Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 83
fertugasta og sjöunda ársþing 65 Um þessar mundir er stjórnarnefnd Þjóðrækn isfélagsins að taka saman bækl- jng um félagsstörfin. Verður þeim bækl- ing væntanlega útbýtt síðar. Einnig er nú verið að endurskoða lög félagsins. Um minnisvarða Vilhjálms Stefánsson- ar skal tekið fram, að stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins hefir nú keypt af- steypu af brjóstmynd, sem gerð var af Vilhjálmi. Afsteypu þessari verður vænt- anlega komið fyrir í hinu nýja “Civic Arts Center”, sem reist verður á næst- unni hér í Winnipeg. Fé það, sem safn- nzt hafði í Vilhjálms Stefánssonar sjóð- mn hrökk ekki til að greiða nefnda af- steypu, og væri nefndinni þökk í að fá Viðbótarframlög í sjóðinn. Að lokum vil ég endurtaka hvatningar- °rð, sem rituð voru fyrir nokkm: „Fáir fslendingar, jafnvel ekki þeir bjartsýnustu, hefðu dirfzt að spá því, Pegar félagið var stofnað, að það næði þrjátíu ára aldri, hvað þá hærri aldri. Um stríðslokin fyrri voru hinir svonefndu hundrað prósent menn allaðsúgsmiklir. Töldu þeir landráðum næst að hugsa, tala eða vinna að nokkru því, sem ekki var enskt. Félag vort (og reyndar félög annarra þjóðabrota) voru að nokkru stofnuð til að mótmæla þeirri stefnu, en einkum þó til að stuðla að innbyrðis samkomulagi og samvinnu milli allra fslendinga, án tillits til pólitískrar eða trúarlegrar skiptingar. Sagan sýnir nú, að það tókst. Gifta vor varð flokkadrátt- unum yfirsterkari.“ Ofangrein orð vom mælt, þegar Þjóð- ræknisfélagið náði þrítugs aldri. Þau orð eiga enn við. Ég vænti þess, að allir þeir, sem hér em mættir, megi njóta ánægjunnar, sem samstarf og sameiginleg stefna skapa. Ég þakka svo fyrir góða áheyrn og bið þing- heim að taka til starfa. Fertugasia og sjöunda ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesiurheimi, haldið í Winnipeg 21» 22. og 23. febrúar 1966. ÞlNGSETNING Forseti, séra P. M. Pétursson, setti þing 10 f. h. Dr. V. J. Eylands flutti bæn. Salmurinn „Sannleikans andi“ var sung- JJin við undirleik Gunnars Erlendssonar. buðan las forseti skýrslu sína. Gerði hann stuttlega grein fyrir tilgangi og stefnu telagsins eins og hún var upphaflega l°gð fram, og sagði hann, að aldrei hefðu tPenn misst sjónar á settu marki. Forseti las því næst upp nöfn þeirra teeðlima, sem fallið höfðu frá á árinu, reis þingheimur á fætur í þögulli tPmningu um þetta góða starfsfólk. Sagði forseti síðan þing sett. Dr. Richard Beck gerði tillögu, að skyrsla forseta yrði viðtekin, og að for- seta og allri stjórnarnefnd yrði þakkað mnilega fyrir mikið og markvert starf n arinu, var sú tillaga studd af frú Marju jpjornson og síðan samþykkt. Tillaga kom tram frá Guðbjörgu Sigurdson um, að torseta skyldi falið að skipa þrjá full- y'Hý 1 dagskrárnefnd og þrjá í kjörbréfa- neind. Sú tillaga var samþykkt. Dag- “krarnefnd skipuðu: Dr. R. Beck, Páll tiallson, Frank Olson; en kjörbréfanefnd: f-evy, Kristín Johnson, Gestur Pálsson. foA n?e®an þesssar nefndir störfuðu, bað e°/s|ti Walter Arason frá Edmonton, sem vl forseti hinnar nýju deildar okkar, , nrðurljós, að taka til máls. Ávarpaði fra-ni?. Þingið á ensku og skýrði lítillega a mnu merka starfi deildarinnar, sem nú er aðeins árs gömul. Skandinavar þar í Edmonton eiga mjög myndarlegt sam- komuheimili, Scandinavian Centre, sem kostaði um $170,000, og er það notað svo að segja á hverjum degi og hverju kveldi. Skuldin, sem á því hvílir, er að- eins $25,000, og verður því fyrirtækið bráðum sjálfstætt. Sýndi hann okkur myndir af húsinu að utan og innan. Um sextíu manns sátu þennan fyrsta fund þingsins. Annar fundur kl. 2 e. h. Fundur var settur og fundargerð lesin og samþykkt. — Dr. Beck gaf skýrslu aagskrárnefndar þess efnis, að hin prent- aða dagskrá yrði notuð með einni lítilli breytingu. Skýrslan var samþykkt. Fjárhagsskýrsla. Fyrir hönd G. L. Jo- hannson féhirðis las G. Levy skýrsluna, sem sýnir tekjur (með síðasta árs inn- stæðu) $5,273.40, og útgjöld $4,112.52 — Einnig las G. Levy skýrslu um húseign- ina að Home St. 652, sem sýnir að húsið hefir borið sig þrátt fyrir hækkandi út- gjöld; svo las G. Levy skýrslu fjármála- ritara um meðlimagjöld og kostnað við útbýtingu Tímaritsins. Þá voru komnir á þing boðsgestir Þjóðræknisfélagsins, herra ambassador Pétur Thorsteinsson sendiherra og frú hans Oddný Thorsteinsson og hinn frægi íslenzki leikari, Brynjólfur Jóhannesson. Fagnaði forseti og þingheimur þeim vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.