Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 20. DESEMBER 1977 — Tveir í f angelsi ævilangt Framhald af bls. 48 in svipbrigði að sjá á sakborning- unum þegar Gunnlaugur las dómsorðin. Samkvæmt lögum skal dómun- um yfir Kristjáni Viðari, Sævari, Tryggva Rúnari og Guðjóni áfrýj- að til Hæstaréttar, þar sem um manndráp er að ræða en verjend- ur Erlu Bolladóttur og Alberts Klahn Skaftasonar tóku sér frest til þess að ákveða hvort þeir áfrýja eða ekki. Saksóknari hefur einnig áfryðjunarrétt hvað varðar mál Erlu og Alberts. Gæzluvarðhald framlengt um eitt ár Bragi Steinarsson vararíkisrak- sóknari gerði þvínæst kröfu um framlengingu gæzluvarðhalds yf- ir þeim fjórum mönnum, sem set- ið hafa í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar þessara mála, þeim Kristjáni Viðari, Sævari, Tryggva Rúnari og Guðjóni. Var gert ör- stutt réttarhlé en síðan tilkynnti Gunnlaugur Briem þá ákvörðun dómsins að framlengja gæzlu- varðhald þessara fjögurra manna þar til dómur hefði fallið í Hæsta- rétti í málunum ella gilti gæzlu- varðhaldið lengst í eitt ár eða til 19. desember 1978. Akærðu hafa rétt til þess að kæra úrskurð þennan til hæstaréttar en verj- endur tóku sér frest til þess að íhuga hvort úrskurðurinn verður kærður eða ekki. Einangrun aflétt Ákærðu Kristján Viðar, Sævar, Guðjón og Tryggvi Rúnar hafa að mestu verið í einangrun frá því að þeir voru hnepptir í gæzluvarð- hald vegna rannsóknar þessara mála og hafa þrír þeir fyrst- nefndu verið í einangrun um tveggja ára skeið. Verður nú breyting á þegar dómur er fallinn í málinu og verður einangrun af- létt. Það kemur fram í dómi saka- dóms að hinn breytti framburður þeirra Tryggva Rúnars, Sævars og Kristjáns Viðars í Guðmundar- málinu og breyttur framburður Kristjáns Viðars og Sævars i seinna málinu er ekki tekinn til greina og þeir eru dæmdir sam- kvæmt þeirra fyrri framburði, þar sem þeir játuðu þau brot, ífem á þá voru borin. Um Kristján Viðar og Sævar, sem hlutu langþyngsta dóminn, segir svo orðrétt í dóminum: „Ákærðu Kristján Viðar og Sævar Marinó eru eins og áður er rakið taldir sannir að sök um að hafa svipt tvo menn lífi í bæði skiptin með þriðja manni og borið rangar sakir á fjóra menn, sem voru til þess fallnar að hafa vel- ferðarmissi i för með sér og leiddu til þess að mönnum þess- um var haldið í gæsluvarðhaldi svo mánuðum skipti. Auk þess hafa þeir verið fundnir sekir um nokkur auðgunarbrot og ákærði Sævar Marinó um skjalafals og smygl á fíkniefnum. Ákæröi Kristján Viðar, hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot og lfkamsárás, svo sem áður er rakið, og ákæröi Sævar Marinó hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað. Við ákvörðun refsingar er höfð hliðsjón af þessu svo og framferði ákærðu eftir að þeir frömdu brot- in sem og þeirri staðreynd, að líkin hafa ekki fundist og fengið greftrun lögum samkvæmt. Þykir því ekki með vísan til 70. og 77. gr. almennra hegningar- laga verða hjá því komist að dæma ákærðu í ævilangt fang- elsi." Loks er þess að geta, aö Asgeir Ebenezer Þórðarson var dæmdur í sambandi við þessi mál, en hann hafði átt hluta af 2'A kg af hassi ásamt Sævari, sem fundust i bíl Guðjóns Skarphéðinssonar við komu til Iandsins haustið 1975. Ásgeir hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Vedur tvísýn, færd ótrygg FROSTHARKA var viða um land í gær og sérstaklega vestan og suðvestanlands var skafrenning- ur, hvassviðri og bylkóf svo að umferð gekk víða stirðlega. Vest- anlands og sunnan allt að Mýrdalssandi var veður ótryggt og hætta talin á að færð gæti spillzt þegar minnst varði, en að öðru leyti var þokkalegt ástand á helztu þjóðvegum, t.d. um Norð- urland og austanlands einnig. Sakir veðurs varð að hætta við áætlunarflug til Þingeyrar, Isa- fjarðar og Patreksfjarðar í gær. Á nokkrum stöðum á Suður- landsundirlendi varð að aflýsa kennslu vegna veðurs. — Arabar neikvæðir Framhald af bls. 1 hann hefur verið á ferðalagi i smáríkj- um við Persaflóa til að vinna að stuðrv ingi við friðarhugmyndir Sadats forseta Egyptalands. Pólitiskar heimildir herma að konungurinn hafi vonast eftir umtalsverðum tilslökunum frá hendi ísraela Khalid konungur Saudi Arabiu sem hefur hvorki stutt né afneitað friðarum- leitunum Anwar Sadats forseta Egypta- lands, sendi i dag skilaboð til Araba- sambandsins þar sem segir að Saudi Arabar muni beita sér af öllum mætti fyrir samábyrgð Araba. Voru skilaboð hans til sambandsins svar við beiðni þess um sameinað átak til að „takast á við hættur þær" sem steðjuðu að ástandinu i M iðausturlöndum. — Jólafundur ákveðinn Framhald af bls. 1 kynnu að stefna friði og tilveru israels- rikis i hættu. Þvi alvarlegra væri þetta þar sem þær væru ónauðsynlegar Sjálfur hefur Begin ekki látið þessa gagnrýni á sig fá, en heldur þeim tvimælalaust til streitu að sögn tals- manna hans Hann fer til London i kvöld eftir að hann hefur átt fund með Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að beiðni þess siðarnefnda þó talinn fyrsti af mörgum fundum sem þeir leiðtogar muni eiga með sér á næstunni unz marki þeirra er náð. Talið er vist að Egyptar muni ondur- nýja boð sin til annarra aðila að Gen- farráðstefnunni, ef fundurinn milli Sadats og Begin á jóladag þykir boða einhverjar meiri háttar breytingar. Myndi þá slikur fundur verða haldinn með þátttöku utanrikisráðherra Menachem Begin sagði við blaða- menn áður en hann hélt frá Banda- ríkjunum i dag að það væri ætlunin'að gefa íbúunum á Vesturbakkanum frjálst val um borgarrétt; gætu þeir valið hvort þeir vildu verða jórdanskir eða israelskir rikisborgarar og sæktu þeir um rikisborgararétt i ísrael yrði slikt veitt og þeir myndu fá israelsk vegabréf Begin var spurður hvað isra- elar myndu leggja til að gert yrði fyrir Palestinuflóttamennina sem eru dreifð- ir um Miðausturlönd Hann sagði að 400 þúsund þeirra sem væru nú á israelsku landi, flestir i Gaza, myndu fá „varanleg. mannsæmandi hýbýli og vinnu, svo að þeir þyrftu ekki að vera upp á náð og miskunn alþjóðlegra góðgerðastofnana komnir Sömuleiðis yrðu Arabariki að leggja fram sinn skerf Hvað snerti Palestinuflóttamennina i Libanon, sem hafa orðið fyrir miklum raunum vegna átaka ísraela og Pale stinuskæruliða. sagði hann:.. Þar mun um við einnig gera skyldu okkar." Kairóráðstefnan hófst að nýju i dag Hlé hefur verið i þrjá daga á ráð- stefnunni i Kairó, að sögn vegna hinna þriggja helgidaga kristinna, múhammeðstrúarmanna og Gyðinga, en hún hóf aftur störf í dag Það er Ijóst að sögn fréttamanna að hún mun ekki starfa að neinu gagni fyrr pn að fundi þeirra Sadats og Begins loknum um helgina En talsmenn sendinefndanna létu allir i Ijós ánægju sina með andrúmsloftið á ráðstefnunni og kváðu ástæðu til að vænta verulegs árangurs TASS. Tillögur Begins ganga ekki nógu langt Litla Ijósritunarvélin meðstóru kostina Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil og nett rúlluvél. 6 ig Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—36 cm. Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. Með pappírsstilli. \ \ fO3 Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + = % : x ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377 Sovétmenn sögðu í dag að friðartil- lögur Begins gengju ekki nægilega langt. Sagði i tilkynningu Tass- fréttastofunnar að þær þýddu í reynd að hernám ísraela héldi áfram í dálítið breyttu formi. Tillögurnar fælu ekki í sér viðurkenningu á tilverurétti Palestinumanna eða rétti þeirra til sjálfsákvörðunar né heldur til að koma á fót sinu eigin riki. Tass fór frjálslega með innihald til- lagnanna og sagði að þar hefði ekki verið minnzt á Gazasvæðið né Golan- hæðirnar. — Höfðum aðeins nokkrar sekúndur til að bjarga okkur Framhald af bls. 1 hræddur um að hann sé dáinn lika. Ég veit ekki hvernig það bar að, en ég fann björgunarbelti i sjónum og synti i tvær stundir. Nokkrir fleiri syntu skammt frá mér. Við vorum að gefast upp, þegar bátur kom og tók okkur um borð " Marcia Oliveira, portúgölsk stúlka sem var á leið til Madeira i brúð- kaupsferð með svissneskum eigin- manni sinum, sagði fréttamönnum á sjúkrahúsi i Funchal i dag, að ólýs- anleg skelfing hefði gripið um sig meðal farþega, þegar Caravellevélin hefði skyndilega „misst hæð" og skollið siðan i sjóinn fáeinum andar- tökum siðar. Aðflug hafði verið talið eðlilegt og sagði Marcia að farþeg- um hefði orðið mjög hverft við og margir hljóðað upp yfir sig. „Einhver rétti mér björgunarbelti og siðan manninum mínum annað og áður en við vissum af vorum við i sjón- um. Við reyndum að synda til lands, og eftir það sem okkur fannst eilifð- artimi kom lítill bátur að okkur og tók okkur um borð Það bjargaði okkur Við hefðum ekki þraukað öllu lengur," sagði hún. Annar farþegi, svissneskur hóteleigandi Thierrin Raymond, sagði: „Mér fannst ég sogast niður í hafið. Flugvélin þeytt- ist i sundur eins og hún væri skorin i tvennt með risastórum hníf Sem betur fer hafði ég ekki spennt sætis- ólina og losnaði þvi strax. Þar sem ég er ósyndur greip ég ferðatösku sem flaut hjá og tókst að halda mér á floti Konan min sem er synd hélt tveimur börnum okkar uppi unz okk- ur var bjargað um borð í litinn fiskibát um hálftima siðar," sagði hann. Annar flugmannanna sem komst lifs af sagði fréttamönnum að vélin hefði sokkið á þrjátiu sekúndum, en sjónarvottum bar ekki saman um það og nokkrir hlutar vélarinnar héldust á floti i allt að klukkustund. í kvöld, mánudag, var Ijóst að tuttugu og þriggja var enn saknað, tuttugu og einn farþegi komst af og þrettán lik höfðu fundist. Langflestir farþeganna voru Svisslendingar sem ætluðu að dvelja á Madeira yfir jólin Vélin var af gerðinni Caravelle og i eigu svissnesks leiguflugfélags, SATA Litil von er talin að fleiri finnist á lifi að sögn fréttastofnana, en leit er haldið áfram og björgunarflokkar vinna á slysstaðnum. Strax eftir að kunnugt var um slysið fór fjöldi smábáta á slysstað inn og bjargaði þeim 21 farþega sem virðist hafa komist af. Fæstir þeirra voru slasaðir Um orsök slyssins er ekki vitað Flugmönnum og sérfræðingum ber saman um að flugvöllurinn við Funchal sé með þeim hættulegri i Evrópu „likast þvi að lenda á flug- móðurskipi" er haft eftir einum sér- fræðingi. Flugvélin kom óvenju lágt inn til lendingar, en tveimur minút- um áður en vélin skall i sjóinn hafði flugstjórinn samband við flugturn- inn á Funchal og var þá allt með felldu Flugmaður frá portúgalska flugfé- laginu TAP sem kom með vél sína inn til lendingar stundu á eftir Cara- vellevélinni sagði að vél hans hefði lent i mjög slæmu loftgati og hrapað skyndilega i átt til sjávar, en tekizt hefði að ná hæð aftur Þetta er annað flugslysið við Ma- deira á einum mánuði. Hinn 20 nóvember fórst þar TAP-vél af gerð- inni Boeing 727 og 129 af 164 sem með þeirri vél voru, létu lífið Rannsókn á þvi slysi stendur enn yfir. Er búizt við að nú verði gerðar mjög róttækar ráðstafanir til að bæta aðstöðuna við flugvöllinn, enda myndu Portúgalir ella sjá fram á hrun ferðamannastraums til þess- arar vinsælu eyju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.