Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 88
70 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA langt og gott starf við ritstjóm Tíma- ritsins. — G. L. Johannson minntist á heimsókn Péturs Thorsteinssonar sendi- herra á fund fylkisþingsins og hversu vel honum hefði verið fagnað þar. „Ég veit ekki til,“ sagði hann, „að annar sendi- herra hafi fengið jafngíæsilegar viðtök- ur.“ — Forseti gat þess, að frú Kristín Johnson hefði gefið fjárupphæð í styrkt- arsjóð Þjóðræknisfélagsins í minningu um mann sinn, Bergþór Emil Johnson, og reis þingheimur úr sætum í virðingu við minningu hans. — Eins og áður var getið, sendi Walter Johannson $25.00 í sjóðinn, sem hann nefndi sektarsjóð, sök- um þess að hann gat ekki sótt þing í þetta sinn. — G. L. Johannson lagði til að Dr. Beck og frú Margréti yrði þakk- að, þar sem Dr. Beck lætur ritlaun sín fyrir greinar í Tímaritið ganga í styrkt- arsjóð félagsins. Allir voru á sama máli í því efni. Samkomur þingsins. Þjóðræknismessa var haldin í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskveldið 20. febrúar. Dr. V. J. Eylands stjórnaði guðs. þjónustu, séra P. M. Pétursson, forseti Þjóðræknisfélagsins, tók þátt í athöfn- inni og Dr. R. Beck flutti erindi. Konur safnaðarins báru fram veitingar. Þessi athöfn fór fram fyrir fullu húsi, og sama má segja um hinar samkomur þingsins, húsfyll'ir var hvert kvöld. Á öllum sam- komunum var góður söngur og hljóð- færasláttur, en aðalaðdráttaraflið við Fróns-samkomuna á mánudagskveldið var vitaskuld hinn kunni íslenzki leikari, Brynjólfur Jóhannesson, og varð enginn fyrir vonbrigðum með hann. Ungfrú Snjólaug Sigurdson lék undir af mikilli list, þá er hann söng hina fjörugu gam- ansöngva. Helzta atriðið á lokasamkomu þingsins var hin gerhugsaða ræða Péturs Thorsteinssonar sendiherra, og þar skemmti Brynjólfur í annað sinn vel og iengi með söng, upplestri og leikþáttum. Ræðumaður á samkomu Icelandic Cana- dian Club var Eric Stefansson sambands. þingmaður. Sendiherrann var gerður að heiðursfélaga Þjóðræknisfélagsins, en Brynjólfur að ævifélaga. Síðan voru heiðursgestirnir leystir út með gjöfum. Mörg skemmtileg heimboð voru hald- in í sambandi við þingið. Síðdegis á sunnudag efndu ræðismannshjónin, Mr. og Mrs. G. L. Johannson, í samráði við stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins til veglegrar móttöku fyrir heiðursgesti þingsins, og voru þar samankomnir um hundrað manns. Forseti, séra P. M. Pét- ursson, bauð yfir þrjátíu gestum til kvöldverðar í efri salnum á “The Pad- dock” á mánudagskvöldið. Á þriðjudag- inn var virðuleg móttaka frá kl. 5—7 e. h. hjá fylkisstjóra Manitobafylkis, Hon. W. S. Bowles og frú hans að Government House. Voru boðnir þangað allir þing- fulltrúar og gestir og mikill fjöldi ann- arra íslendinga, svo að yfir 250 manns voru mættir þar. Um hádegið stóð Ice- landic Canadian Club fyrir hádegisverði. Mr. og Mrs. Jakob Kristjánsson héldu boð þar sem íslenzki leikarinn, Brynjólf- ur, hafði tækifæri til þess að hitta og kynnast helztu íslenzkum leikurum hér, sem lengst hafa verið við leiklist kennd- ir hér vestra. Var þar mjög fjörugt og glatt á hjalla. Út um byggðimar, þar sem Brynjólfur ferðaðist og skemmti, heiðruðu deild'ir Þjóðræknisfélagsins og önnur íslenzk fé- lög hann á ýmsan hátt. Svo lauk þessu ársþingi Þjóðræknis- félagsins, sem var ánægjulegt í alla staði og árangursrikt á margan hátt. Starfs- fólk virðist hafa sýnt mikinn dugnað og áhuga í öllum málum á þingi og liðnu ári; það spáir góðu um áframhaldandi velgengni félagsins og allra deilda þess. Stjórnarnefndin þakkar öllum fulltrú- um, þinggestum, nefndum og einstaklin- um fyrir áhugann, góðhuginn og dyggi- legt starf að þjóðræknismálunum. Hittumst heil á næsta þingi! Það var með miklum söknuði og sorg að við fréttum hið snögglega lát frú Lovisu Gíslason, skömmu eftir þingið, og syrgjum við fráfall þessarar góðu konu, sem vann svo dyggilega að þjóð- ræknismálunum. Hólmfríður Danielson, ritari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.