Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Meðal annarra stofnenda þessa fé-
lags voru þeir bræður, Magnús og
Skafti Brynjólfssynir. Stephan var
kjörinn ritari menningarfélagsins og
honum falið að rita félaginu stofn-
skrá (sjá meðfylgjandi mynd).
Saga Hins íslenzka menningarfé-
lags verður ekki rakin hér í smá-
atriðum, enda er hún mjög kunn. Á
það má þó minna, að stofnun fé-
lagsins olli talsverðum deilum með
þeim séra Jóni Bjarnasyni og Steph-
ani G. Stephanssyni. Félagið starf-
aði í fimm ár, 1888—1893, en þá
höfðu sumir af atkvæðamönnum
þess flutzt búferlum frá Norður Da-
kóta. Eins og kunnugt er fluttist
Stephan til Alberta vorið 1889.
í athugasemd dr. Rögnvalds Pét-
urssonar í Bréfum og ritgerðum IV,
152—153, er þess getið, að menning-
arfélagið hafi haldið 16 fundi á þeim
fimm árum, sem það starfaði. Svo
vel vill til, að fundarbók menningar-
félagsins hefir varðveitzt með fjórtán
fundargerðum innfærðum, en tvær
síðustu fundargerðirnar hafa verið
lagðar inn í bókina á lausum blöð-
um og er önnur þeirra skrifuð með
blýanti. Forspjall félagsins, lög þess
og sjö fyrstu fundargerðirnar hefir
Stephan G. skrifað í bókina. Eftir
það hafa aðrir menn tekið til við að
rita, líkast til Ásgeir Líndal og ein-
hverjir aðrir. Allt það, sem Stephan
skrifaði í bókina, er birt hér í heilu
lagi. Menningarfélagið hlýtur jafnan
að koma við sögu, þar sem að því
stóðu áhrifamenn, svo sem Stephan
G., sem átti það hlutverk framundan,
að verða stórskáld, og Björn Péturs-
son, sem gerðist forgöngumaður um
stofnun fyrsta únitarasafnaðarins
meðal Islendinga í Vesturheimi; var
sá söfnuður stofnaður í Winnipeg 1.
febrúar 1891. Þess má geta hér, að
líkur benda til, að eitthvað af fund-
argerðum menningarfélagsins hafi
týnzt. Ef sá grunur er réttur, hafa
fundir félagsins orðið fleiri en 16
alls.
Dómar manna um „Hið íslenzka
menningarfélag“ hafa verið ærið
misjafnir. Eins og ráða má af glefs-
um úr fundargerningum, geðjaðist
ýmsum kirkjunnar mönnum lítt að
félaginu, og úr þeirra röðum kom sá
dómur, að hér væri á ferðinni „dautt
vantrúarfélag“, sem ekki væri orð-
um á eyðandi. Löngu síðar tók merk-
ur sagnfræðingur, dr. Þorkell heitinn
Jóhannesson, svo til orða, að það
„skyldi enginn efast um það, að bak
við orð stofnskrárinnar (þ. e. for-
spjall menningarfélagsins) felst djúp
persónuleg reynsla, uppstigning í
andlegum skilningi, sem skipar þeim,
sem hana ritar og þeim sem hana
játa, á allt annað og hærra þroska-
stig í andlegum efnum en dæmi
verða til fundin meðal bænda og
búaliðs á þessum tíma, svo að sögur
fari af hér heima eða meðal bænda
vestra.“ (Nordæla 1956, 220).
Ekki má sá, sem þetta ritar, segja
neitt um álit sitt á menningarfélag-
inu né um réttmæti þeirra dóma, sem
nú hefir verið til vitnað. Slíkt kynni
að jafngilda dómsuppkvaðningu um
trúmál, og situr víst ekki á ritstjóra
Tímaritsins að gera sig sekan um
þess háttar goðgá. Segja má, að í
þessum efnum verði hver að dæma
fyrir sjálfan sig. Hins vegar má
nefna það hér, að menningarfélagið
stofnaði gott bókasafn, sem bauð
Dakóta íslendingum upp á kjarn-
\