Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 42
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
— Samhljóða niðurstaða
dómendanna þriggja
Framhald af bls. 37
út i hann vegna þess að hann lét
ákærðu ekki i té upplýsingar, sem
ákærðu töldu hann hafa um geymslu-
stað spíritussins eða þá að ákærðu hafi
ætlað að knýja hann til sagna Ákærðu
ber ekki að öllu leyti saman um þátt
hvers þeirra fyrir sig í átökunum í
framburðum þeirra kemur fram, að
Geirfinnur hafi verið tekinn hálstaki.
barinn með hnefum og spýtu uns hann
beið bana Þykir sannað með fram-
burðum ákærðu og ákærðu Erlu, að
þeir hafi allir tekið þátt í árásinni á
Geirfinn Einarsson. en um þátt hvers
og eins verður ekki greint alveg ná-
kvæmlega Verður að telja, að ákærðu.
Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guð-
jón, beri sameiginlega ábyrgð á dauða
Geirfinns Þótt þeir segist ekki hafa
ætlað að svipta Geirfinn lífi, var árásin
á hann með þeim hætti, að þeim átti
að vera Ijóst, að hún gat leitt til dauða
Hafa ákærðu Kristján Viðar, Sævar
Marinó og Guðjón með atferli sínu
orðið brotlegir gegn 21 1 gr almennra
hegningarlaga nr. 19, 1940
Þá telst sannað, að ákærðu Kristján'
Viðar. Sævar Marinó og Guðjón hafi
flutt lik Geirfinns á brott úr Dráttar-
brautinni að Grettisgötu 82 og ákærðu
úrla, Saevar Marinó og Kristján Viðar
fIut* bað þaðan upp í Rauðhóla og
grafio það þar.
Svo sem áður er rakið kveðst ákærði
Kristján Viðar eftir komu ákærðu með
l'k Geirfinns að Grettisgötu 82 um-
rædda nótt, hafa tekið seðlaveski Geir-
finns úr brjóstvasa hans. en í þvi hafi
verið 5000 krónur auk ýmissa skil-
r<kja. Hafi hann tekið peningana, en
fleygt veskinu Eftir atvikum þykir ekki
ástæða til eð vefengja framburð
ákærða um þetta og varðar þessi
\erknaður hans við 244 gr almennra
hegningarlaga.
Hlutur Erlu
Ákærða Erla er saksótt fyrir það að
hafa flutt lik Geirfinns Einarssonar upp
i Rauðhóla i nágrenni Reykjavíkur
ásamt meðákærðu Kristjáni Viðari og
Sævari Marinó fimmtudaginn 2 1 nóv-
ember 1974 i bifreið, er hún ók, þar
sem þau helltu bensíni yfir líkið og
kveiktu í því, en grófu það að þvi
búnu í ákærunni þykir ákærða með
liðsinni sínu og með því að leitast við
að afmá ummerki brotsins, hafa gerst
brotleg samkvæmt 211 gr sbr 4
mgr sbr. 1. mgr. 22 gr almennra
hegningarlaga og 112. gr. 2 mgr
sbr 1. mgr sömu laga.
Enda þótt frásögn ákærðu um þetta
sé tortryggileg. þykir verða að leggja
hana til grundvallar Verknaðarlýsing i
ákæruskjali á broti ákærðu nær ekki til
annars en þess er gerðist 21 nóvem-
ber 1974, þ e. flutnings á líki Geir-
finns Einarssonar frá Grettisgötu 82
upp i Rauðhóla og þess er gerðist i
framhaldi af því. Kemur þvi ekki til
álita að beita hlutdeildarreglum á 1
mgr 22 gr almennra hegningarlaga
um brot ákærðu, enda er ekkert fram
komið um. að ákærða hafi átt þátt i
því, er meðákærðu sviptu Geirfinn lífi.
Á því tilvitnun í 1 mgr. 22. gr. al-
mennra hegningarlaga ekki við um
brot ákærðu. nema sem refsiheimild
fyrir verknað skv. 4. mgr
Er þá eftir að taka afstöðu til þess,
hvort brot ákærðu Erlu geti varðað við
211. gr. sbr. 4 mgr 22 gr. almennra
hegningarlaga, þ.e. hvort hún hafi
með verknaði sinum gerst sek um
svokallaða eftrfarandi hlutdeild i broti
meðákærðu. Fyrrgreint lagaákvæði
gerir ráð fyrir tveimur skilyrðum til
þess að um þetta geti verið að ræða,
þ.e. að maður hafi annað hvort notið
hagnaðar af broti eða haldið við ólög-
mætu ástandi, er skapaðist vegna
brotsins Ekkert er fram komið um. að
ákærða hafi notið hagnaðar af brotinu
og kemur ákvæðið því ekki til greina
að því leyti um brot ákærðu Brot
meðákærðu var fullframið, þegar þeir
höfðu svipt Geirfinn lífi, þannig að
verknaður og afleiðing féllu saman.
Var því ekki fyrir hendi neitt ólögmætt
ástand, sem ákærða Erla gat breytt
nokkru um. Getur verknaður ákærðu
því ekki fallið undir lagaákvæði þetta
og ber að sýkna hana af ákæru um brot
á þvi
Hins vegar var ákærða með verknaði
sinum að tálma rannsókn á broti með-
ákærðu og varðar það atferli hennar
við 2 mgr. 112. gr. almennra hegn-
ingarlaga nr. 19, 1940.
Rangar sakargiftir
Ákærðu Erla, Sævar MarinóAog
Kristján Viðar voru i dóminum fundin
sek um að hafa hjá rannsóknarlögreglu
og á dómþingi sakadóms borið þær
röngu sakir á nafngreinda fjóra menn,
að þeir ættu hlut að dauða Geirfinns
Einarssonar og smyglbrotum Leiddu
þessar sakargiftir til þess að umrædd-
um mönnum var gert saklausum að
sæta langvinnu gæsluvarðhaldi. Var
þetta atferli ákærðu talið varða við 1
mgr 148 gr almennra hegningar-
laga.
Önnur brot
Ákærði Tryggvi Rúnar var í dómin-
um fundinn sekur um að hafa valdið
eldsvoða á vinnuhælinu að Litla-Hrauni
að kvöldi 12 mars 1972 með því að
kveikja eld i timburklæddu þurrkher-
bergi í risi, en á vinnuhælinu voru þá
35 fangar auk fjögurra fangavarða Var
verknaður þessi talinn varða við 2.
mgr 164 gr almennra hegningar-
laga
Þá var ákærði Tryggvi Rúnar enn-
fremur sakfelldur fyrir nauðgun á 1 8
ára stúlku á árinu 1974 og var sá
verknaður talinn varða við 1. mgr 1 94
gr hegningarlaganna.
Ákærðu Sævar Marinó og Erla voru
sakfelld fyrir að hafa í ágúst og október
1974 svikið samtals kr 950 000 af
Pósti og síma, og telst það atferli varða
við 248. gr hegningarlaga og auk
þess við 155. og 157 gr sömu laga
að því er ákærðu Erlu varðar.
Þá var ákærði Sævar Marinó fund-
inn sekur um þjófnað á póstpoka á
árinu 1974 og þau ákærða Erla bæði
um hagnýtingu þýfisins. Ennfremur
voru þau bæði sakfelld fyrir að hafa
falsað nokkra tékka á eyðublöð, er þau
komust yfir. Voru þessi brot talin varða
við 244 gr.. 254 gr og 155. gr
hegningarlaga.
Þá var ákærði Sævar Marinó fund-
inn sekur um brot á lögum um fíkniefni
og reglugerð um sölu og meðferð
slíkra efna vegna kaupa í Rotterdam og
innflutnings ásamt öðrum manni á 2.5
kg af hassi í nóvember 1975. Ákærði
Guðjón var og sakfelldur fyrir að hafa
átt þátt í innflutningi á fyrrnefndu
hassi.
Ákærði Albert Klahn var sakfelldur
fyrir brot á lögum um ávana- og fíkni-
efni fyrir móttöku, neyslu og sölu slíkra
efna.
Auk þessa voru ákærðu Kristján Við-
ar, Sævar Marfnó. Tryggvi Rúnar og
Albert Klahn fundnir sekir um nokkur
auðgunarbrot.
Ákvörðun refsinga
Um ákvörðun á refsingum ákærðu
segir svo i dóminum:
Ákærðu Kristján Viðar og Sævar
Marinó eru eins og áður er rakið taldir
sannir að sök um að hafa svipt tvo
menn lifi í bæði skiptin með þriðja
manni og borið rangar sakir á fjóra
menn. sem voru til þess fallnar að hafa
velferðarmissi í för með sér og leiddu
til þess að mönnum þessum var haldið
í gæsluvarðhaldi svo mánuðum skipti.
Auk þess hafa þeir verið fundnir sekir
um nokkur auðgunarbrot og ákærði
Sævar Marinó um skjalafals og smygl
á fikniefnum
Ákærði Kristján Viðar. hefur hlotið
dóma fyrir auðgunarbrot og likams-
árás, svo sem áður er rakið, og ákærði
Sævar Marinó hefur hlotið skilorðs-
bundinn dóm fyrir þjófnað.
Við ákvörðun refsingar er höfð hlið-
sjón af þessu svo og framferði ákærðu
eftir að þeir frömdu brotin sem og
þeirri staðreynd, að likin hafa ekki
fundist og fengið greftrun lögum sam-
kvæmt.
Þykir því ekki með vísan til 70. og
7 7. gr almennra hegningarlaga verða
hjá þvi komist að dæma. ákærðu i
ævilangt fangelsi
Ákærði Sævar Marínó hefur setið i
gæsluvarðhaldi frá 12. desember
1975 vegna máls þessa og ákærði
Kristján Viðar frá 23. desember sama
ár.
Ákærði Tryggvi Rúnar er sakfelldur
fyrir að hafa ásamt meðákærðu
Kristjáni Viðari og Sævari Marínó svipt
einn mann lífi, fyrir nauðgun, brennu,
sem hafði í för með sér almannahættu
og nokkra þjófnaði Hann hefur áður
nokkrum sinnum hlotið refisdóma fyrir
auðungarbrot, likamsárásir o.fl
Samkvæmt þvi þykir refsing ákærða
hæfilega ákveðin með hliðsjón af 70.,
77 og 78 gr. almennra hegningar-
laga fangelsi i 16 ár. Ákærði hefur
setið í gæsluvarðhaldi frá 23. desem-
ber 1975 og þykir rétt, að gæsluvarð-
haldsvist hans komi til frádráttar
refsingunni með fullri dagtölu skv. 76.
gr almennra hegningarlaga.
Ákærði Guðjón er sakfelldur fyrir að
hafa orðið manni að bana ásamt með-
ákærðu Kristjáni Viðari og Sævari
Marínó og fyrir smygl á fíkniefnum
hingað til lands. Ákærði hefur aldrei
gerst sekur áður um refisverða hátt-
semi. Með þetta í huga svo og það,
sem fram hefur komið um þátt ákærða
í máli þessu. þykir refsing hans með
hliðsjón af 70. og 77. gr. almennra
hegningarlaga hæfilega ákveðin 12
ára fangesli. Ákærði hefur setið i
gæsluvarðhaldi frá 12. til 18 desem-
ber 1975 og síðan frá 13 nóvember
1976. Þykir rétt, að gæsluvarðhald
hans skuli koma til frádráttar refsing-
unni með fullri dagatölu skv. 76. gr.
almennra hegningarlga.
Ákærði Albert Klahn er sakfelldur
Bókin um hana, sem eld-
inn fól að kveldi og blés
í glæðurnar að morgni,
hana, sem breytti ull í
fat og mjólk í mat, sem
einatt var fræðandi og
uppalandi, þerraði tárin
og bar smyrsi á sárin,
hana, sem allan vanda
levsti og til allra góðra
verka átti ávallt stund í
önn og erli dagsins.
Þetta er bók sem nautn
er að lesa og mannbætandi að kynnast, bók, sem hrærir
strengi hjartans, því hver þáttur þessarar bókar er tær
og fagur óður um móðurást. — Móðir mín — Húsfreyjan
er óskabók unnustunnar, eiginkonunnar, móðurinnar,
hún er óskabók ailra kvenna.
f minningii hennar, aern eldinn lól aó kveldi og b!6s i
gtæóumar að mnrgnl. honnar. som breytti ult i lat og
mfólk i rrial. sem ematt var UæóanOi og uppalandi
og allan vandn leysti I önn og arh dag$inr,.-Hvor þðttur
þessnrar bókat er tær og lagur óöur um móöurást.
SftUfiQSJA-
fyrir að tálma rannsókn á þvi. er
ákærðu sviptu Guðmund Einarsson lifi
og fyrir sölu. neyslu og dreifingu á
fikniefnum. Ákærði hefur aldrei sætt
kæru eða refsingu Refsing hans þykir
hæfilega ákveðin með hliðsjón af 70.
og 77. gr. almennra hegningarlaga 15
mánaða fangelsi Ákærði sat í gæslu-
varðhaldi frá 23. desember 1975 til
1 9. mars 1976 og þykir rétt að sá timi
komi til frádráttar refsingu hans með
fullri dagatölu.
Ákærða Erla er fundin sek um rangar
sakargiftir, sem voru til þess fallnar að
valda velferðarmissi fjögurra manna.
Þá er hún sakfelld fyrir að tálma rann-
sókn á broti meðákærðu Kristjáns
Viðars. Sævars Marinós og Guðjóns
og fyrir skjalafals og auðgunarbrot.
Ákærða hefur hvorki sætt Ijæru né
refsingu áður Þykir refsing hennar
hæfilega ákveðin eftir atvikum og með
hliðsjón af 70. og 77 gr. almennra
hegningarlaga 3. ára fangelsi. Ákærða
sat í gæsluvarðhaldi frá 13. til 20
desember 1975 og aftur frá 4. mai til
22. desember 1976. Þykir rétt skv.
76. gr almennra hegningarlaga að
gæsluvarðhald ákærða komi til frá-
dráttar refsingunni með fullri dagatölu.
Ákærðu, Kristján Viðar, Sævar
Marinó, Tryggva Rúnar, Guðjón, Al-
bert Klahn og Erlu ber að dæma til að
greiða i saksóknarlaun til ríkissjóðs kr.
1 000.000 óskipt Þá greiði ákærðu
skipuðum verjendum sínum réttar-
gæslu- og málsvarnarlaun, sem hér
segir:
Ákærði Kristján Viðar, Páli A Páls-
syni hdl., kr. 9 000.000, ákærði
Sævar Marinó. Jóni Oddssyni hrl., kr
900.000, ákærði Tryggvi Rúnar,
Hilmari Ingimundarsyni, hrl.,
700.000, ákærði Guðjón, Benedikt
Blöndal. hrl.. kr. 700.000, ákærði
Albert Klahn, Erni Clausen, hrl., kr.
650.000 og ákærða Erla, Guðmundi
Ingva Sigurðssyni. hrl . kr 700 000,
en annan sakarkostnað ber að dæma
ákærðu til að greiða óskipt.
Skaðabætur og upptaka
Þá voru ákærðu Sævar Marinó, Erla
og Tryggvi Rúnar dæmd til að greiða
nokkrum aðilum skaðabætur. Að lok-
um var fyrrgreint hassefni gert upp-
tækt til rikissjóðs
Dómsorð
Sakadómsmálið: Ákæruvaldið gegn
Kristjáni Viðari Viðarssyni o.fl.
Dómsorð: (útdráttur)
Ákærði, Kristján Viðar Viðarsson,
sæti fangelsi ævilangt.
Ákærði, Sævar Marinó Ciesielski,
sæti fangelsi ævilangt.
Ákærði, Tryggvi Rúnar Leifsson sæti
fangelsi » 1 6 ár.
Til frádráttar refsingunni komi
gæsluvarðhald hans frá 23. desember
1975
Ákærði, Guðjón Skarphéðinsson.
sæti fangelsi i 12 ár. Til frádráttar
refsingunni komi gæsluvarðhald hans
frá 12 til 18. desember 1975 og frá
13. nóvember 1976
Ákærði, Albert Klahn Skaftason,
sæti fangelsi i 1 5 mánuði. Til frádrátt-
ar refsingunni komi gæsluvarðhalds-
vist hans frá 23. desember 1975 til
1 9. mars 1 976.
Ákærða, Erla Bolladóttir, sæti
fangelsi i 3 ár. Til frádráttar refsing-
unni komi gæsluvarðhald hennar frá
13. til 20. desember 1975 og frá 4
maí til 22. desember 1976.
Ákærðu Kristján Viðar. Sævar
Marinó, Tryggvi Rúnar, Guðjón, Albert
Klahn og Erla greiði saksóknarlaun til
rikissjóðs kr 1.000.000 óskipt
Ákærðu greiði skipuðum verjendum
sínum réttargæslu- og málsvarnarlaun
sem hér segir:
Ákærði Kristján Viðar, Páli A. Páls-
syni hrl.. kr. 900.000, ákærði Sævar
Marinó, Jóni Oddssyni hrl.. kr.
900.000. ákærði Tryggvi Rúnar,
Hilmari Ingimundarsyni hrl., kr.
700 000, ákærði Guðjón, Benedikt
Blöndal, hrl.. kr. 700.000, ákærði
Albert Klahn, Erni Clausen, hrl., kr.
650.000, og ákærða Erla, Guðmundi
Ingva Sigurðssyni, hrl , kr 700.000,
en annan sakarkostnað greiði ákærðu
óskipt.
Dóminum ber að fullnægja með að-
för að lögum.
Gunnlaugur Briem.
Ármann Kristinsson,
H raldur Henrysson.
Loksins starfhæf
stjórn í Hollandi
Haa(!. 19. des. AP.
FORMAÐUR Kristilega
demókrataflokksins, And-
reas van Agt, sór í dag em-
bættiseið sinn sem forsæt-
isráðherra Hollands í við-
urvist Júlíönu Hollands-
drottningar. Forsætisráð-
herrann og 16 ráðherrar
hans í samsteypustjórn
demókrata og frjálslyndra
unnu eiðinn í Soestdijkhöll
og lauk þar með lengsta
þrátafl, sem verið hefur í
stjórnmálasögu landsins.
Tók það leiðtoga stærstu
þingflokkanna nærfellt sjö
mánuði að koma nýrri
ríkisstjórn á laggirnar.
Samsteypustjórn flokkanna
tveggja var mynduð eftir að for-
ingi sósiálista, Joop den Uyl, mis-
tókst tilraun til stjórnarmyndun-
ar, en flokkur hans kom sterkast-
ur úr þingkosningunum í maí sl.
með 53 þingsæti. Hafa samtök
frjálslyndra og demókrata aðeins
77 sæti af 150 og er því meirihluti
þeirra naumur. Var Agt, sem er
46 ára gamall og fer með embætti
forsætisráðherra í fyrsta skipti,
hefur þó ságzt vera bjartsýnn um
að stjórn hans sitji út fjögurra ára
kjörtímabil.
„Við þurfum að taka til hend-
inni ef við ætium að standa á
eigin fótu.m,“ sagði van Agt við
blaðamenn eftir fyrsta stjórnar-
fund sinn á laugardag, sem að
sögn hans fjallaði mest um efna-
hags- og fjármálavandamál þjóð-
arinnar. Helztu vandamál hinnar
nýju stjórnar munu vera atvinnu-
leysi sem nú er um 5 af hundraði
vinnufærra manna, lítil fjárfest-
ing í iðnaði og samdráttur í út-
flutniitgi vegna hins háa kostnað-
ar vinnuafls og styrkleika gyllin-
isins sem gerir það að verkum að
hollenzkar vörur eru dýrar á
heimsmarkaði.
Carter myndi
enn sigra Ford
New Y«rk lí». desember Keuter.
BANDARlSKIR kjósendur verða
æ óánægðari með Jimmy Carter,
forseta sinn, en þó myndi hann
enn sigra Gerald Ford ef kosning-
ar færu fram nú. Vikuritið Time
birti niðurstöður skoðanakönnun-
ar þar sem sú var helzt, að aðeins
43% spurðra töldu að forsetinn
hefði staðið sig nægilega vel í
atvinnumálum.
Þegar slík spurning var fram 1
horin í marz á sl. ári svöruðu 60%
því að forsetinn stæði sig ágæta I
vel í þessu. Þá hafði og aukizt 1
óánægja manna með forsetann í
sambandi við verðbólgu og verð-
lagsmál.
Aftur á móti kom í ljós, að færu
forsetakosningar fram nú þar
sem þeir Ford og Carter berðust,
myndi Carter þó sigra -Ford, að
vísu með meiri naumindum en
fyrri skoðanakannanir hafa sýnt.
Carter myndi fá 44% en Ford
41%.
Þakkarorð frá
kvenfélaginu
Gefn í Garði
ÖLLUM, sem sýndu félaginu vin-
semd og hlýhug á 60 ára afmæl-
inu 9. des. s.l. með gjöfum,
heillaóskum, skeytum og kveðj-
um, þökkum við hjartanlega.
Heil og hamingja fylgi ykkur um
aila framtið.
Gleðileg jól.
Stjórnin.