Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 44
 ÚTVEGSSPILIÐ sÖlusími 53737 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 Dómur kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum: Tveir i fangelsi til æviloka — hin hlutu 16, 12 og 3 ár Sjá forsendur og dómsniðurstödu á bls. 22, 27, 32, 37 og 46 --------------□ DÖIVIUR var í gær kveóinn upp í sakadómi Reykjavíkur í umfangs- mestu sakamálum seinni ára á Islandi, Guómundar- og Geirfinnsmál- um. Tveir hinna ákæróu, Kristján Viðar Vióarsson og Sævar IVIarinó Ciesielski. sem báðir eru 22 ára gamlir, voru taldir sannir aó sök um aó hafa svipt þá Guómund Einarsson og Geirfinn Einarsson lífi auk fl« ri alvarlegra brota og voru þeir dæmdir í ævilangt langelsi. íVleö oróaiaginu ævilangt fangelsi er átt vió fangelsisvist þar til ævi viðkomandi lýkur, eins og felst í oróunum, nema dömsmálaráðherra Iáti fangann lausan til re.vnslu á refsitímanum eins og honurn er heimilt Iögum samkvæmt. Þaó hefur ekki gerst áöur á þessari öld a.m.k. aö maóur hafi veriö dæmdur til lengri fangelsisvistar en 16 ár. endalaun og er þar um háar upp- hæöir aö ræða. Þá voru Sævar Marínó, Erla og Tryggvi Rúnar dæmd til þess aö greiða nokkrum aðilum skaðabætur. Dóminn kváðu upp sakadómar- arnir Gunnlaugur Briem, Ár- mann Kristinsson og Haraldur Henrysson og var niðurstaða dómsins samhljóða. Akærði Tryggvi Rúnar Leifsson »"ar dæmdur i 16 ára fangelsi en til frádráttar kemur gæzluvarð- hald hans frá 23. desember 1975. Ákærði Guðjón Skarphéðinsson var dæmdur í 12 ára fangelsi en til frádráttar kemur gæzluvarð- hald hans 12.—18. desember 1975 og frá 13. nóvember 1976. Ákærða Erla Bolladóttir var dæmd í 3 ára fangelsi en til frádráttar kemur gæzluvarðhald hennar 13.—20. desember 1975 og frá 4. maí — 22. desember 1976. Ákærði Albert Klahn Skaftason var dæmdur í ^5 mánaða fangelsi en til frádráttar kemur gæzluvarðhaldsvist hans frá 23. desember 1975 til 19. marz 1976. Auk þess voru ákærðu dæmd til að greiða saksóknarlaun og verj- Spassky vann 11. skákina Sjá skákina á bls. 20. BORIS Spassky, fyrrum lieimsmeistari í skák vann elleftu einvígisskákina í ein- vígi sínu við Viktor Korchnoi í Belgrad í gær. Þetta er fyrsta sigurskák Spasskys í einvíg- inu, en Korchnoi hefur unnið fjórar. Staðan f einvíginu er nú sú að Korchnoi hcfur hlotið 6‘A vinning, en Spassky 354, auk þess sem biðskákinni úr tíundu umferð einvígisins er enn ólokið, en staðan í henni er mjög flókin og tvísýn, þrátt fyrir að Korchnoi hafi peði Lögreglumenn voru til taks Dómsuppkvaðningin fór fram í dómssal sakadóms Reykjavíkur ktukkan 14 í gær. Töluverður við- búnaður var vegna dómsupp- kvaðningarinnar. Einkennis- klæddir lögreglumenn voru til taks og þeir þrír sakborningar, sem viðstaddir voru, Kristján Við- ar, Sævar og Tryggvi Rúnar voru færðir í húsakynni sakadóms í handjárnum. Gunnlaugur Briem dómsformaður Ias dómsniðurstöð- una í heyranda hljóði og var eng- Framhald á hls. 28. Sævar Marínó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson koma út úr húsakynnum sakadóms Reykjavíkur eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þeir voru í fylgd tveggja lögreglumanna og handjárnaðir. Sævar og Kristján hlutu báðir ævilangt fangelsi og eru þeir fyrstu mennirnir, sem hljóta svo þungan dóm á Ísl&ndi á þessarri öld a.m.k. Ljósm. Mbl. RAX. Þúsundir tonna af grjóti hrundu úr Heimakletti Sjór steig í 70 metra hæð og flóðbylgja skall á hafnargörðunum Tíu til fimmtán þúsund tonn af móbergi hrundu úr Heimakletti i gærmorgun úr tæplega 100 metra hæð og í sjó niður við innsigling- una i Vestmannaeyjahöfn. Mikil flóðbylgja myndaðist og ruddist hún yfir hafnargarðana og inn höfnina. Hafnargarðarnir drógu mikið úr flóðbylgjunni og þegar bylgjan kom innst í höfnina var hún um metri á hæð. Miklir skruðningar fylgdu hruninu og þegar bjargstykkin skullu i sjóinn stigu sjógusur í allt að 70 metra hæð, eða nærri því upp í Klettinn þar sem hrunið varð. Hrunið varð austan við Dönskutó á svæöi sem er nærri hundrað metra breitt og tugir metra á lengd upp i gróður- inn í Klettinum. Mikill loftþrýs- ingur skall á bænum við hrunið Formaður Stéttarsambands bænda: Niðurfelling söluskatts af kjöti fær tregar undirtektir „TÖNNINN í þeim viðræðum, sem við höfum átt við fulltrúa ríkisstjórnarinnar sfðustu daga, hefur ekki verið jákvæður í garð þeirrar óskar okkar að söluskatt- ur verði felldur niður af kjöti og I.jötvörum, og undirtektir hafa því verið tregar", sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda í viðtali við Mhl. í gær. Sagði Gunnar að Stéttar- sambandið hefði ekki fengið nein endanleg svör við þeim skilyrð- um, sem aukaaðalfundur þess setti fram vegna aðgerða í fram- Ieiðslu- og sölumálum landhúnað- arins en undirtektir hefðu þó ver- ið heldur jákvæðari varöandi breytingu á útreikningi út- flutningsbóta og aðstoð ríkissjóðs við sölu smjörs á niöursettu verði. Ljóst væri þó að ef til smjörút- sölu kæmi yrði það ekki fyrir áramót. „En við teljum það ekki nóg að rfkisvaldið fallist á þessi tvö síðastnefndu skilyrði og ef söluskatturinn verður ekki felld- ur niður af kjötinu, teljum við útilokað að stvðja samþykkt fódurbætisskatts á hændur,“ sagði Gunnar. Landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, sagði í gær að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að fjalla um atvinnumálin í heild sinni í þinghléinu um jölin og þar á með- al yrði fjallað um vandamál land- búnaðarins. Halldór vildi ekki tjá sig um einstök skilyrði Stéttar- sambandsfundarins en varðandi frumvarp til breytinga á lögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins þess efnis að heimila álagningu fóðurbætisskatts og beitingu kvótakerfis, sagðist Halldór hafa kynnt þingmönnum stjórnar- flokkanna efni þeirra en liann væri ekki tilhúinn til að standa að flutningi þeirra nema um þau Framhald á bls. 29 Fjórir menn létust af slysförum um helgina (Sjá fréttir bls. 2) FJÖRIR menn létust af slys- förum í kringum helgina. Tveir mannanna drukknuðu þegar hátur þeirra fórst í mynni Steingrímsfjarðar á laugardagskvöld; sama kvöld kafnaði maður í reyk þegar cldur kom upp í húsinu nr. 27 við Þingholtsstræti í Reykja- vík, og í gærmorgun beið svo verkamaður bana þar sem hann var við vinnu sína um borð í skipi í Sundahöfn í Reykjavík. Mennirnir tveir sem fórust í Steingrímsfirði, hétu Jóhann Snæfeld Pálsson, 58 ára, Ilam- Framhald á bls. 30. og titruðu rúður víða í húsum í bænum, en flestir bæjarbúar urðu varir við dynkinn sem heyrðist er hrunið átti sér stað. Enginn bálur var á Víkinni eða i innsiglingunni þegar hrunið átti sér stað, en skömmu áður hafði Lóðsinn í Eyjum siglt þar inn. Hefði getað farið illa ef bátar hefðu verið á leiðinni inn undan Heimakletti. Astæðan fyrir hruninu er talin vera sú að undanfarna daga hafa verið til skiptis í Eyjum mikil frost og úrhelli. dagar til Jjóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.