Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Qupperneq 86
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fulltrúa frá Reykjavík. Sýndi hann fagr-
ar litskuggamyndir frá íslandi og út-
skýrði þær. Svo var söngur á íslenzku
og ensku. Miss Kathleen Shepard söng
einsöng og undir spilaði amma hennar,
Mrs. S. A. Björnson; Curtis Olafson söng
einning einsöng og móðir hans, Mrs. Valdi
Olafson var við hljóðfærið. Rausnarleg-
ar veitingar voru bornar fram af konum
deildarinnar.
Norðurljós, Edmonton, Alta. (skýrslan
lesin af forseta, Walter Arason): Ræðu-
maður útskýrði það, að fjallkona þeirra
þar vestra, Mrs. Della Roland, hefði ver-
ið kosin fulltrúi á þing, en hefði ekki átt
heimangengt. Deildin hefst mikið að og
stendur í miklum blóma. í febrúar er
haldið þorrablót; í marz og október er
dans; í marz er fjallkonan kosin og efnt
er árlega til útiskemmtunar á fullveldis-
degi fslands, 17. júní; í september selur
deildin “Grey Cup Pool tickets”, sem er
mjög arðsamt, og hefir deildin lagt all-
stóra fjárupphæð til elliheimilanna Höfn
í Vancouver og Betel á Gimli. í desem-
er er jólaskemmtun, þar sem öll börn fá
smágjafir (Christmas stockings) og fjall-
konan útbýtir gjöfum til ævifélaga. M'illi
þessara hátíða efnir fólk til kaffidrykkju.
Þrír meðlimir „Norðurljóss" eru í aðal-
nefnd “Skandinavian Centre”, sem er
merkilegt og fallegt samkomuhús hinna
fimm skandinavísku þjóðabrota, en það
var opnað 21. júní 1964. Scandinavian
Centre gefur út átta blaðsíðna rit í hverj-
um mánuði, og fá allir meðlimir ritið
ókeypis. Deildin er að undirbúa íslenzku-
kennslu, sem byrjað mun á í haust. Þá
er í ráði að kaupa gamla heimilið, þar
sem Stephan G. Stephansson bjó, og gera
það að nokkurs konar minjasafni, en
þetta þarf mikla umhugsun og undir-
búning og er ekki langt komið enn, enda
myndi deildin þurfa mikla utanaðkom-
andi hjálp til þess að hrinda því í fram-
kvæmd. Fulltrúar á þingi fögnuðu þess-
ari góðu skýrslu með lófataki.
G. L. Johannson kom þessu næst fram
með segulband, sem Sigurður Sigurgeirs-
son hafði sent frá íslandi, og hafði fólk
ánægju af að hlusta á kveðjur, söng og
annál ársins fluttan af Vilhjálmi Þ. Gísla-
syni útvarpsstjóra.
Frú Marja Björnson flutti fréttir af
Icelandic Canadian Club í Toronto. —
Séra P. M. Pétursson gat þess, að kom-
ið geti til mála, að klúbburinn gangi í
Þjóði’æknisfélagið sem deild eða sam-
bandsdeild.
Fjórði fundur, kl. 2 e. h.
Fundargjörð lesin og samþykkt. For-
seti bað alla, sem í nefndir höfðu verið
skipaðir, að taka nú til starfa. En for-
seti skemmti þeim sem eftir sátu með
því að rifja upp einn þátt af menningar-
starfi Þjóðræknisfélagsins, en það var
um heimsóknir manna og kvenna, mest-
megnis frá íslandi, sem hafa verið boðs-
gestir félagsins á samkomum eða þing-
um og sem oft hafa ferðazt víða um þessa
álfu undir umsjón félagsins. Er þessa
starfs getið í sögubroti um félagið, sem
stjórnarnefndin er að undirbúa.
Sýning hjá T. Eaion's félaginu. G. L.
Johannson skýrði frá því, að hann hefði
verið kvaddur á fund skandinavískra
ræðismanna til þess að tala við danska
ræðismanninn frá Toronto um fyrirhug-
aða sýningu í októbermánuði á skandi-
navískum munum.
Samvinnumál við ísland (skýrslan var
lesin af dr. Beck, í fimm liðum): 1. liður:
Þingið þakkar komu Péturs Thorsteins-
sonar sendiherra og frúar hans og herra
Brynjólfs Jóhannessonar og mikið og gott
framlag þeirra til samkomuhalda þings-
ins; 2. liður lýsir ánægju vegna hópferð-
arinnar til fslands s. 1. sumar og þakkar
öllum þeim, sem hlut áttu að máli, sér-
staklega öllum þeim á íslandi, sem áttu
hlutdeild í þeim frábæru viðtökum, sem
hópurinn að vestan átti þar að fagna. 3.
liður: Þingið fagnar þeirri frétt, að
„Ströndin" stofnar enn á ný til hópferð-
ar til íslands á komanda sumri. 4. liður:
Þingið lýsir ánægju sinni yfir viðleitni
stjórnarnefndarinnar um að eiga sam-
vinnu við íslendinga heima um þátttöku
þeirra í heimssýningunni í Montreal
1967. 5. liður: Þingið hvetur fólk vort til
þess að kaupa Vesiur-íslenzkar æviskrár
og styðja að framhaldandi útgáfu ritsins
með öðrum hætti. Allir liðir voru sam-
þykktir og svo nefndarálitið í heild.
Fimmii fundur, miðvikudag kl. 9.30 f.h.
Fundargjörð var lesin og samþykkt.
Forseti las það sem eftir var af nafna;
lista boðsgesta Þjóðræknisfélagsins frá
1919 til 1965, og gat þess, að Karlakór
Reykjavíkur hefði komið tvisvar, 1946
og 1960.
G. L. Johannson bað þingið að afsaka
sig frá fundi þar sem hann þyrfti að slást
í. för með sendiherra Pétri Thorsteins-
son, sem hafði verið sýndur sá heiður,
að vera boðinn á fund með þingi Mani
tóbafylkis og til hádegisverðar hjá H. H-
Saunderson forseta Manitóbaháskóla.
Forseti sýndi þingheimi fagran silfur-
hníf, sem Þjóðræknisfélaginu hafði bor-
izt frá Guðmundi Guðjónssyni, en hann
hafði haldið veglegt samsæti fyrir hluta
af vestur-íslenzka hópnum, sem farið
hafði til íslands, og leysti alla út me°
gjöfum.
Skýrsla fjármálanefndar (skýrslan les-
in af Páli Hallson, í tveim liðum): 1. li®'