Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 80
62 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hafa ekki styrkzt við þessa ferð, þá er ekkert, sem getur styrkt þau, en áður en ég lýsi íslandsferðinni nánar, skal vikið að öðru efni. í lífinu skiptast á skin og skúrir. Á liðnu ári hafa þrír heiðursfélagar lát- izt, þ. e. Guðmundur Grímsson, fyrrum dómari í Norður Dakota, dr. Thorbergur Thorvaldson, efnafræðingur í Saskatoon, og frú Kristín Thorsteinsson, sem bjó í fjöldamörg ár á Gimli. Hún var ekkja Guðna Thorsteinssonar, póstmeistara þar. Einn ævifélagi hefir dáið á árinu, Einar E. Stephenson, sem bjó í Red Deer í Al- berta. Stundaði hann þar griparækt með miklum myndarbrag. Aðrir félagar, sem hurfu úr hópnum, eru: Björgvin Ágúst Hólm frá Árborg, Ólafur Bjarnason, Gimli, Thora Björg Howardson, Lundar, Hlaðgerður Kristjánsson, Winnipeg, Hall- dóra Thorsteinsson, Gimli, Jón Eiríksson, Árborg, Jón Baldvinsson, Árborg, Þórar- inn Gíslason, Árborg, Stefán Eymundson, Vancouver, G. B. Bjarnason, Gimli, Karl Vopni, Gimli, Sigríður Hjálmarson, Lund- ar, Ásgeir Jörundson, Lundar, Andrea Johnson, Árborg, Ásta Eirikson, Selkirk, Óskar Gillies, Morden, Gunnar Johann- son Wynyard, frú A. P. Johannsson, Win- nipeg, Bannveig Sigurðsson, Winnipeg, Eiríkur Helgason, Winnipeg, Jakobína Nordal, Winnipeg (á lista þennan vantar enn mörg nöfn). Vér vottum aðstandend- um þessara góðu starfsmanna vorra og kvenna innilega samúð, en minningu þeirra heiðrum vér að gömlum sið með því að rísa úr sætum. Spekingur hefir sagt, að þakkarskuldin sé eina skuldin, sem auðgi manninn. Þau orð mega vera oss hvatning til dáða í fé- lagsstarfi voru. Vegna misskilnings, sem stundum bryddir á, vil ég taka fram, að Þjóð- ræknisfélagið er borið uppi af hinum einstöku deildum, en deildirnar í sam- einingu mynda Þjóðræknisfélagið. Á hverju ári fer fram kosning manna í stjórnarnefnd, og framkvæmir sú stjórn- arnefnd þau störf, sem henni eru falin hverju sinni. Allt um það er stjórnar- nefndin ekki Þjóðræknisfélagið, þó að sumir virðist vera á þeirri skoðun. Ég hefi heyrt menn tala um Þjóðræknisfé- lagið eins og það væri stofnun út af fyrir sig og óháð hinum einstöku deildum. Slíkt er þó hin mesta fjarstæða, því að án deildanna væri ekkert þjóðræknisfé- lag. Þess vegna fögnum vér stofnun hverrar nýrrar deildar, því að deildirnar veita félaginu í heild styrk við eflingu þeirra hugsjóna, sem vér sem íslending- ar eða sem afkomendur íslendinga erum að leitast við að koma í framkvæmd. Hver sá hópur, sem stendur utan sam- taka vorra, dregur í rauninni úr mætti heildarinnar. Mér kemur í hug sálmur- inn eftir Valdimar Briem, sem oft er sunginn og á við í þessu tilviki: Hve sælt er sérhvert land, þótt sé það bert og kalt, er öflugt bræðraband þar bindur fólkið allt. Það er öflugt bræðraband, sem þörf er á, og að þessu leyti höfum við verið mjög lánsöm. Þjóðræknisfélagið er bræðralag; það er bræðralag deildanna, og stjómar- nefndin starfar að þeim málum, sem þetta bræðralag felur henni. Á þessu starfsári hefir stjórnarnefndin haldið 11 íundi, en þar að auki hafa ýmsar nefnd- ir átt með sér fundi, eftir því sem þörf gerðist hverju sinni. Fundir þessir hafa oftast verið haldnir á heimilum nefndar- manna, og hefir þeim öllum lokið með kaffidrykkju, sem efnt var til af hinni mestu rausn. Þessu næst vil ég víkja aftur að því, sem frá var horfið, með því að lýsa hóp- ferðinni til íslands nánar. Sem forseta Þjóðræknisfélagsins var mér falið að flytja kveðjur á íslandi í samsætum og á samkomum og afhenda gjafir þær, sem áður var minnzt á. S'kal nú getið helztu mannfunda, sem efnt var til. Fyrst ber að nefna samsæti, sem for- sætisráðherra íslands hélt hópnum að vestan í ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu. Næsta dag var komið saman að Hótel Sögu í boði Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík, en hinn þriðja dag var hald- ið að Selfossi í boði hreppsnefndar Sel- fosshrepps. Þar kom til móts við fólkið oddviti hreppsnefndarinnar, Sigurður Ingi Sigurðsson. Var síðan haldið í kirkju og messu hlýtt hjá séra Sigurði Pálssyni, presti að Selfossi. Að því búnu var öll- um boðið inn á heimili fólks, tveimur eða þremur á hvert heimili. Þá var efnt til veizluhalds í samkomuhúsi byggðarinnar, og var þar úr mörgum réttum að velja. Karlakór Selfoss skemmti með söng. Síð- an fóru fram ræðuhöld, sýndar voru kvikmyndir og borið fram kaffi í annað sinn. Komið var fram á nótt, þegar við kvöddum. Héldum við þá með söng á vör i dagsbirtu um miðja nótt til Reykjavík- ur. Á leiðinni var mikið sungið, og á milli söngvanna voru sagðar draugasög- ur. Margir úr hópnum héldu nú út um landsbyggðina, hver sína leið, til að hitta ættmenni eða fara í könnunarferðir urn landið. Hinn níunda júní kom þó meiri hluti hópsins saman á Akureyri, þar sem efnt var til veglegs samsætis að Hótel KEA undir stjórn forseta Þjóðræknisfé- lags Akureyringa, séra Benjamíns Krist- jánssonar. Við borðhaldið voru ræður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.