Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Þegar hér var komið sögu, má greina, að heldur hefir andað köldu frá sumum í garð menningarfélags- ins. Eftirfarandi kafli úr síðast greindum fundargerningi sýnir þetta nokkuð, en þar segir: „Björn Halldórsson gat þess, að framvegis mundi félaginu verða fyr- irboðið skólahúsið á Mountain, sem það þangað til hafði oftast haldið fundi sína í, af skólaráðinu þar. Áð- ur hafði félagið borgað 26 cents fyrir hvern fund, sem það hélt í skóla- húsinu, 5 centum meira en önnur félög, sem fengu húsið. Þessu réði meiri hluti skólaráðsins.“ Á fundi, sem haldinn var að Lundi, heimili Björns Halldórssonar, þann 22. júlí 1888, var mjög rætt um það, hvort ekki myndi gerlegt fyrir menningarfélagið að hefja útgáfu mánaðarrits. Næsti fundargerningur frá 18. ágúst sama ár sýnir, að út- gáfumálið var þá enn á döfinni. Lagði Björn Halldórsson til, að at- hugaðir yrðu möguleikar á því að fá ritstjóra frá íslandi til að annast útgáfu væntanlegs rits. Nefndi hann þrjá menn í því sambandi, þá séra Matthías Jochumsson, Jón Ólafsson og Valdimar Ásmundsson. í ljós kom, að hófanna hafði þegar verið leitað við Valdimar Ásmundsson, en svar hafði ekki borizt frá honum. Næsti fundur menningarfélagsins var haldinn 12. jan. 1889, og segir þar orðrétt: „Björn Pétursson hélt fyrirlestur um kraftaverk. Arngrímur Jónsson lagði til að bjóða kirkjufélaginu upp á fund m. fl., en ef kirkjufélagsmenn gætu ekki komið, þá yrði þeim gef- inn kostur á að tiltaka tíma. Sami stakk upp á, að nefnd væri kosin. Forseti útnefndi þessa: M. Brynjólfs- son, Stephan G. Stephanson, Arn- grím Jónsson, Björn Halldórsson, Björn Pétursson." Hin nýskipaða nefnd lagði til, að menningarfélagið legði aðaláherzlu á mánaðarlegar samkomur, þar sem fyrirlestur yrði haldinn um eitthvert það efni, sem gagnlegt mætti teljast fyrir félagsmenn. Ekki hefir verið mikið um viðræður milli menningar- félagsins og lútherska kirkjufélags- ins. Er vikið að þessu í fyrr greind- um fundargerningi: „í tilefni af áskorun menningar- félagsins til prestanna á kirkjuþing- inu næstl. sumar skilst nefndinni svo, að sú áskorun standi enn, . . . því ræður nefndin til að endurtaka hana og á þessum fundi kjósa nefnd manna, sem hafi það mál til með- ferðar og hafi þeim starfa lokið fyr- ir næsta félagsfund. í nefnd þessa voru kosnir: Stephan G. Stephan- son, J. Hall, Ásgeir Líndal.“ Á fundi 19. maí 1889 var mjög rætt um bókakaup fyrir félagið. Meðal þeirra bóka, sem afla skyldi, eru nefndar „Kingdoms of Nature“, „Childhood of Man“ og „Childhood of Religion“. Bókarheiti eru tekin stafrétt úr fundargerningi, þó að nokkur vafi leiki á, að þar sé full- komlega rétt með farið. Ársfundur menningarfélagsins vor- ið 1889 var haldinn 14. júní í húsi S. B. Brynjólfssonar. Engar nýjungar mun hafa borið þar á góma né held- ur á næsta fundi, sem haldinn var 24. nóv., einnig í húsi B. Brynjólfs- sonar. Fundargerð þess fundar varð sú hin síðasta, sem færð var inn í gjörðarbók menningarfélagsins. Á lausum blöðum hafa þó varðveitzt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.