Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 Dómsmálaráðherra: Aðalstarfsstöð rannsóknar- lögreglunnar í Kópavogi TIL nokkurra orðaskipla kom í neðri deild Alþingis í gær um slaðarval höfuðslöðva rannsóknarlÖKreglu ríkisins, er dómsmálaráðherra mælli fyrir sljórnarfrumvarpi lil bre.vlinsa á lögum þar um. Efnisalriði frumvarpsins eru Ivenns konar: að rannsóknarlögrefílan hafi „aðal- starfsslöð í Reykjavík eða násrenni" (var hundið við Reykjavík áður) og að skipa skuli sérslakan vararannsóknarlögreglustjóra. Frumvarp þetta er flutl í samráði við rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, segir í athugasemdum með því. Umræður 0 Ellerl B. Sehram (S) sem er formaður allsherjarnefndar neðri deildar, er frumvarp þetla fer í athugun hjá, gerði athugasemdir við slaðsetningu aðalstarfsstöðvar í Kópavogi, þrált fyrir ákvæði lag- anna um slaðsetningu í Reykja- vík, sem og húskaup fyrir slarf-, semina. Taldi hann óeðlilegt að svo skömmu eftir samþykkt nýrra laga skuli framkvæmd þeirra á þann veg, að þvl er staðarval sn<-rti að stangaðist á við efni þeii.a. Taldi hann staðsetningu þessa þar að auki óheppilcga. Staðsetning í iðnaðarhverfi í öðru byggðarlagi en lögin mæltu fyrir um hefði mælst misjafnlega fyrir. Bilastæði vantaði og fleira væri aðfnnsluvert. Engin leið væri að afgreiða þetta mál nú, fyrir jóla- leyfi, enda þyrfti nefndin að gefa sér tíma til að skoða þetta mál og hafa samið við umsagnaraðila. <9 Olafur Jóhannesson dóms- málaráðherra svaraði gagnrýni ESeh. Ekki hefði fengist hentugt húsnæði á viðunandi kjörum hér í Rvík. Staðsetning væri eftir sem áður i miðju svokallaðs höfuð- borgarsvæðis. Rannsóknarlög- reglan yrði til húsa hið næsta bæjarfógetaembættinu í Kópa- vogi. Sjálfsagt væri að viðkom- andi nefnd skoðaði aðstæður allar og hefði samráð við þá, er mál þetta tengdist. Sér væri að vísu kærkomið að máli þessu yrði hraðað, svo sem föng væru á, en ekki sagðist ráðherra, nú fremur en fyrr, hvetja til afgreiðslu á kostnað athugunar mála. • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði efnisatriði þessa frumvgrps svo einföld og Ijós að'ekki þyrfti mikillar skoðunar við I nefnd. Væri hann rciðubúinn til að taka afstöðu til málsins „hér á stund- inni". Staðarvalið væri engu verra I hjarta Kópavogs en t.d. í einhverju úthverfi höfuðborgar- innar. 9 Páll Pétursson (F) sagði fæð- ingu laga um rannsóknarlögreglu hafa verið erfiða á síðasta þingi. Jafnvel svo „ótrúlegt og óskiljan- legf' hefði verið. Aðalstarfssvæði rannsóknarlögreglu væri svæði, sem næði til Reykjavíkur, Kópa- vogs, Garðabæjar, Seltjarnarness. Fyrirhugað staðsetning I Kópa- vogi væri miðsvæðis „í nafla" starfssvæðisins. Slíkt væri naum- ast til að fetta fingur út í. 0 Tómas Arnason (F) sagði efn- isatriði þessa frumvarps svo aug- Ijós og auðskilin að ekki þyrfti að tefja afgreiðslu þess. k’ormaður allsherjarnefndar hygðist enn haga sér á þann veg sem hann hefði gert í hið fyrra skiptið „þeg- ar hann hefði þvælst fyrir málinu eins og hann hefði frekast getað án þess að verða sér til skammar". 0 Ellcrt Kchram (S) sagði full- yrðingar TA fjarri sanni. Hann hefði bæði í nefnd og þingflokki fylgt þessu máli fast eftir, svo sem dómsmálaráðherra væri bezt kunnugt um. Hins vegar væri stefnt að því að Ijúka afgreiðslu fjárlaga áður en þingmenn færu í jólaleyfi um miðja þessa viku. Sýnt væri því að nefndin gæti naumast haft samband við eðli- lega umsagnaraðila, áður en hún skilaði áliti. Auk þess væru í fjár- lagafrumvarpi fjárveiting til um- ræddra húsakaupa. Reikna mætti því með, að kaupin fengju af- greiðsiu með fjárlögum. Hann hefði engu að síður sínar skoðanii á þeim. 1 raun yrði því ekki um tafir að ræða, þó nefndin gæfi sér cðlilcgan tíma til skoðunar máls- ins. # Kvava Jakobsdóttir (Abl) sagði það ekkert sérstakt hags- munamál Reykvíkinga að rann- sóknarlögreglan hefði höfuð- stöðvar þar. Ekki væri ástæða til að þetta mál þyrfti að tefjast fram yfir jól og áramót, enda efnisatr- iði ekki flókin. • Olafur Jóhannesson dómv málaráðherra sagði ekki óeðlilegt er ný lög kæntu til framkvæmdar, að atvik gætu leitt til eðlilegra breytinga á þeim, s.s. hér hefði í ljós komið. Ilann hefði að vísu getað leyst þetta mál með bráða- birgðalögum en talið eðlilegra að leita afgreiðslu Alþingis. Það hafa aðrir verið harðari en ég í því að Alþingi afgreiði mál á Ölafur Jóhannesson. skömmum tíina, þegar seint eru fram komin, sagði ráðherrann. Ég tel eðlilegt að þingmenn fái tóm og tíma til að átta sig vel á málum, er þeir þurfa að taka afstöðu til. Ég er þakklátur þeim þingmönn- um, er tjáð hafa sig fúsa til að afgreiða þetta cinfalda mál fyrir jólaleyfi. Og ég mótmæli þvf harð- lega að húsnæðismál rannsóknar- lögreglu, eða meðferð þessa máls, sé I einu eða neinu óvirðing við Alþingi eins og EKch lét að liggja. Það var fjárlaga- og hagsýsiu- stofnun sem benti fyrst á umrætt húsnæði. Haft var samráð við fjárveitinganefnd Alþingis um málið Þar var enginn ágreining- ur um afgreiðslu þess. Hér væri síðan leitað samþykkis Alþingis við málið. Við umrætt hús mætti reisa viðbyggingu — og aðstöðu fyrir bílastæði gætu nefndar- menn kynnt sér með vettvangs- skoðun. Sjón væri sögu ríkari. — Umræðu var síðan frestað nokkr- ar mínútur en málið síðan afgreitt til allsherjarnefndar. AIÞinGI Spassky vann sinn fyrsta sigur EHefta einvígisskák þeirra Korchnois og Spasskys lauk í gærkvöldi í Belgrad með sigri Spasskys. Þetta var fyrsta vinn- ingsskák hans í einvíginu og honum hefur tekist að minnka forskot Korchnois úr fjórum vinningum í þrjá. Menn voru reyndar orðnir ærið langeygir eftir vinningi hjá Spassky, því að hann hefur látið góðar stöð- ur renna sér úr greipum í und- anförnum skákum. Staðan í einvíginu er því nú 6‘á—3V4 Korchnoi i vil auk þess sem biðskákin úr tiundu umferð einvígisins er enn ótefld. Skákin í gær tefldist lengi vel eins og sjöunda skákin, sem lauk með sigri Korchnois. Að þessu sinni tefldi Spassky mun markvissar, honum tókst snemma að jafna taflið og náði síðan öruggum stöðuyfirburð- um eftir veika taflmennsku Korchnois i síðari hluta skákar- innar. Korchnoi gafst síðan upp í 36. leik. Þá hafði hann þegar misst skiptamun og var þving- aður i mjög óhagstæð upp- skipti. Áhorfendur í Belgrad fögnuðu sigri Spasskys mjög, enda má segja að við þetta fær- ist ný spenna í einvígið, sem hefur verið mjög einstefnu- kennt fram að þessu. Skákskýrendur i Belgrad voru almennt sammála um að Korchnoi hefði teflt síðari hluta skákarinnar mjög veikt. Einn af aðstoðarmönnum hans, Englendingurinn Michael Stean var á sama máli og sagði að taflmennska Korchnois í undanförnum skákum væri ekki nærri því eins þróttmikil og í upphafi einvígisins. Að- spurður um biðstöðuna í tíundu skákinni sagði Stean að Korchnoi hefði frestað henni til dagsins I dag vegna þess hversu fiókin staðan væri, en ekki vegna þess að hann ætti við veikindi að stríða. Ellefta skák- in gekk þannig fyrir sig: Hvitt: Viktor Korchnoi. Svart: Boris Kpassky. Drottningarbragð. 1. c4 — e6, 2. Rc3 — d5,3. d4 — Be7, 4. Rf3 — Rf6, 5. Bg5 — h6, 6. Bh4 — 0-0, 7. e3 — b6, 8. Hcl — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4 — c6, 12. Bd3 (í sjöundu skákinni, þar sem Tartakover afbrigðið kom einn- ig upp, lék Korchnoi hér 12. Be2) IIc8, 13. 0-0 — Rd7, 14. Db3 — Rf8, (14...a5 strax yrði svarað á sama hátt og í sjöundu skák- inni, með 15. b5!) 15. Hfdl — Hc8, 16. Bbl — Re6, 17. a4 — Ba8, 18. B:2 — Hc7, 19. Dbl, (Eftir 19. b5 — c5, 20. dxc5 — Rxc5, 21. Db4 — Ild7 heldur svartur öllu gangandi) eftir MARGEIR PÉTURSSON a5! (Nú er rétti tíminn til þess að opna drottningarvænginn) 20. bxa5 (Eftir 20. b5 — c5, 21. dxc5 — Hxc5, 22. Re4 leysir svartur öll sín vandamál með drottningar- fórninni 22...dxe4!, 23. Hxd8 — Hxcl +, 24. Dxcl — Hxd8, 25. Rel — Rc5, og staða svarts er mjög ógnandi) bxa5, 21. Db6 — Hb7!, 22. Dxd8 (En auðvitað ekki 22. Dxc6 — Hb6 og drottningin á sér ekki undankomu auðið) Hxd8 (Veikleiki svarts á c6 virðist við fyrstu sýn mjög alvarlegur, en Spassky hefur metið stöðuna rétt. Yfirráð hans yfir b línunni og þá sérstaklega b4 reitnum tryggja honum sterkt mótspil) 23. Rel — 111)6, 24. Rd3 — II d b8, 25. h3 (Að öllum líkindum hefur Korchnoi hér ofmetið stöðu sína. Ef hann hefði leikið í þessum, eða næsta leik Hcl — bl, væri staðan í fullkomnu jafnvægi) Bb7 (Eftir þennan grófa afleik hef- ur svartur greinilega mun hag- stæðari vígstöðu. Miðborðspeð hans verða mun hreyfanlegri, auk þess sem hrókar hans fá betra vald á b-línunni. E.t.v. hefur Korchnoi talið sig geta Icikið e3 — e4 í framhaldinu, en Spassky er fljótur að setja undir þann leka) Bxe5, 27. dxe5 — Hb4, 28. f3 — Ba6, 29. IId2 — Bc4, 30. f4 (Svartur hótaði Re6-c5-d3. Svarta staðan má nú heita unn- in) Rc5, 31. Hd4 — Rd3, 32. Ildl — Rb2, 33. Hcl c5!, 34. HxdS (Örvænting, en 34. Hd2 — d4!, 33. exd4 — Bxa2, 34. Rxa2 — Hxa4, 35. Rc3 — Hxd4 var jafn vonlaust) Bxd5, 35. Bxd5 — c4, 36. Re4 — Rxa4 og hér gafst Korehnoi upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.