Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 61
TVÆR SÖGUR
59
“Rúna! Því segirðu þetta? Þú
hefir mig fyrir óguðlega rangri sök.
Mér hefir ekkert annað gengið til en
umhyggjusemi. — Hvernig ætlar þú
að kljúfa kostnaðinn við veruna suð-
urfrá?”
“Það er auðvitað dónaskapur að
segja við fínan herra eins og þig, að
þig varði ekki um það.”
“Því ertu svona snúin? Vertu nú
ekki svona; talaðu almennilega við
mig”
“Eg á ekkert vantalað við þrg. —
Komdu ekki svona nærri mér! Við
erum ekki trúlofuð; við höfum aldrei
verið trúlofuð.”
“Rúna! Svei mér ef eg held ekki
að þú sért reið.”
“Reið! Eg held það sé ekki mikil
ástæða til að vera reið!”
“Vertu ekki að þessu! Komdu upp
að Skólavörðu.”
“Þú ert ekki húsbóndi minn. — Þú
kemur mér ekkert við. — Varaðu þig!
Eg þarf að hósta.”
“Jæja þá, jæja þá! — Ef þú segir
að eg hafi svikið þig — eg veit ekki
hvað eg geri.”
“Hann sveik mig ekki!” sagði Rúna
svo hátt, að “par”, sem gekk á undan
þeim, leit við og glápti. — Leifi flúði
inn í næstu götu.
“Átti eg ekki á von,” sagði Hansína
um leið og hún hysjaði sængina að
herðunum á Rúnu. “Eg segi þér fyr-
ir satt, Rúna mín, að tárin Þín eru of
góð fyrir labbakúta af Leifa tagi. —
Eg veit þú átt eftir að lifa þá stund, að
þakka forlögunum fyrir að hafa grip-
ið í taumana. — Eg hefi ætíð haft ill-
an grun á þessum gúIsopa-Gvöndum.
Ekki svo að skilja, að eg hafi orðið
fyrir barðinu á þeim. En eg hefi fulla
sjón, heyrn, ilman, smekk og tilfinn-
ingu, — og hefi þar að auki verið i
vinnumensku, búð og saumastofu í
nærfelt 20 ár, — og reynsla mín er
þessi: Ef hann segir, að hann vilji alt
fyrir þig gera, skyrpir hann því loforði
um leið og þú færð vont kvef- Segi
hann, að hann geti ekki án þín lifað,
gefur hann eftir eiðinn, ef á þarf að
halda; en geri hann það að daglegu
umtalsefni, að hann gæti dáið fyrir
þig! — Helgur Hósías og allir engl-
ar, hvítir og svartir, og í öllum regn-
bogans litum — hjálpi þeirri stúlku!
Því þá þarf ekki annað né meira en
það, að hún komi of semt á stefnumót
eða tali alúðlega við manneskju, sem
ekki er innrituð í “herrans” kokkabók
— til þess að heila gallaríið hrynji til
grunna.”
“Viltu gefa mér að drekka, Hansa
/ »»
min ?
“Já, eg held nú það. — Svo skal eg
leita að grasavatni, sem er gott fyrir
þrútin augu — eg held það sé ein-
hversstaðar í koffortinu mínu. — Æ!
eg var rétt búin að gleyma Því — það
var sannarlega gott að eg mundi það!
— Styrbjarnarholtsfeðgar komu í búð-
ina í dag; þeir beiddu mig að segja
þér, að þeir gætu ekki orðið tilbúnir
fyr en á föstudagsmorgun. — Stefán
yngri var að koma af Hælinu; hann
hefir verið þar í hálft annað ár — og
er því sem næst albata. Hann var á
skrifstofunni hjá Kjaldal, þangað til
mánuði áður en hann fór suður eftir.
Og nú er gamli maðurinn nýbúinn að
láta ljúka við reisulegt steinhús. — Þú
þarft ekki að vera hrædd um að það
væsi um Þig. — En mundu mig um, að
láta ekki koma að þér “trekk” — eg
hefi ekki trú á þessari nýtízku opin-
gáttar-stefnu.”