Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 19
19 MoRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 Af bátabylgiunni GHÉTAR H. KRISTJÓNSSON Grétar Kristjónsson: VONARBL0M. 94 bls. Rifi. 1977. Þetta er kvæðabók. Um höfund- inn er sagt aftan á kápu: »Lengst af hefur hann stundað sjó- mennsku. Snemma byrjaði hann að yrkja og hefur sagt frá því að ljóðin verði til löngu áður en hin eiginlega yrking fer fram. Ljóð hans bera sterkan keim af því umhverfi, sem hann hefur alist upp í.« Þessi auglýsing er að mínu viti sönn. Við lestur ljóðanna sannfærist maður um að sá, sem orti, er handgenginn kveóskap. Þetta eru ljóð sprottin upp úr heitu tilfinningalifi en slík verk eru oft lengi að brjótast um í huga skálds áður en þau leita útrásar. Sjómennskan leynir sér ekki heldur; tilbreytingaríkt, en að sumu leyti stefnulaust líf sjó- mannsins er Grétari ofarlega í huga. »Særokið fýkur um sollinn mar/ sést ekki himinninn,« segir t.d. í kvæðinu Sjófíflasögur. BóKmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Já, himinninn eftir á að hyggja — hann er líka með í kvæðum Grétars, bæði í náttúrl/gum og trúarlegum skilningi. Heit trúar- tilfinning kemur fram í mörgum kvæðunum og sum eru beinlfnis trúarlegs eðlis, t.d. Bæn, Sálmur og Jólanótt. Það er geðríki í þess- um ljóðum; Grétar trúir á skapar- ann og treystir handleiðslu hans en getur þó, eins og Bólu- Hjálmari forðum, orðið svo heitt í hamsi að hann ögri honum. Þetta er mestallt hefðbundinn skáldskapur, Grétar má háfa lært Líf í heitu landi Tansanfa Höfundur: Kristín H. Tryggva- dóttir Prentun: Litbrá-offset Band: Bókfell hf (Jtgáfa: Rfkisútgáfa námsbóka Höfundur vann þetta verk í samráði við starfshóp um samfé- lagsfræði á vegum menntamála- ráðuneytisins, skólarannsókna- deildar. Það læðist að mér sá grunur, að hefði ég fengið slika bók í hendur, þegar ég var strák- ur, þá hefði áhugi minn á landa- fræði vaknað. Ég var alltaf að glíma við ársprænur og landa- mærij landamæri sem breyttust hraðar en ég gat numið. Landa- fræði var því ekki fyrir mig, hún svaraði fáum spurnum er mér þóttu merkilegar. En sleppum því. Þökk mín fyrir ágætis bók er djúp. Vonandi verð- ur hér framhald á. af öllum gömlu meisturunum; engum tilteknum sérstaklega. Að visu bregður fyrir einu og einu ljóði sem sýnir að Grétar hefur líka haft veður af nútímaljóðlist, en það gamla situr fastar i hon- um. Grétar er eðlilega náttúrlega hagmælskur en vissulega óbeisl- aður. Einfaldar einkunnir eins og: vel ort eða illa ort — eiga því ekki við sem lýsingar á þessum Ijóðum. Þetta er kveðskapur fyrir bátabylgju fremur en handa hundrað prósent fagurkerum. Þá á ég við að Grétar talar hreint út en klæðir ekki mál sitt í neinn silfurpappír. Margt er þarna hnökrótt. Þar sem jól eru i nánd — og einnig til að sýna hvernig Grétar yrkir, tek ég hér upp fyrsta erindi af þrem í áðurnefndu kvæði hans, Jólanótt: He.vrlr þú hve allt er orOið undarlega hljótt. St jörnuhiminn strjálu tjósi stafar þessa nótt. Bárurnar við björR og hleina bylgjast þýtt o« rótt. Stundum viðhefur Grétar lík- ingar úr sjómannamáli eins og í tveggja vísna kvæði sem hann nefnir Lækning á alkohólisma. Fyrra erindið er svona: Vonarblóm Efert þú Iftill utanveltusnáði ok ert með sjálfan þi« f vandræðum og Bakkus kónt;ur hefur þ.« að háði, þá hef ét; hérna ráð að þenkjaum: »Þá biddu þann sem ræður Iök ok láði »K látt'ann takastjórn á dallinum.« Af ljóðum Grétars er saltur keimur. Tilburðir hans sem skálds eru stundum klaufalegir. En það er eitthvað ósvikið, ekta, í kveðskap hans, eitthvað sem talar beint, krókalaust, hreinskilnis- lega og tæpitungulaust til lesand- ans. Eitthvað sem reynir ekki að sýnast meira en það er. F.rlendur Jónsson Mótmæla úrskurði yfirnefndar FUNDUR var haldinn 11. desem- ber s.l. í Búnaðarféiagi Mýrar- hrepps, þar sem til umræðu voru þau vandamál sem nú eru uppi f landbúnaðinum og nýafstaðinn aukafundur Stéttasambands bænda. Á fundinum voru nokkrar ályktanir gerðar og var m.a. mót- mælt úrskurði yfirnefndar á verð- lagsgrundvelli landbúnaðarurða, sem er ákvarðaður mun lægri en sá er stéttarsambandið taldi lág- marks grundvöll þurfa að vera til, að bændur næðu tekjum eins og þeim er miðað er við svonefndu viðmiðunarstéttir. Sérstaklega kom fram mikil óánægja með fjármagnslið- og vaxtakostnað grundvallarins. Þá vakti fundur- inn athygli á því er þeir telja lögbrot þegar laun bændakvenna eru ákveðin mun lægri en kaup bænda. Þl Al'GLYSIR LM ALLT t.AXD ÞEGAR ÞL ALGLÝSIR I MORGLNBLAÐINL Geróu kröfur og pú velur Philishave Bókmenntlr eftir SIGÚRÐ HAUK GUÐJÓNSSON Þessi bók er listavel gerð, og höfundi og liði hans hefir tekizt að gera efnið forvitnilegt. Þú kynnist landi, dýrum og þjóð, lær- ir um störf og leiki, og þér er boðið inn í heim þjóðsagna. Allt er þetta tengt i eina heild, og borið saman við þann heim er við þekkjum. Sumum köflum bókar- innar er ætlað að verða til með aðstoð lesandans, honum eru sýndar myndir, og síðan á hann að draga ályktanir af þeim. Og hér er ég kominn að þvi er mér finnst skorta. Ég hefði kosið að bókin væri gegnumslegin, auðar síður fyrir svör lesandans. Ég hefði líka kosið að sjá, í slíkri bók, eitthvað rætt um rót lista, menningar og athafnalífs, það er trú þjóðarinn- ar. Sú tíð er liðin, að nemendur verði blekktir til þeirrar trúar, að þetta séu gjafir einhverra stjórn- málagarpa, hagsmunahópa, þeir eru orðnir það þroskaðir að skilja að framtíð þjóða er í brjóstum þegnanna falin. Misskilji nú eng- inn, að bókin haldi slíkum firrum fram, en þögn hennar um þennan þátt gæti leitt starblind nátttröll, innan kennarastéttarinnar, til slíkra blekkinga. Hleösluvél með stillanlegri rakdýpt. Á einni hleðslu tryggir þessi Philishave 90- Super ,Þer Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga,fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa.sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinn níutíu raufar, sem grípa bæði löngogstutt h í sömu stroku. Er ekkikominn tími til,aðþú tryggir þérsvo frábæra Philishave 90-Super 12,hetur stillanlega rakdýpt, sem hentar hverri skeggrót. Vegnahinna nýju 36 hnifa, rakar hún hraðar og þægi- legar. Níu dýptarstillingar auka enn á þægindin. Bartskerinn er til snyrtingar á skeggtoppum og börtum. Þægilegur rofi og auðvitað gormasnúra. Vönduð gjafaaskja (HP 1121). rakstur í tvær vikur. Níu dýptarstillingar og ein þeirra hentar þér örugglega.Teljari sýnir hve oft vélin hefur verið notuð frá síðustu hleðslu. Bart- skeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP 1308) Philishave 90-Superl2. Hraður og mjúkur rakstur, árangur 36 hnifa kerfisins. Rennileg vél sem fer vel í hendi. Bartskeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP1126). Rafhlöðuvél. Tilvalin í ferðalög, í bátinn, bílnum, og hjólhýsinu. Viðurkenndir rakstrareiginleikar. Fórar rafhlöður, tryggjafjölmarga hraða og þægilega rakstra. í þægilegri ferðaöskju (HP 1207 Philips kann tökin á tækninni. Nýja Philishave 90-Super 12 3x12 hnífa kerfið. PHILIPS FuIIkomin þjónusta tryggir yðar hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.