Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Side 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Side 54
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA „Séra Roth ritar og hvetur mig til að sækja um bókavarðarembættið við Carnegie Technical skólann í Pittsburg. Ég býst ekki við að það hafi neina þýðingu. — Ég hef þegar sótt um Marshland skólann í Mani- tóba. Magnús Brynjólfsson og Sigurjón Eiríksson voru hér í nótt.... Við M. B. töluðum um skóla-líf okkar í Nova Scotia.... Hvað endurminningin getur verið ljúf á stundum! — Ég held ég hafi aldrei lifað sælli né fegurri stund. — 1. sept. 1905. — Ég byrjaði að kenna í dag við Hecland-skólann í Marsh- land. 16. febr. 1906. — „Lögberg“ flytur góðan ritdóm um Brazilíufarana mína, og segir að náttúrulýsingarnar margar séu gullfallegar og málið sé gott. 29. júní. — í dag hef ég kennt hér í Marshland tíu mánuði. Skólanefnd- in biður mig að kenna hér næsta vetur, og lofar að borga mér $50.00 á mánuði. S. G. Stephansson skrifaði mér gott bréf og sendi mér mynd af skrif- borðinu sínu. Hann segir að náttúr- an hafi tálgað mig til í ævintýra- skáld eins og Andersen." Árin 1907—1915 er mjög lítið ritað í bækurnar, aðeins minnzt á ein- staka daga: „Leikritið mitt „Oft fer sá villt sem geta skal“ var leikið hér í byggð og að Wild Oak (Big Point). Leik- flokkurinn sendi mér að gjöf tólf dollars. 24. maí 1907. Nú er afmælið mitt. Ég er 41 árs gamall. Mér voru gefin öll verk Shakespeare’s í skraut- bandi. Alice fósturdóttir mín var fermd 26. þ. m. af síra Bjarna Thorarins- syni. 7. nóv. 1908. — Eggert Johannsson og S. G. Stephansson heimsóttu mig. Þeir voru þrjá daga um kyrrt. . . . Aldrei hef ég lifað skemmtilegri daga.... Nú er búið að prenta síðari þátt „Brazilíufaranna“, hann var prent- aður í Rkv. á kostnað H. S. Bardals. 12. maí 1910. — Ég hef lokið við handritið af smásögunum mínum, og kalla ég bókina „Vornætur á Elgs- heiðum“ en ekki „Ný-skozkar næt- ur“ eins og ég ætlaði í fyrstu. Vinur minn Eggert Jóhannsson valdi þetta nafn. Honum tileinka ég bókina. Hann hefir reynzt mér allra manna bezt. Ég fór til Wpg., að leita ráða til dr. Jones, sem er specialisti hvað taugasjúkdóma snertir. Hann sagði ég yrði að hvíla mig frá öllu and- legu starfi í sex mánuði. 12. nóv. 1910. — Nú er ég fluttur til Wild Oak.... Marshland búum mislíkaði að ég skyldi flytjast frá þeim.... skóli þeirra var að hætta að vera til, því börn voru ekki leng- ur til að ganga á hann.... Hér er mannmörg byggð. Sá ritdóm um „Vornætur á Elgs- heiðum“ eftir Þórhall Bjarnarson, hann segir: „Það er góð bók, heil- næm, elskuleg, stórskemmtileg.“ — Ég er honum af hjarta þakklátur. 28. des. 1911. — Ég varð snögglega veikur 18. okt. og hef verið lasinn síðan.... Ég er hættur skólakennslu. ... Fékk fallega gjöf frá skólabörn- um mínum í Geysir-byggð; það var $55.00 í peningum....
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.