Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 45

Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 23 I ípróHip | FIMMTANIÞROTTA- MENN HEIÐRAÐIR ÞEIR IÞRÖTTAMENN, sem sérsamböndin í hverri grein velja árlega, voru heiðraðir í gær, en það er Iþróttablaðið, sem gengst fyrir og kom þessari verðlaunaveitingu á. Verðlaunahafar í einstökum greinum voru valin eftirtalin: Fimleikar — Berglind Pétursdóttir, Badminton — Sigurður Haraldsson. Körfuknattleikur — Kristinn Jörundsson. Glíma — Guðm. Freyr Halld.ss. Borðtennis — Stefán Konráðss. Frjálsar íþróttir — Hreinn Halldórsson. Golf — Björgvin Þorsteinsson. Sund — Þórunn Alfreðsdóttir. Júdó — Gisli Þorsteinsson. Blak — Valdimar Jónasson. Lyftingar — Gústaf Agnarss. Knattspyrna — Gisli Torfason. Skíði — Sigurður Jónsson. Handknattleikur — Björgvin Björgvinsson. Iþróttir fatlaðra — Hörður Barðdal. Eins og áður sagði voru það sérsamböndin i viðkomandi íþróttagreinum, sem útnefndu íþróttamennina að HSl undan- skildu. Var það því sérstök nefnd á vegum Iþróttablaðsins, sem vaidi Björgvin Björgvins- son. Jón Hjaltalin reynir markskot i leik landsliðsins á móti Vikingi. Hann verður aftur i sviSsljósinu i leiknum i kvöld og einnig þeir Geir Hallsteinsson og Árni Indriðason. en Páll Björgvinsson (nr. 7) er hins vegar ekki valinn til leiksins i kvöld. BJORGVIN LEIKUR SINN 99. LANDSLEIK í KVÖLD Janus Guölaugsson klæðist landsliðs- peysunni í fyrsta skipti í kvöld, en nafni hans Cerwinsky farinn í jólafrí ÞEIR Einar Magnússon og Jón Hjaltalín Magnússon verða báðir meðal þeirra leik- manna, sem leika landsleik- inn gegn Ungverjum í Laug- ardalshöllinni i kvöld. Má reikna með hörkuleik því allir þurfa islenzku landsliðs- mennirnir -að sanna sig og tryggja sér sæti í landsliðinu og munu berjast til síðustu mínútu gegn hinum sterku Ungverjum. íslenzka liðið hefur verið valið og skipa það eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Gunnar Einarsson. Haukum og Kristján Sigmundsson, Víkingi Aðrir leikmenn: Jón Karlsson, Val, Geir Hallsteinsson, FH, Einar Magnús- son, Hannover, Jón Hjaltalin Magnús- son, Lugi. Ólafur Einarsson, Víkingi, Þorbjörn Guðmundsson. Val, Björgvin Björgvinsson. Víkingi. Árni Indriðason. Vikingi, Bjarni Guðmundsson. Val. Janus Guðlaugsson, FH Þegar litið er á þetta lið verður ekki annað sagt en það sé sterkt og leik- reynsla landsliðsmanna okkar er orðin mikil, en reynsluleysi hefur löngum farið illa með íslenzka handknattleiks- menn. Geir Hallsteinsson hefur leikið 108 landsleiki, Björgvin Björgvinsson nær þeim merka áfanga að leika sinn 100. landsleik á miðvikudagskvöldið, verði hann valinn til siðari landsleiks- ins við Ungverjana. Einar Magnússon er með 62 landsleiki. Jón H. Karlsson hefur 61 sinni klæðst landsliðspeys- unni, Jón Hjaltalin 51 sinni, Ólafur Einarsson sömuleiðis^ Vikingsmarkvörðurinn Kristján Sig- mundsson hefur leikið 12 sinnum i landsliðinu og i kvöld klæðis Janus Guðlaugssonúr FH landsliðspeysunni i fyrsta skipti. Þessi eldsnöggi leikmaður hefur sannað getu sina svo ekki verður um villst i æfingaleikjum landsliðsins að undanförnu. Hann er bæði lands- liðsmaður i handknattleik og knatt- spyrnu og snerpa hans, úthald og boltaskynjun gerir hann sjálfsagðan leikmann i bæði liðin Þegar litið er á landsliðshópinn, sem leikur í kvöld, kemur í Ijós að i honum er einn Haukur, tveir FH-ingar, þrir Valsmenn. fjórir Vikingar og tveir „út- lendingar”, báðir „ættaðir" úrV/ikingi. I landsleiknum annað kvöld verða þeir væntanlega báðir með Gunnar Einars- son og Axel Axelsson, en þeir koma heim frá Þýzkalandi i dag. Liðið sem leikur á morgun hefur þó enn ekki verið valið, en verður væntanlega til- kynnt fjótlega að loknum leiknum i kvöld. Birgir Björnsson, formaður lands- liðsnefndar, sagði i samtali við Morg- unblaðið í gær að hann teldi góða möguleika á islenzkum sigri i leiknum i kvöld. Þó væri ekki gengið að þvi gruflandi að lið Unverjanna væri gífur- lega sterkt. Sérstaklega væru skyttur þeirra og hornamenn góðir. — Við vitum að þeir eru erfiðir, en teljum okkur eigi að siður eiga möguleika á móti þeim, sagði Birgir. Um helgina léku Ungverjar tvo landsleiki gegn Dönum Unnu þeir fyrri leikinn 20:19 og þann siðari 33:18. Er það mesti ósigur Dana i handknatt- leik á heimavelli frá upphafi. Þess má geta að seinni leikurinn fór fram i Árósum og einmitt þar eiga íslendingar að leika gegn Dönum i úrslitum HM i lok næsta mánaðar Fimm af leikmönnum Honved eru i ungverska landsliðinu. en Honved lék á móti Val i Evrópukeppni meistaraliða á dögunum og tapaði Valsliðið báð- um leikjunum. Island hefur aðeins einu sinni unnið Ungverja, það var i Reykja- vik 1974. 22.20 í þeirri heimsókn Ungverja náði ísland einnig jafntefli, 21:21, en fimm sinnum hefur landinn tapað fyrir Ungverjum og markatalan er óhagstæð. 1 55:1 1 5 í kvöld kemur ef til vill annar sigur- inn á móti Ungverjum. en þá þurfa stuðningsmenn handknattleiksins að fjölmenna i Höllina og styðja við bakið á landsliðinu og einnig að öðru leyti fram að hinni erfiðu keppni i HM i Danmörku. Janus Cerwinsky heldur af landi brott í dag og kemur trúlega ekki til móts við landsliðið fyrr en i Noregi nokkrum dögum fyrir HM. en þar leik- ur islenzka landsliðið þá tvo leiki. Hef- ur Janus unnið mikið og gott starf þann hálfa mánuð, sem hann hefur verið hér að undanförnu Það hefur ekki farið á milli mála i æfingaleikjun- um. Eðlilega eru landsliðsmennirnir þó nokkuð stirðir og þreyttir eftir hinar miklu æfingar að undanförnu. en liðið er greinilega á réttri leið Morgunblaðið bað Janus i siðustu viku að spá um hvaða lið komast i átta-liða úrslit HM. Sagði Janus þá að ef vel yrði haldið á málunum fram að HM ætti ísland að komast i úrslitin, en átta úrslitaliðin eru samkvæmt hans skoðun eftirtalin: Pólland, Sviþjóð. Júgóslavia, V-Þýzkaland. Rúmenia, Ungverjaland. ísland og Sovétrikin eða Danmörk — áij. /■ Sjaldan hefur undirritaður orSiS vitni a8 eins spennandi lokaminút- um og voru i leik KA og Pórs i Skemmunni hér á Akureyri á föstudagskvöld. Óhætt er að segja að þakið ætlaði nær af húsinu svo hátt lét i áhorfendum og leik- mönnum. Tildrögin voruþau að staðan var 14:14 og Þór var með knöttinn. Oæmd var töf á liðið og dómari gaf timaverði merki um að stöðva klukkuna og voru þá 16 sekúndur til leiksloka. KA framkvæmir aukakast þegar i stað. timavörður setur klukkuna af stað og Þorleif- ur Ananiasson skorar hjá Þór. Markdómari dæmir umsvifalaust mark. en útidómari gerir athuga- semd. Klukkan stöðvuð og sýnir þrjár sekúndur til leiksloka. Eftir að dómarar hafa borið saman bækur sinar og virðist gefa löglegt mark til kynna taka Þórsarar bolt- ann og skjóta á mark KA, en um leið rennur leiktiminn út. Eftir á úrskurða dómarar að leiknum hafi verið lokið með 14 LÁ VIÐ AÐ ÞAKIÐ FÆRIAF SKEMMUNNI, SVO HÁTT LÉT í ÁHORFENDUM OG LEIKMÖNNUM mörkum gegn 14 og byggja þá niðurstöðu á þvi, að timavörður hafi ekki fengið merki um að setja klukkuna af stað að nýju þegar KA framkvæmdi aukakastið. Eftir á sögðust dómarar ekki hafa treyst sér til að hefja leikinn að nýju á aukakasti KA vegna óláta leik- manna og æstra áhorfenda. sem ruddust inn á völlinn. KA hefur þegar kært úrslit þessa leiks á þeim forsendum, að löglegt mark hafi verið skorað og Þórsarar tekið frumkast (miðju) og eftir það verði markið ekki dæmt af. Liklega væri sanngjarnast að leikurinn yrði leikinn að nýju, en það er dómstóls HSl að skera úr þar um. Leikurinn var annars afar jafn og spennandi eftir þvi. Greinilegt var þó að nokkurrar taugaspennu gætti hjá leikmönnum beggja liðá, enda bróðernið ekki í fyrirrúmi þegar Akureyrarfélögin leiða sam- an hesta sina, hvorki i hanknatt- leik né knattspyrnu. ( fyrri hálfleik höfðu KA-menn frumkvæðið. KA náði mest þriggja marka forskoti i fyrri hálfleiknum, 7:4, þegar ein minúta var til loka hálfleiksins. Þór átti síðasta orðið fyrir leikhlé. 7:5 i hálfleik. Fljótlega i seinni hálfleiknum tókst Þórsurum að jafna metin, og voru einu marki yfir, 10:9, 11:11, en næstu tvö mörk voru Þórsara, 13:11. KA jafnaði siðan 13:13, Þór kemst yfir, KA jafnar og loka- átökunum er lýst hér að framan. Þetta var leikur hinna sterku varna, Þórsvörnin var einkanlega góð. vörn KA hins vegar siðri, en Magnús Gaiiti markvörður bætti þar úr. Varði hann hreint stórkost- lega vel i leiknum. Halldór Rafnsson og Stefán Arn- aldsson dæmdu þennan leik og voru sannarlega ekki öfundsverðir af hlutverkum sinum. Allir voru þó sammála um að þeim hefði tekizt mjög vel upp, en uppistandið i lok leiksins setti sannarlega leiðinleg , an blæ á annars skemmtilegan og fjörugan leik. Mörk KA: Jón Hauksson 8 (6), Ármann 2, Þorleifur 1 (eða 2), Hermann 1. Jóhann 1, Sigurður S. 1. Mörk Þórs: Benedikt Guð- mundsson og Einar 4 hvor, Gunn- ar 3 (1), Sigtryggur. Árni og Jón Sigurðsson 1 hver. — Sigb. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.