Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
Sum sk/öl þarf að geyma lengur en önnur,
við bjóðum upp á góða lausn.
Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84
U»UA*
Vængir h/f fljúga reglulegt áætlunarflug til 15 staða á landinu.
Nú fyrir jólin verða aukaflug eftir þörfum með farþega, vörur og póst.
Pantið tímanlega. Öryggi, Þægindi, Hraði.
VÆNGIR h/f
Reykjavíkurflugvelli, símar 28060, 26-
þessa 10 daga hélt hann samt
rænu fram í andlátið, sem bar að
mjög skyndilega.
Ég tel að Ragnar hafi verið mik-
ill gæfumaður í sinu lífi og við
samferðamenn hans, sem eftir lif-
um, söknum þar sanns vinar í
stað. En jafnframt gleðjumst við
yfir því að Ragnari varð að ósk
sinni er hann endaði sitt langa og
fallega líf á Svipaðan hátt og hann
sjálfur hafði vonað, án langvar-
andi veikinda eða ellihrumleika.
Kveð ég svo þakklátur þennan
vin minn og velferðarmann þess
fullviss að góð verður ganga hans
á eilifðarbrautinni.
Jóhannes Bjarnason.
Þegar ég í dag kveð vin minn.
heiðursmanninn Ragnar Guð-
laugsson bryta, þá leitar hugur
minn 45 ár aftur í tímann, þegar
okkar góðu kynni hófust um borð
í gamla GOÐAFOSSI II í jólaferð
1932, hann sem bryti en ég sem
háseti.
Við lögðum af stað frá Norðfirði
viku fyrir jól, eftir að hafa lestað
á Seyðisfirði og Norðfirði sild efst
í skipið svo og á dekk. Ferðinni
var heitið til Hull og Hamborgar,
en ákveðin aukaviðkoma i Kaup-
mannahöfn með sidina. Strax eft-
ir að vera lausir við land, hreppt-
um við versta verðurofsa af suð-
austri, og varð skipið fljótt fyrir
þungum sjóum og áföllum, og
nóttina eftir tók út mest alla síd-
ina af dekkinu, og urðu þá all-
miklar skemmdir ofanþilja bæði á
farþegaplássi og meðal annars
eldhúsi. 1. stýrimaður sem var
Lárus Þ. Blöndal, skipaði mér að
vekja bryta og tjá honum
skemmdir hvað ég og gerði og
voru það mín fyrstu orð við Ragn-
ar Guðlaugsson, sem af sínu al-
kunna æðruleysi snaraöi sér fram
úr koju og sagði: „Vektu mat-
„sveina og búrmann og láttu þá
mæta.“ Eftir að hafa tekið til í
eldhúsi og kveikt elda þar aftur,
var það fyrsta verk hans að kalla
okkur háseta í eldhús og veita
okkur hressingu, og það vel, þvi
margir voru blautir og slæptir eft-
ir vökur og vosbúð. Við komum til
Kaupmannahafnar á aðfanga-
dagskvöld rétt aður en jólaklukk-
um var hringt, og stóð þá Ragnar
fyrir jólaveitingum skipshöfn til
handa, og það af þeirri rausn, sem
honum var eðlileg.
Það að ég minnist þessarar ferð-
ar nú, er það, aö hún stendur mér
svo fyrir huga, er ég kveð þennan
vin minn sömu daga fyrir jól 45
árum síðar.
Ragnar var snaggaralegur mað-
ur, kvikur i hreyfingum, og enn
sneggri i tilsvörum, en bak við þá
brynju bjó óvenju hjartahlýr, vin-
fastur og hjálpfús drengskapar-
maður, sem lán var að kynnast á
lífsleiðinni.
Unt leið og ég kveð'þennan vin
minn með sárum trega og óska
honum hins besta í nýjum heim-
kynnum sendi ég aðstandendum
hans minar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vernharður Bjarnason.
I dag verður jarðsunginn Ragn-
ar Guðlaugsson bryti, sem lézt
eftir stutta sjúkdómslegu á Land-
spítalanum hinn 11. des. s.l.
Stutt er síðan við veitingamenn
kvöddum Pjetur Danielsson gest-
gjafa á Hótel Borg, og nú er annar
af brautryðjendum úr stélt okkar
fallinn, Ragnar á Hressingar-
skálanum.
Ragnar var einn af stofnendum
Sambands veitinga- og gistihúsa-
eigenda árið 1945 og sat í stjórn
þess um áraraðir. Auk þess
gegndi hann ótal trúnaðarstörf-
um fyrir sambandið, reyndist
hann þar jafn traustur og hógvær
og ávallt. Ragnar var einni þeirra
drengskaparmanna, er kaus að
vinna störf sín í kyrrþey og láta
lítið á sér bera. Hann var eilítið
hrjúfur i framkomu, en viðkvæm-
ur í lund, vinafastur, bóngóður,
örlátur og góður húsbóndi starfs-
fólki sinu.
Verk Ragnars, er varða rekstur
veitinga- og gistihúsa siðustu ára-
tugi, hafa sannarlega sett svip
sinn á brag Reykjavíkur. Hress-
ingarskálann í Austurstræti rak
hann óslitið s.l. 33 ár, siðar i félagi
við sonn sinn, Sigurjón. Ragnar
átti þátt í rekstri Hótels Skjald-
breiðar og varð siðan enn af
eigendum Hótels Borgar. Þá rak
hann og Hötel Valhöll á Þingvöll-
um um árabil.
Ragnar kvæntist Guðrúnu Guð-
mundsdóttur frá Skáholti, sem er
nýlega látin. Þau eignuðust 4
börn, sem öll lifa foreldra sina.
Við veitingamenn minnumst
Ragnars nteð söknuði, en umfram
allt virðingu. Lokið er miklu og
góðu ævistarfi. Við erum þakklát-
ir fyrir að hafa átt slikum manni á
að skipa í röðum okkar og fengið
að njóta starfa hans.
Fjölskyldu hans og vinum fær-
um við innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kæra þökk fyrir góða samfylgd.
Bjarni Ingvar Árnason,
formaður.
Valdimar Einarsson
• •
— Orstutt kveðja
iir
News of the World'
er 6. platan með Queen
Ég er einn, sem harma hið svip-
lega fráfall Valdimars Einarsson-
ar, enda höfum viö átt samleið um
langa hríð.
Betri félaga veit ég ekki enda
var hann manna vinsælastur.
Hann kom ungur austan úr
Tungum hingað til Reykjavikur.
Var strætisvagnastjóri langa
hrið, en gekk síðan í „Hreyfil" og
hefur starfað þar í um það bil
aldarfjórðung, og verið einn af
allra vinsælustu félögum okkar.
Bar þar margt til. Hann var létt-
lyndur og viðmótsþýður, skjótur
til verka og áreiðanlegur, greið-
vikinn og vintraustur.
A síðari árum hafði Valdimar
fleiri járn í eldi en ökukennslu,
t.d. smáverslun. Lipurð hans og
hjálpsemi var jafnan við brugðið.
Heimili Valdimars var hið
prýðilegasta og rnargir, sem þar
komu, sakna þar nú vinar í stað
og samhryggjast konu hans og
börnum í sárri sorg þeirra.
En það er huggun harmi gegn,
að Valdimar féll með hreinan
skjöld og er nú kvaddur með ein-
lægu þakklæti vina sinna.
Því hann var góður drengur
K.Gunnarsson.
„Bright Lights
and Back Alleys"
heitir nýjasta platan meó Smokie
Hér eru bæði ný lög og eldri lög eins og t.d.
„Needles and pins”. Þessi plata gefur þeim
fyrri ekkert eftir.
„Out of the Blue"
með E.L.O.
Ekki bregðast Jeff Lynne og félagar fremur
en endranær. Hlustið á þetta frábæra nýja
tveggja plötu albúm.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 — Laugaveg 24 _
Vesturver.
Hér sannast, að þeir eru fremsta rokkgrúppa
heimsins i dag.
Rokk eins og það best gerist.