Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 57
ÚR DAGBÓKUM J. M. BJARNASONAR 39 yfir fimmtugt fer hann að lifa í end- urminningum . . . einhver bjarmi er yfir öllu, og eitthvað ljúft og töfr- andi . . . í landi endurminninganna tíni ég upp gullin mín: huldusögurn- ar og vögguljóðin.“ Fagurlega skrifar hann víða um konu sína: „ ... Sál hennar er hrein og fögur, eins og blómin hennar, og hjarta hennar falslaust, eins og litlu fuglarnir, sem hún er alltaf að hlúa að . . . ef kona Guðm. skálds Guð- mundssonar er „bezta konan, sem ísland á,“ þá er mín kona sú bezta á jarðríki.“ Fósturdótturina er honum mjög annt um. Hún býr um þetta leyti í Vancouver með tvö börn sín, en mað- urinn er á vígstöðvunum á Frakk- landi. Baráttan við veikindi og efnaskort or ætíð auðsæ, og hún hefir að nokkru mótað skáldið, svo erfið sem hún hefir verið: „Þetta er einn hinn lang-leiðinleg- asti dagur, sem ég hefi lifað — út úr leiðindum blaðaði ég í gömlu blaða- rusli, og fann þessa vísu: Harmur í huga mér býr, og hjarta mitt finnur ei ró; og löng finnst mér síðan sú lágnættis tíð, að ljúfasta vonin mín dó. Úg orti þetta fyrir fimmtán árum undir nafni syrgjandi móður. — Er Það næsta kynlegt, að ég skyldi grafa upp þessa vísu í dag, sem hefir Verið mér svo undur kaldur og dimmur. . . . Segi ég enn, sem oftar: nEða var það feigðin, sem kallaði’ að ^ér?1*. .. Ég er aftur farinn að finna sömu höfuðþyngslanna, sem þjáðu mig frá 1901—1912. . . . Fór í gær til Lundar að sjá dr. M. Hjaltason. — Mér hefir ekki liðið vel í dag — í huga mér kemur þetta eftir Tenny- son: „Sunset and evening star, and one clear call for me!“ Allt þetta er skrifað á árunum 1912—1924 og skáldið deyr ekki fyrr en 1945, og sést þarna vel hvaða áhrif líkamleg vanheilsa hefir á sál- arlífið. Efnahagserfiðleika hefir hann ætíð haft við að stríða á þessum árum. Skáldadísin var ekki örlát á fé í þá daga. Það sést víða hvað margir hafa verið honum vinveittir og reynt af megni að styrkja hann efnalega, en margir hafa þá ekki haft af miklu að má. Víða getur hann um að hinn og þessi hafi sent sér peninga: „Nú kom bréf frá Ásbirni Pálssyni í Ár- borg, Man. . . . Var í því gjöf frá vin- um mínum . . . alls $284.00, þeir kalla sig „Drengirnir hans Magnúsar“.“ — Allt voru þetta menn er gengið höfðu á skóla til hans í Nýja íslandi. „Séra Hjörtur kom í dag . . . hann segir að nú muni vera búið að skjóta saman þúsund dollars handa mér. — Góðir eru Vestur-lslending^ar við mig. . . . ég vil að þessir peningar fari til að kosta útgáfu einhvers af ritum mínum.“ Ég hef af ásettu ráði forðazt að geta þess, sem hann minnist sér- stakra vina og vandamanna. Mér finnst það ekki koma almenningi við, og svo þyrfti þá að minnast svo margra. Stephan G. Stephansson var ein- lægur og góður vinur hans og hafa þeir alltaf skrifazt á. Hann hefir sent
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.