Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 89

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Blaðsíða 89
Viðauki Til þess að ekki verði eyða aftast í þessum árgangi Tímaritsins, skal nú vikið að málefni, sem er á döf- inni og varðar Kanadamenn af ís- lenzkri ætt og þátttöku þeirra í ald- arafmæli Kanada á þessu ári. Ekki er annað sýnna en að hver sá, sem vettlingi getur valdið hér í iandi, hafi strengt þess heit að minn- ast aldarafmælisins að nokkru. Margir hafa tekið fram smíðatól og vinna nú að gerð ýmiss konar kjör- gripa, sem eru að einhverju leyti táknrænir í sagnfræðilegum skiln- ingi og líklegir til þess að verða jafnir að endingu gulltöflum þeim, sem Völuspá segir, að verið hafi end- ur fyrir löngu á landareign guðanna. Aðrir hafa heitið því að geta sér orðstír, sem aldrei deyi. Ber þar hæst fj allgöngumenn, sem ætla nú ekki að slá því lengur á frest að klífa þá tinda á kanadískum fjöllum, sem hingað til hafa verið friðlönd arna °g þeirra fugla, sem sækja í hásal vinda. Kanadísk blöð herma, að ungling- ar séu þess albúnir að stæla krafta sma á öllum þeim vatna- og fljóta- leiðum, sem kortlagðar hafa verið mnan kanadískra landamæra. Þá hafa hérlendir rithöfundar og tón- skáld látið til sín taka. Ekki er og annað sýnna en að sögu landsins verði gerð fyllri skil á þessu eina afmælisári en hinum níutíu og níu arum, sem á undan eru gengin. Islendingar eru að tiltölu svo fjöl- raennir í Kanada, að vel þótti á fara, að þeir legðu sinn skerf til hátíðar- haldsins. Tóku þeir því það ráð að leggja eitthvað það af mörkum, sem vakið gæti athygli á fyrstu ferðum íslenzkra manna vestur að því land- svæði, sem nú nefnist Kanada, enda þó þeir atburðir falli ekki inn í sögu síðustu hundrað ára. * * * Eftir allmiklar umræður manna á milli var ákveðið að láta gera eir- skjöld einn mikinn með upphleyptri mynd af þeim síðum Flateyjarbók- ar, sem lýsa vesturferðum Bjama Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar. Fylgja þeirri mynd þýðingar á bæði ensku og frönsku auk stuttrar grein- argerðar um efni og inntak. Skjöldur sá, sem hér um ræðir, verður afhentur Sambandsstjóm- inni í Ottawa að gjöf, og hefir for- sætisráðherra, Lester B. Pearson, lýst yfir, að hann muni veita gjöf- inni viðtöku og fá henni samastað á þinghæðinni í Ottawa. Hann hefir og samþykkt allt það efni og orða- lag, sem á skjöldinn er greypt, og felst í þeirri samþykkt opinber við- urkenning Kanadastjórnar á sagn- fræðiheimild Flateyjarbókar um fund þessa meginlands. H* * * Skjöldur þeirra Bjarna og Leifs er mikill að fyrirferð, um sjö fet á breidd og allt að fimm fet á hæð. Samvinna við undirbúning þessa fyrirtækis hefir verið góð. Öll ís- lendingafélög í Kanada hétu því á síðast liðnu ári að styðja það eftir mætti, en þá hafði þegar verið sett á laggimar sérstök framkvæmda- nefnd. sem síðan hefir látið talsvert til sín taka. Forsæti í framkvæmda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.