Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mæli, og má vel á það minna í þessu sambandi. í menningararfi vorum felast eigi aðeins lífræn og varanleg andleg verðmæti. í þeim arfi felst einnig eggjan til dáða. Vér ættum að kosta kapps um það með öllum hætti að varðveita þann arf sem allra bezt og sem allra lengst. Tileinka oss sjálf- um, í fyrsta lagi, og í sem ríkustum mæli, hið fegursta og bezta í þeim arfi; og gera hann, í öðru lagi, sem ávaxtaríkastan í félagslífi voru og starfi sem íslendingar. Með þeim hætti greiðum við ættjörðinni mak- lega þakkarskuld og höldum tengsl- um við ættþjóðina, og samtímis gjöldum við sjálfsagða þegnskuld vora við kjörland vort á sem skyn- samlegastan, drengilegastan og var- anlegastan hátt. Ég hefi sérstaklega minnt á þann mikla og dýrmæta fjársjóð, sem vér íslendingar eigum í sálmum vorum og andlegum ljóðum, og jafnframt, beint og óbeint, dregið athyglina að þeim ódauðlegu trúarsannindum, siðferðislegum boðskap og lífsspeki, sem búa í þeim sálmum vorum og ljóðum. Fyrir allmörgum árum beindi tímaritið Eimreiðin þessari spurn- ingu til lesenda sinna: „Hvað vantar íslenzku þjóðina mest?“ Guðmundur skáld Friðjónsson svaraði þeirri spurningu meðal annars á þessa leið: Trú, sem fjöll flytji og farartálma Þránd úr þjóðgötu; trú, er sólseturs silfurnámu metur sem morgun gull. Brestur borgara, bændur, forkólfa, lífsins lýsigull — eldmóð eilífrar íturhyggju konungs, er krossinn bar. Vissulega taka þessi áminningar- orð skáldsins einnig til vor íslend- inga hér í álfu, já, og til annarra þjóða víðsvegar um heim, mættu þau tímabæru orð ná eyrum þeirra. Og í þessum erindum skáldsins felst í rauninni kjarni þess, sem ég hefi viljað segja hér í kvöld. Orð skálds- ins minna oss á það, hver sigurmátt- ur trúin er í allri viðleitni til efling- ar góðum og göfugum málstað. Orð hans draga ennfremur athygli vora að því, að oss sé það hollt, að kunna að meta dýrmætan arf liðinnar tíð- ar, jafnframt því sem vér berum í brjósti heilhuga framtíðartrú. Að lokum minnir skáldið oss á það, að umfram allt sé oss brýnust þörf á því að tileinka oss 1 sem allra rík- ustum mæli hugarfar Krists og kær- leiksboðskap hans. Um leið og ég bið blessunar lönd- unum, sem vér búum í hér í álfu, og ættlandinu við yzta haf, geri ég að mínum orðum hjartheit bænarmál Davíðs Stefánssonar í kvæði hans „Þorsti“: Gef mér þorstann, heilagt hungur, hróp, sem til þín berst, staf, sem björg og kletta klýfur, kraft, sem þokutjöldin rýfur, eld, sem ísnum verst. Græð þú hugans sviðnu sanda, svala hverjum þyrstum anda. Bein þú leið að brunnum þínum börnum allra landa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.