Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
7
„Afrek”
stjórnar-
andstöðu
í nýlegri forystugrein
Norðanfara segir:
„í lýðræðis- og þing-
ræðisþjóðskipulagi gegnir
stjórnarandstaða mikil-
vægu hlutverki — eða
ætti að gera. Það hlutverk
felst ekki í þvi að gagn-
rýna stjórnarstefnu og
stjórnaraðgerðir, þó að sá
þáttur aðhalds sé vissu-
lega mikilvægur. Stjórnar-
andstaða á jafnframt og
ekkert síður að setja fram
eigin stefnumörkun i öll-
um samtíma viðfangsefn-
um þjóðfélagsins — þann
veg að borgararnir hafi
marktækan samanburð
valkosta í samfélagsmál-
um. í þessu efni hefur
stjórnarandstaðan á ís-
landi gjörsamlega brugð-
izt. Hún virðist hafa fátt
eitt fram að færa annað
en neikvætt nöldur.
Hinn almenni borgari
vill gjarnan fá að vita
hverjar þær leiðir eru sem
stjórnarandstaðan vill
fara i efnahagsmálum
þjóðarinnar. Hvaða höml-
ur hefur hún tiltækar á
verðbólguna i þjóðfélag-
inu? Hvern veg vill hún
bregðast við viðskipta-
halla þjóðarbúsins út á
við? Hvern veg vill hún
mæta skuidasöfnun okkar
erlendis? Hvaða leiðir á
hún í handraða sinum til
að styrkja veika rekstrar-
stöðu atvinnugreina okk-
ar: landbúnaðar. sjávarút-
vegs, iðnaðár og verzlun-
ar?
Það kemur fram i
ágætri grein Pálma Jóns-
sonar, alþingismanns, i
þessu blaði, að kaup
gjaldsþróun i landinu hef-
ur leitt til 96% hækkunar
kaupgjaldsliða fjárlaga
frumvarps fyrir komandi
ár, miðað við frumvarp að
fjárlögum fyrir yfirstand-
andi ár. Hvern veg vill
stjórnarandstaðan mæta
þessum útgjaldaauka?
Með aukinni skattheimtu
— og þá hverskonar?
Með niðurskurði rikis-
framkvæmda — og þá
hverra? Með samdrætti i
samfélagslegri þjónustu
— og þá hverri? Hverjir
eru þeir valkostir i fjár-
lagadæminu sem stjórnar-
andstaðan hefur upp á að
bjóða? Á að láta sitja við
þá sýndarmennsku að
krefjast hækkunar rikis-
framlaga til svo að segja
allra málaflokka, en
heimta samtímis lækkun
þeirra rikistekna (skatt-
heimtu), sem risa þurfa
undir útgjöldunum? Svo
gegnsæ, „afstaða” á ekki
lengur upp á pallborð al-
mennings."
Sundurlyndi
sí og æ
„Það er ekki nóg,
a.m.k. ekki gagnvart
sæmilega þroskuðu fólki,
að bera stækkunargler
upp að þeim brestum,
sem sagðir eru á núver-
andi stjórnarsamstarfi eða
niðurstöðum þess. Hinn
almenni borgari hlýtur að
spyrja notendur stækkun-
arglersinsaman Eitthvað
haldbetra þarf að fylgja.
En svo er ekki hjá núver-
andi stjórnarandstöðu.
Auk þess að núverandi
stjórnarandstaða hefur
gjörsamlega brugðist
þeirri skyldu sinni að
leggja fram skýrt afmark-
aða stefnu í vandamálum
líðandi stundar, þ.e.
ábyrga valkosti, sem al-
menningur getur vegið og
metið i samanburði við
stjórnargjörðir, hangir
annað á spýtunni, sízt
girnilegra. Það landlæga
sundurlyndi íslenzkrar
„vinstri mennsku", sem
kemur ekki einungis fram
i hatrammri baráttu
flokka á milli, heldureinn-
ig innan flokka. Óþarft er
að tina til dæmi um svo
auðsæa staðreynd. Satt
að segja ber fátt fyrir
augu á vinstri væng is-
lenzkra stjórnmála sem er
beinlínis traustvekjandi.
Reynslusaga S:mtak-
anna, sem stofnuð voru til
að „sameina alla vinstri
menn á íslandi" en hafa
verið að klofna allt frá
stofnun þeirra og fram á
þennan dag er dæmigerð
fyrir þessa „vinstri
mennsku". Hún er naum-
ast sú kjölfesta i þjóðar-
skútuna sem tii þarf, til að
mæta þvi sjóalagi sem
framundan er".
Samanburður
á stjórn og
stjórnar-
andstöðu
„Menn geta haft skipt-
ar skoðanir á samstjórn
Sjálfstæðisf lokksins og
Framsóknarflokksins, eins
og öðrum rikisstjórnum,
sem myndaðar hafa verið
i þessu landi. Hitt leynist
sárafáum að rikisstjórnin
hefur mikla yfirburði þeg-
ar hún er borin saman við
jafn dug- og úrræðalausa
stjórnarandstöðu og þá,
sem við búum við. Það út
af fyrir sig er ekki sérstakt
hól um ríkisstjórnina,
enda þarf ekki mikið til
ávinnings i þeim saman-
burði. Það, sem gefur
rikisstjórninni gildi i aug-
um landsmanna er: hvern
veg tókst að leysa land-
helgismál okkar; hvern
veg tókst að skapa festu á
ný i öryggismálum þjóðar-
innar; hvern veg tókst að
koma rikisfjármálum á
Framhald á bls. 30.
GOÐ GJÖf
SAMEINAR NYTSEMI
na FFAiicn
Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að endur-
nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum,
bökkum, vösum, ög stjökum.
Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið,
veljið vörur frá Iittala. IJrvalið hefur sjaldan verið fallegra.
TÍLÍBOÐ?
PEYSIIR
með rúilukraaa og V-hálsmáli
LAUGAVEGUR
21599 I --A.
HÚSGflGnfiVERSLlin
KRISTJflnS
SIGGEIRSSOnflR HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
AUCÍLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480