eg hita?” spurði Rúna með öndina í hálsinum — læknirinn hafði endað rannsóknina með því að mæ'la hana. “Hita! Auðvitað hafið þér hita. Mjög líklegt að hér sætuð ekki þarna ef þér væruð hitalaus,” svaraði læknir- inn um leið og hann þvoði mælinn. “Almáttugur! Eg hefi þá auðvitað — auðvitað —” Það var grátklökkvi í röddinni. “Almáttugur! taktu dúsuna út úr barninu, læknirinn er að koma,” sagði konan. — Þér hafið hita, eðlilegan líkamshita. Æskilegt að fólk hætti að gælunefna sótthitann.” Rúna tók alt í einu eftir því, að skrifstofa læknisins var hlý og vin- gjarnleg. Hún fór að klæða sig. — Læknirinn sat við skrifborðið -—- sneri við henni bakinu. — “Þér eruð sveitastúlka, Hafið verið hér í tvö ár? Hálft ann- að ár hjá Kjaldal. Nánasti ættingi. föðursystir; fósturmóðir yðar — býr í sveit. Hvernig litist yður á að snúa bakinu við Kjaldalsbúðinni um hríð, segja skilið við “Gúttó”-ryk, “Iðnó”- kulda og “Bíó”-troðning, og fara upp í sveit og rifja flekk fyrir frænkuna?” “Því miður er það ekki mögulegt — af því við skildum í fússi. Frænka vildi ekki að eg færi hingað — hún er svo gamaldags, og svo er henni illa við Reykjavík — eg veit ékki af hverju. — Hún sagði, að eg skyldi aldrei inn fyrir sínar dyr koma, ef eg færi, — og eg fór-” “Haldið þér ekki að blóðið myndi renna til skyldunnar?” “Eg get ómögulega átt það á hættu að fara fýluferð; eg veit þér skiljið það, læknir. Frænka var voða reið. Hún sagðist ékki mundi verða hissa, þó hún frétti, að eg hefði fengið krúnuna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.