Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 25
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON SKÁLD
7
málstað smælingja, sem standa höll-
um fæti.
Loks ber þess að geta, að Guttorm-
ur er fyndinn og hnittinn, ef hann
vill beita þeirri íþrótt. Ég ætla, að
hann sé snjallasta kímniskáld Vest-
ur-íslendinga eftir Káin, og á þeim
glímupalli reynist hann bæði fjöl-
brögðóttur og harðskeyttur. Þar
sameinar hann skemmtilega hug-
kvæmni og skapríki.“
Hér verður ekki farið út í það að
rekja efni einstakra kvæða Gutt-
orms, þó meir en verðugt væri. En
réttilega leggur Helgi Sæmundsson
áherzlu á það í skilningsríkum um-
mælum sínum um skáldið, hve sterk-
um böndum hann er tengdur ætt-
jörðinni, íslandi, og fæðingarsveit
sinni og heimahögum í Nýja íslandi.
Eins og ég hefi sagt annars staðar,
sameinar Guttormur þetta tvennt á
hinn fágætasta og eftirminnilegasta
hátt. í skáldskap hans renna straum-
arnir frá hinu landfræðilega og
menningarlega umhverfi hans í
Canada og áhrifin frá íslenzkum
bókmenntum og menningarerfðum
saman á mjög merkilegan hátt.
Yrkisefni hans eru ósjaldan ramm-
canadisk, gripin beint úr daglega
lífinu umhverfis hann, t. d. í kvæð-
unum „Býflugnaræktin“, „Indíána-
hátíðin“, „Birnirnir“ o. fl., en þau
eru færð í frábærlega íslenzkan mál-
búning, bæði um bragarhætti og
orðalag, þó að skáldið fari oft eigin
götur í þeim efnum, smíði algerlega
nýja ljóðhætti og noti orðin í óvenju-
legum samböndum til þessa að túlka
nýjar hugsanir. Málfar hans er í senn
bæði kjarnmikið og rammíslenzkt.
Beint og óbeint hefir þegar verið
vikið að lífsskoðun Guttorms, eins
og hún lýsir sér í kvæðum hans.
Hann greiddi óréttlæti og hverskon-
ar kúgun, óheilindum og yfirborðs-
mennsku, þung svipuhögg í ádeilum
sínum. En lífsskoðun hans var
eigi að síður jákvæð. — Víða kem-
ur fram í kvæðum hans djúp og
sterk samúð með þeim, sem eiga í
vök að verjast og bera skarðan hlut
frá lífsins nægtaborði. Enda komst
hann svo að orði í merku viðtali
við Matthías Jóhannessen ritstjóra
(Morgunblaðið, 16. júní 1963): „Ég
trúi á mannúðarkenningar Krists.“
Það var kjarninn í hans trúarskoð-
un. Annars mun honum ekki gert
rangt til, þó sagt sé, að hann hafi
verið efasemdarmaður, leitandi andi,
í trúarefnum.
En upp á Guttorm má hiklaust og
afdráttarlaust heimfæra þessi orð
hans tun Káinn:
Þar er merkur, mætur, heill
maður á bak við kvæðin.
*
Það var íslenzkt haustveður, svalt
og bjart, þegar Guttormur var til
moldar borinn í Riverton á heima-
slóðum sínum. Þegar við ókum af
stað þaðan á leið til Winnipeg, varð
mér litið í áttina til Sandy Bar, og
orð skáldsins úr samnefndu, fögru
og frægu, kvæði hans urðu mér að
lifandi veruleika:
.......heiður himinn
hvelfdist yfir Sandy Bar,
himinn, landnám landnemanna
ljómaði yfir Sandy Bar.
Landnámsmaður í ríki andans,
sem numið hafði íslenzkum bók-
menntum nýtt landnám, hafði horfið
á vit feðra sinna í landinu ókunna
handan grafar.