Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 17 aö við skuldaerfiðleika sé að setja, heldur hefur félagið átt við það andstreymi að etja til viðbót- ar, að meðferðargjöld Trygginga- stofnunar ríkisins hafa ekki feng- ist endurskoðuð nema á margra ára fresti. Af þessum sökum ber félagið og hefur um margra ára skeið borið skuldahala með skammtímalánum, sem allir vita i dag, hve dýr eru og erfið til þess að geta borgað nauðsynleg vinnu- laun. í erindi félagsins til hv. fjár- veitinganefndar var farið fram á endurskoðun þessara liða. Við framlagningu tillagna nefndar- innar nú er ekki á þetta erindi minnst, að einu eða neinu leyti eða að nokkur úrlausn sé i sjón- máli þarna á. Þess var farið á leit við mig, að ég flytti ekki um þetta sérstakar breytingartillögur, a.m.k. fyrir 2. umr. málsins og hef ég orðið við því. Aðalatriðið fyrir mér og þeim, sem að baki þessum tillögum standa, þ.e.a.s. Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra, er að Eggert G. Þorsteinsson svo verði þarna úr bætt, að félagið geti haldið áfram nauðsynlegri starfsemi. Ef ekki verður við þvi orðið, er slegið á útréttar héndur, frjálsar útréttar hendur, sem þarna hafa stutt við, slegið á þær til frekari stuðnings og endurhæf- ingarstöðinni verður að loka. Það hefur engin sundurgrein- ing farið fram á því, hvert hlutfall er á milli innanbæjar fólks og utanbæjar, sem þarna leitar lækn- inga, en óhætt er að fullyrða, að það muni nokkuð jöfn skipti, þvi að til stöðvarinnar er vísað sjúkl- ingum nánast af öllu landinu, til meðferðar, þannig að ekki ætti það að geta verið bitbein manna á milli hér í sölum hv. Alþingis. Hitt teldi ég, að öllum megi ljóst vera, að þær 22—24 þús. meðferð- ir, sem sjúklingar hafa fengið þarna á hverju ári undanfarin ár mega ekki leggjast niður og jafn- framt hitt, að öll þau frjálsu fram- lög, sem borið hafa starfsemi félagsins uppi á undanförnum ár- um, munu ekki fást, ég fullyrði það, munu ekki fást til borgar-- eða ríkisrekstrar á þessari endur- hæfingarstöð, þó að það opinbera vildi nú taka við rekstri stöðvar- innar og ég efast um, að meiri sparnaðar mundi gæta, eða hag- sýni í rekstri hennar við tilkomu opinbers reksturs á þessum vett- vangi. Það er þvi alveg einsýnt, að verði ekki a£ hálfu Alþingis tekið á þessu erindi félagsins svo sem nauðsynlegt er, þá mun stöðin af sjálfu sér lokast. Hér er ekki um neinar hótanir að ræða í garð eins eða neins. Okkur er ijóst, að þær upphæðir, sem við förum fram á hvað viðbótarbygginguna snertir, sem er talin muni kosta um 21 milljón verður ekki fengin í ein- um áfanga. Upp á það er boðið í erindi félagsins aö taka þann styrk í þremur áföngum. Það er beðið um, að þeir tveir liðir, sem það opinbera hefur eða fjárl. hafa, þ.e.a.s. eldspýtnagjaldið, á það verði bætt sannanlegum verð- lagsuppbótum s.l. 5 ára og sá 50 þús. kr. styrkur, sem er á fjárl. til endurhæfingar eða endurvæðing- ar, mundi ég segja heldur nú, til sjúkraþjálfara til sérnáms i leik- skóla fatlaðra barna, verði fjór- faldaður, eða lagður á hann a.m.k. nauðsynlegar verðlagsuppbætur s.l. 5 ára. Hér er orðið um upphæð að ræða, sem er til skammar, svo að vægt sé að orði komist, því hún mun vart duga fyrir fargjaldi til næstu nágrannalanda fyrir einn sjúkraþjálfara aðra leiðina. Ég veit af veru minni í ríkisstjórn, að það er erfitt að skipta fjármun- um, sem naumir eru og fáir eða enginn vill mæla með hækkandi sköttum. En ég hygg, að á sama tíma sem við erum að tala um milljónatugi í laxastiga norður í landi, sem er mikið ágreiningsmál í sjálfu héraðinu, þar sem laxa- stiginn á að koma eða jafnvel það, sem mörgum mönnum þykir hér mikið verðmæti og er sjálfsagt eitt af framtíðarverkefnum þjóðarinnar að tala um hundruð milljóna eða milljarða í bókhlöðu, þá sé erfitt að neita samtökum eins og hér er um aö ræða um áfangahækkanir, sem eru vegna sinnuleysis þess opinbera eða beinar skuldir frá undanförnum árum við samtökin. Ég ætla og ég stend við það, ég skal ekki flytja við þessa umr. sérstaka breytingu. Verði á milli 2. og 3. umr. þessu erindi ekkert sinnt, þá hef ég í fyrsta lagi varað við afleiðingum þess, sem fram- undan er og sé mig þá knúinn til þess að leita eftir þvi, hverjir geta hugsað sér að taka þessa stöð og þá þjónustu, sem hún hefur veitt, úr umferð í heilbrigðisþjónustu- kerfi landsmanna. Ég hygg, að þarna sé alvarlegri hlutur á ferðinni heldur en eitt- hvert uppsláttarmál fyrir ein- staka alþm. eða mann. Þessi orð eru í beinu framhaldi og aðeins einn liðurinn af því, sem ræðumenn tveir Jóhann Haf- stein og Magnús Kjartansson minntust á næst á undan mér, hafa verið að ræða og ég tel, að fáum tímum Alþingis hafi verið betur varið, heldur en að vekja athygli alþm. á vanda þessa fólks. Við sem þekkjum vandann með eiuiím eða öðrum hætti, ættum a.m.k. aö telja þaö skyldu okkur að láta frá okkur heyra. Hinir eru nægjanlega margir, sem ekki hafa aðstöðu til þess. Ég treysti því einlægiega, að fjárveitinganefnd liti þetta erindi mildum og sann- gjörnum augum og það komi í ljós við till. n. fyrir 3. umr. málsins. Viðurkenning á samtökunum er góð og nauðsynleg, en Alþingi þarf að sýna þá viðurkenningu i verki. ingabró.ðir hennar á pínubekkn- um. Þau skötuhjúin eru send til Reynivikur, og lífið færir þeim margt til skemmtunar. Svona til þess að kóróna sumardvölina, og til þess aö benda á, að ekki er allt sem sýnist, vinna Labba, Jónas og Páll frækilegt björgunarafrek, hrifsa mannvesaling úr gini dauö- ans, já, Labba breytist á þessu sumri úr letingja i eftirtektar- verða stúlku. Höfundur segir mjög vel frá, er gamansamur og Bókmenntir eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON atburðarásin er hröð. Það mun þvi engum leiðast, og fleirum fara eins og mér að eignast Löbbu að kærum vini. Þýðing er góð, próförk og önnur gerð einnig. Þökk fyrir skemmtilegt verk. ÓlAfUR OÍSLASOM & CO, HF. SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK hárblásari með greiðu og bursta Verö Áður ósögð saga af heimskautaferð Vilhjálms Stefánssonar f þessari bók er í fyrsta sinn rakin öll saga Karluks, forystuskips í leiðangri Vlihjálms Stefánssonar til norðurhafa á árunum 1913—1918, en það brotnaði og sökk í ísnum, áður en lelðangurinn var raunverulega hafinn. Tuttugu og fimm menn voru skildir eftir skipreika á ísnum, meðan foringi þeirra fór í fimm ára landkönnunarferð norður. Við þessar aðstæður gat ekkl hjá því farið að endir sögunnar yrði hörmuleg- ur. Átta manns létust á leið yfir ísinn, einn skaut sig, tveir sveltu í hel og hinir drógu með naumindum fram líflð, uns hjálpln barst. Frásagnirnar um þol- raunir þeirra eru átakanlegar, en bera vott um ótakmarkaðan lífsvilja. f bókinni eru einstakar Ijósmyndir, teknar í leiðangrinum og hafa flestar þeirra aldrei birst áður. Hina næsta ótrúlegu sögu um örvænt- ingarfulla lífsbaráttu fákunnandi og forystulausra manna, seglr segul- og veðurfræðingur leiðangurslns, William McKinlay, sem þá var hálfþrítugur kennarí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.