Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 84
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Sendiherrann flutti nokkur hlýleg orð
og las kveðjur til félagsins, er honum
höfðu borizt frá forseta íslands og for-
sætisráðherra fslands. Ennfremur flutti
sendiherrann þingheimi kveðjur frá
Hannesi Kjartanssyni, sendiherra íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum. Kveðjuskeyti
barst frá Sigurði Sigurgeirssyni, forseta
Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík.
Brynjólfur Jóhannesson flutti ávarp og
kveðjur frá borgarstjóra Reykjavíkur,
Geir Hallgrímssyni, til Þjóðræknisfélags-
ins og allra íslendinga vestra. Hann af-
henti og forseta fyrir hönd borgarstjóra
fána Reykjavíkur. Er það blár borðfáni
með hvítum ramma og mynd af Ingólfi
Arnarsyni á stangarfætinum. Hann flutti
félaginu einnig hlýjar kveðjur frá Gylfa
Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra og
bróður hans Vilhjálmi Þ. Gíslasyni út-
varpsstjóra, ennfremur kveðjur frá Fé-
lagi íslenzkra leikara og Leikfélagi
Reykjavíkur.
Grettir L. Johannson las kveðjuskeyti
frá Gretti Eggertson, formanni útgáfu-
nefndar Lögbergs-Heimskringlu, sem þá
var staddur í Honolulu. Árnaði hann
Þjóðræknisfélaginu heilla og þakkaði því
og öllum stuðningsmönnum L.-H. stuðn-
ing þeirra og samvinnu við blaðið. —
Grettir L. Johannson flutti einnig kveðj-
ur frá Walter Johannson, bróður sínum,
sem var staddur í suðurríkjum Banda-
ríkjanna. Þetta er aðeins í annað sinn,
sem hann hefir ekki sótt þjóðræknis-
þingið í þau 48 ár, síðan það var stofn-
sett. Grettir ræðismaður hefir sjálfur
sótt öll þing Þjóðræknisfélagsins frá
byrjun, nema þingið 1930. — Dr. Richard
Beck flutti kveðjur frá forseta Norður
Dakota háskóla, Dr. G. Starcher. Þetta er
í þrítugasta og þriðja sinn, sem háskóli
Dr. Becks veitir honum leyfi til þess að
sækja Þjóðræknisþing, og er það þakkar-
vert.
Forseti þakkaði allar kveðjur. Einnig
þakkaði hann heiðursgestunum fyrir
komuna. Færði hann gestunum merki fé-
lagsins sem tákn um full þingréttindi
þeim til handa.
Síðar um daginn barst kveðja frá Sig-
urði Helgasyni, formanni Loftleiða í New
York, þar sem hann árnaði þingheimi alls
góðs og árangursríks starfs og minntist
með ánægju dvalarinnar í Winnipeg á
síðasta þingi (1965). Þessari kveðju fögn-
uðu fulltrúar með miklu lófataki, enda
var þeim í fersku minni heimsókn Sig-
urðar og konu hans frú Unnar, boðsgesta
Þjóðræknisfélagsins á ársþinginu í fyrra,
þar sem Sigurður flutti prýðilegt erindi
og sýndi ágætar litmyndir frá íslandi.
Kveðjur Sigurðar voru einnig frá íslend-
ingafélaginu í New York, þar sem hann
gegnir nú formennsku með miklum ágæt-
um.
Skýrsla kjörbréfanefndar var lesin af
G. Levy. Samkvæmt henni höfðu eftir-
taldir fulltrúar deilda full þingréttindi:
BÁRAN, Mountain, N. D.: Dr. Richard
Beck, frú Margrét Beck. LUNDAR: Gísli
S. Gíslason, Mrs. Ingibjörg Rafnkelson.
BRÚIN, Selkirk: Mrs. Jafata Skagfjord,
Thorleifur Skagfjord. STRÖNDIN, Van-
couver: Mrs. Marja Björnson. ESJAN, Ar-
borg, Man.: Miss ICristín Skúlason, Jón
Pálsson, Gestur Pálsson, Jóhann K. John-
son. GIMLI: Ingólfur N. Bjamason, Ragna
Baldwinson, Björn Baldwinson, Frank
Olson. ÍSLAND, Morden, Man.: Mrs.
Lovísa Gíslason. NORÐURLJÓS, Edmon-
ton, Alta.: Walter Arason. FRÓN, Winni-
peg: Páll Hallson, Miss Guðbjörg Sigurd-
son, Miss Regina Sigurdson, Miss Mar-
grét Sigurdson, Mrs. Kristín Johnson,
Gunnar Baldwinson.
Forseta var falið að skipa í þingnefnd-
ir, og voru þær skipaðar sem nú greinir:
Samvinnumál við ísland: Dr. R. Beck,
Báran; Mrs. Kristín Johnson, Frón; Árni
Sigurdson, Frón; Mrs. Lovisa Gíslason,
fsland; Leifi Skagfjord, Brúin. — Úigáfu-
mál: Miss Kristín Skúlason, Esjan; Mrs.
Kristín Johnson, Frón; Mrs. Jafeta Skag-
fjord, Brúin. — Fjármál: Páll Hallson,
Frón; Frank Olson, Gimli; J. F. Kristjáns-
son, Frón; Johann K. Johnson, Esjan;
Ingibjörg N. Bjarnason, Lundar: — Alls-
herjarnefnd: Próf. Haraldur Bessason,
Frón; Gunnar Baldwinson, Gimli; Gestur
Pálsson, Esjan; Mrs. Beck, Báran; G. J.
Johannson, Frón.
SKYRSLUR DEILDA
Sfröndin, Vancouver, flutt af frú Marju
Björnson: Alls voru haldnir sjö nefndar-
fundir, þrír almennir fundir og fjórar
samkomur: þorrablót, þjóðhátíðardagur-
inn 17. júní, sumardagurinn fyrsti og
samkoma Sveins Haukssonar frá íslandi
með stuðningi Strandarfélaga. Aðsókn
var góð að öllum samkomum. Þá hefir
Ströndin verið þátttakandi í sumar- og
vetrarsamkomum skandinavisku þjóða-
brotanna í Vancouver. Hópferðir til ís-
lands hafa árlega verið farnar undir um-
sjón Strandar, og enn er fyirirhuguð hóp-
ferð í júní—júlí 1966 og er farþegalistinn
óðum að lengjast. Á þessu ári var stofn-
aður námssjóður (scholarship fund) til
styrktar íslenzkum námsmönnum í Kan-
ada, sem stunda nám við einhvern af
háskólum British Columbia fylkis. Deild-
in sendi ársþingi alúðarkveðjur og ein-
læga ósk um _ velgengni í framtíðinni.
Einnig bar frú Marja fram fyrirspurn
frá deildinni viðvíkjandi skilmálurn
þeim, er gilda í sambandi við styrk frá
Þ j óðræknisf élaginu til ferðakostnaðar