Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 25

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 25
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON SKÁLD 7 málstað smælingja, sem standa höll- um fæti. Loks ber þess að geta, að Guttorm- ur er fyndinn og hnittinn, ef hann vill beita þeirri íþrótt. Ég ætla, að hann sé snjallasta kímniskáld Vest- ur-íslendinga eftir Káin, og á þeim glímupalli reynist hann bæði fjöl- brögðóttur og harðskeyttur. Þar sameinar hann skemmtilega hug- kvæmni og skapríki.“ Hér verður ekki farið út í það að rekja efni einstakra kvæða Gutt- orms, þó meir en verðugt væri. En réttilega leggur Helgi Sæmundsson áherzlu á það í skilningsríkum um- mælum sínum um skáldið, hve sterk- um böndum hann er tengdur ætt- jörðinni, íslandi, og fæðingarsveit sinni og heimahögum í Nýja íslandi. Eins og ég hefi sagt annars staðar, sameinar Guttormur þetta tvennt á hinn fágætasta og eftirminnilegasta hátt. í skáldskap hans renna straum- arnir frá hinu landfræðilega og menningarlega umhverfi hans í Canada og áhrifin frá íslenzkum bókmenntum og menningarerfðum saman á mjög merkilegan hátt. Yrkisefni hans eru ósjaldan ramm- canadisk, gripin beint úr daglega lífinu umhverfis hann, t. d. í kvæð- unum „Býflugnaræktin“, „Indíána- hátíðin“, „Birnirnir“ o. fl., en þau eru færð í frábærlega íslenzkan mál- búning, bæði um bragarhætti og orðalag, þó að skáldið fari oft eigin götur í þeim efnum, smíði algerlega nýja ljóðhætti og noti orðin í óvenju- legum samböndum til þessa að túlka nýjar hugsanir. Málfar hans er í senn bæði kjarnmikið og rammíslenzkt. Beint og óbeint hefir þegar verið vikið að lífsskoðun Guttorms, eins og hún lýsir sér í kvæðum hans. Hann greiddi óréttlæti og hverskon- ar kúgun, óheilindum og yfirborðs- mennsku, þung svipuhögg í ádeilum sínum. En lífsskoðun hans var eigi að síður jákvæð. — Víða kem- ur fram í kvæðum hans djúp og sterk samúð með þeim, sem eiga í vök að verjast og bera skarðan hlut frá lífsins nægtaborði. Enda komst hann svo að orði í merku viðtali við Matthías Jóhannessen ritstjóra (Morgunblaðið, 16. júní 1963): „Ég trúi á mannúðarkenningar Krists.“ Það var kjarninn í hans trúarskoð- un. Annars mun honum ekki gert rangt til, þó sagt sé, að hann hafi verið efasemdarmaður, leitandi andi, í trúarefnum. En upp á Guttorm má hiklaust og afdráttarlaust heimfæra þessi orð hans tun Káinn: Þar er merkur, mætur, heill maður á bak við kvæðin. * Það var íslenzkt haustveður, svalt og bjart, þegar Guttormur var til moldar borinn í Riverton á heima- slóðum sínum. Þegar við ókum af stað þaðan á leið til Winnipeg, varð mér litið í áttina til Sandy Bar, og orð skáldsins úr samnefndu, fögru og frægu, kvæði hans urðu mér að lifandi veruleika: .......heiður himinn hvelfdist yfir Sandy Bar, himinn, landnám landnemanna ljómaði yfir Sandy Bar. Landnámsmaður í ríki andans, sem numið hafði íslenzkum bók- menntum nýtt landnám, hafði horfið á vit feðra sinna í landinu ókunna handan grafar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.