Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Brotamálmur
er fluttur að Ármúla 28, simi
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JHergunliIaÍiib
Arin og skraut-
steinahleðslur
einnig flisalagnir. Uppl. i s.
84736.
Svalheimamenn
eftir séra Jón Thorarensen er
mikil sölubók. þjóðleg.
fræðandi og skemmlileg.
19 ára piltur
óskar eftir að komast að sem
lærlincjur hjá matsvein, helst
á hóteli.
Tilboð sendist Mbl. sem fyrst
merkt: ..Lærlingur — 4 1 66."
Barngóð kona óskast
til að gæta 7 ára telpu fyrri
hluta dags. Uppl. i sima
36012 millikl. 16.15 — 19
annars í sima 41247.
Kona óskast
eftir áramól til að gæta barns
f.h. á heimili i Hliðunum.
Upplýsingar i S-1 4807.
Nýjar ryjamottur
Teppasalan Hverfisgötu 49.
simi 19692.
Munið sérverzlunina
með ódýran fatnað.
Verðlistinn Laugarpesvegi
82. S. 31330.
IOOF = Ob 1P =
15912208 V2 — ET IÍ-EK
Jólav.
□ HAMAR 597712208 —
1 Jólaf.
□ EDDA 597712207 —
Jólaf.
Fíladelfia
Almennur bibliulestur i kvöld
kl. 20.30. Ræðumaður Einar
J. Gislason.
Áramótaferð í Þórs-
mörk, 31. des. — 1.
jan.
Lagt af stað kl. 07 á Gamlárs-
dagsmorgun og komið til
baka að kvöldi 1 . janúar.
Kvöldvaka og áramótabrenna
i Mörkinm Fararstjórar:
Ágúst Björnsson og Þor-
steinn Bjarnar. Farmiðasala
og upplýsingar á skrifstof-
unni.
Ferðafélag Islands.
Jón Benediktsson
Húnsstöðum - Minning
Laugardaginn 17. þ.m. var til
moldar borinn frá Blönduós-
kirkju Jón Benediktsson á Húns-
stöðum, en hann lézt i Héraðshæl-
inu á Blönduósi aðfaranótt 14
þ.m., 96 ára að aldri. Atvik hög-
uðu þvi svo, að ég gat ekki starfa
minna vegna fylgt þessum aldna
heiðursmanni og nágranna min-
um siðasta spölinn. Ég sendi því
fátækleg kveðjuorð.
Svipmyndir af Jóni á Húnsstöð-
um koma fram í hugann. Hann er
mér í barnsminni á heimili for-
eldra minna. Yfirbragðsmikill og
góðlátlegur, glaðbeittur og vak-
andi af áhuga í samræðum eða við
spilaborð. Ég sé hann á unglings-
árum mínum í smalamennskum
eða réttaragi. Þá fylgdi honum
gustur atorku- og ákafamannsins.
Sá gustur var aldrei kaldur, oftast
hlýr, en þó umfram allt hressandi
og hafði þá eiginleika að hrífa
aðra með sér til starfsi Ég sé hann
á björtum vormorgni kominn ríð-
andi fram að Akri kl. að ganga 5
til þess að huga að skepnum, sem
hann hafði eigi fundið daginn áð-
ur. Ég sé aldraða bóndann, sém
var að ljúka miklu dagsverki, er
unnið var í samræmi við heil-
steypta lífsskoðun. Og ég sé öld-
unginn, sem hélt reisn sinni til
loka. Hógværan, hlýjan, en fúsan
til viðræðna um hugðarefni, sem
voru mörg. Kom þá glöggt fram,
hve fljótlegt var að lífga glóðina
frá eldmóðnum sem áður brann,
meðan starfsorkan var næg.
Jón á Húnsstöðum var fæddur á
Skinnastöðum í Torfalækjar-
hreppi 21. mai 1881, sonur hjón-
anna Maríu Pálmadóttur og Bene-
dikts Jónssonar bónda þar Jóns-
sonar frá Stóru-Giljá. Hann ólst
upp með foreldrum sínum og hóf
ungur búskap í sambýli við föður
sinn á Skinnastöðum.
Árið 1913 kvæntist hann Sigur-
björgu Gísladóttur á Húnsstöðum
en þangað hafði hann flutt sig
vorið áður. Þau eignuðust tvö
börn, Einar sem dó á barnsaldri
og Maríu, sem gift er Birni
Kristjánssyni kennara á Blöndu-
ósi.
Ég man ógreinilega eftir Sigur-
björgu á Húnsstöðum, en hún lézt
22. júní 1940. Hún var ekkja er
hún giftist Jóni og átti tvö börn
frá fyrra hjónabandi, Sigurð Sig-
urðsson, fyrrv. Iandlækni og Þur-
íði Sæmundsen á Blönduósi, sem
látin er fyrir allmörgum árum.
Allt sem ég hef um Sigurbjörgu
heyrt ber þvi vitni, að hún hafi
verið fyrirmyndarhúsfreyja og
mikil mannkostamanneskja. Börn
hennar hafa einnig reynst mikið
sæmdarfólk og átt óskoraða virð-
ingu og vinsældir samferðamanna
sinna. Jón hélt nánum tengslum
við stjúpbörn sin í gegnum árin
eftir þvi sem aðstæður leyfðu og
má segja að alla tið hafi rikt mik-
ill hlýhugur og samhygð á milli
hans og þeirra skylduliðs.
Jón var bóndi á Húnsstöóum i
hálfa öld. Hann hófst þegar handa
á sinum fyrstu búskaparárum um
miklar framkvæmdir á jörð sinni.
Hann var ákafamaður til verka og
varð frábær afkastamaður í jarð-
rækt, auk annarra umbóta. Hann
var á undan flestum sínum sam-
tiðarmönnum að skynja það, aó
túnræktin leggur grundvöil að
öðrum framförum í búskapnum.
Þetta lét hann oft í Ijós, ekki sízt
þegar hann beindi hvatningarorð-
um sínum að ungum bændum.
Verkin — túnbreiðurnar — tala
heima á Húnsstöðum. Þau eru
mikil og vel gerð. Hann var jafn-
an gróinn í heyjum og hélt bú-
skap sínum í traustum farvegi.
Ilann var einnig traustur i við-
skiptum og vann sin þrekvirki í
framkvæmdum án þess að binda
sér skuldabagga. Jón lét sér annt
um skepnur sinar. Hann átti
lengst af allmargt af hrossum og
leit eftir þeim og fé sínu í hagan-
um af óvenjulegri natni. 1 þeim
erindagjörðum sást hann oftar á
ferð en flestir bændur aðrir. Árið
1970 sýndi Búnaðarfélag Torfa-
lækjarhreps Jóni þá virðingu að
gera hann að heiðursfélaga og
færði honum áritað skjal sem
viðurkenningu fyrir farsæld í bú-
skap og framkvæmdir á jörð
sinni.
Jón valdist til ýmissa trúnaðar-
starfa fyrir sveit sína og var þö
fjarri honum að sækjast eftir slík-
um hlutum. Þvert á móti losaði
hann sig við þau störf eftir þvi
sem færi gáfust, svo hann gæti
óskiptur einbeitt sér að starfinu
heima. Þar var hans köllun.
Jón var höfðingi heim að sækja,
ræðinn, hófsamur en skemmtinn í
vinahópi. Gilti það einu, hvort
hann var heima á Húnsstöðum
eða hjá vinutn sínum annars stað-
ar. Að öðru leyti sótti hann ekki
gleðina um langan veg. Hún
spratt fram með honum sjálfum
við að bæta jörð sína, búa í haginn
fyrir framtiðina, gæta búsmalans
og við forsjá heimilisins.
Árin 1941—’63 bjuggu á Húns-
stöðum ásamt Jóni, Maria dóttir
hans og Björn maður hennar. Var
það mikil gæfa fyrir Jón og raun-
ar sveitina i heild að svo skyldi til
takast eftir fráfall Sigurbjargar.
Að sjálfsögðu áttu þessi ágætis-
hjón sinn mikla þátt i að móta
svip heimilisins, sem alla tið
hefur verið myndar- og rausnar-
heimili, sem gott hefur verið að
heimsækja eða leita til. Jón hætti
búskap 1963 og tóku þá við jörð-
inni allri Gréta Björnsdóttir dótt-
urdóttir hans og maður hennar
Kristján Sigfússon. Hjá þeim
hjónum átti Jón skjól siðustu árin
og var þann veg að honum búið,
að sómi var að.
Að lokum þakka ég Jóni lang-
varandi kynni, ég þakka vináttu
hans og bið honum blessunar á
landi lifenda.
Pálmi Jónsson.
\0OLFer 370 I farangursrými,
sem hægt er að þrefalda, ef á
þarf að halda með því að leggja
aftursætið saman og velta þvi
fram.
hann /eynir á ser
VESTU
R
ÞYZK
GÆÐAFRAMLEIÐSLA
Á OOLJF
er stór lyftihurð að aftan.
OOLFer sérlega lipur í allri
borgarumferð en er þó búinn
öllum þetm þægindum og kost-
um sem þú æskir til ferðalaga.
Það er nægilegt rými fyrir
fimm manns '\OOLFog vegna
þess að vélm liggur þversum
framí þá nýtist innra rými bí
ins til fullnustu
OOLF - va ra h I u ta
og viðgerðarþjónusta
OOLFer rúmgóður
fallegur, öruggur
og hagkvæmur í
rekstri eins og þér
getið ætlast til af
Wolkswagen-bíl,
enda mest seldi
bíllinn í Evrópu í
HEKLA
H
Laugavegi 170—172 — Sími 21240