Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Side 23

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Side 23
lengur við annað en alls kon- ar föndur, mótaði leir og telgdi tré, þegar hann komst höndum undir, en lagði jafn- framt eyrun við hljómlist- inni, ef færi gafst. Það var allra manna mál, sem til þekktu, að hann væri frábær- lega oddhagur, mundi verða iistamaður ef honum entist aldur til. Honum var komið til náms hiá Peter Olde, ensk- um útskurðarmeistara, búsett um í Hamborg. Þar tók hann sveinspróf 3. apríl 1927. Svo snjallt þótti sveinsstykki þessa átián ára pilts, að mynd af því birtist í vönduðu tíma- riti: Plastiche Kunst. Skömmu síðar kom Beck- mann sér á fót vinnustofu og gerðist brátt launaður kenn- ai’i í tréskurði og höggmynda- list. En nú kom Hitler til sög- unnar og ritaði sinn ógn- þrungna og afdrifaríka kapí- tula. Hann varð skaðvænn örlagavaldur í lífi milljóna — einnig Beckmanns. Þeir feðg- ar voru jafnaðarmenn og var því ekki að sökum að spyrja þegar „hreinsanirnar“ gengu í garð. Faðir Beckmanns og bróðir voru læstir í dýflissu. Sjálfum tókst honum að flýja til Danmerkur 1934 og þar stundaði hann nám við kon- unglega Kunstakademiið, ár- ið, sem hann fékk þarna dval- arleyfi. í leit nýrra úrræða — nýs lands, nýrrar þjóðar, knúði Beckmann dyra hjá ís- lenzka sendiráðinu og bar upp vandkvæði sín við Svein Björnsson sendiherra, sem hann hafði heyrt að góðu get- ið. Reyndist Sveinn honum sem öðrum drengur í. raun. Og nú bar aldan rótslitinn flóttamanninn til íslands sem fyrr getur. Á nýjum degi kom hinum veglausa útlendingi það í hug að spyrjast fyrir um skrif stofu Alþýðuflokksins hér, sakir tengsla sinna við bróð- ui’flokkinn í Þýzkalandi. Hann hitti þar foringjann Stefán Jóhann Stefánsson, sem tók honum mannúðlega og af næmum skilningi. Fyr- ir aðstoð Stefáns fékk Beck- mann um hríð vinnu við leik- fangagerð Benedikts Elfars og gat þann veg unnið fyrir sér og náð hér fótfestu. Margt hefur Beckmann lagt á gjörva hönd síðan, og fleira drifið á daga hans en hér verður tal- ið. Það eitt skal nefnt, að hann kvæntist 1940 Valdísi Einarsdóttur frá Syðri-Knar- artungu í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi og eiga þau tvö börn. Hann hefur unnið í fleiri en einum stað og nú síðast hjá trésmiðjunni 'Víði. íslenzkur ríkisborgari varð hann 1946. Löngu áður var hann orðinn íslenzkur í hug og hjarta. Wilhelm Beckmann hefur aldrei farið með neinum bægslagangi og hvergi rutt sér að stalli. Hann er hlédræg ur að eðlisfari, innhverfur, lítt mannblendinn. En listást hans er einlæg og sköpunar- þrá hans heit. Og fáir eiga hér nú svo hagar hendur, sem hnífi beita í tré. Bera ærið mörg verk þess gott vitni og mundu þó fleiri, ef listamað- urinn hefði haft geð á og ver- ið það lagið að berja bumbu fyrir sér og smíði sinni. Beckmann er tilfinningarík ur og trúhneigður og þess vegna kærast að fást við gerð ýmiss konar kirkjugripa, og skulu hér taldir nokkrir grip- ir hans því til sönnunar: Hann er nú að ljúka við að skera skírnarfont, sem gefinn er til Kolfreyjustaðarkirkja í Fáskrúðsfirði. Er hann sex- strendur og skornar helgi- myndir á fimm fletina, en á- letrun á þeim sjötta. Minn- ingartafla með engilmynd er í Búðakirkju á Snæfeijsnesi. Fagrar ljósasúlur t. d. í Akra nesskirkju, Fríkirkjunni í Reykjavík og Gaulverjarbæj- arkirkju. Altaristöflu gaf Beckmann Kópavogskirkju er söfnuður hennar reis á legg. Birtust víða myndir af henni á sín- um tíma. Líkneskjur úr tré gaf lista- maðurinn bæði Blindravina- félagi íslands og Bláa band- inu. Skjöld gerði hann, sem gefinn var herra Sigurbirni biskupi Einarssyni. Þar er m. a. mynd hinnar fornu Brynj- ólfskirkju í Skálholti. Göngustafi’’ V>ir, er Beck- mann hefur skorið, bókahill- ur og annað þess háttar, er fjölmargt. Hins skal geta, að hann hefur höggið nokkrar myndir í stein, svo sem leg- stein yfir tengdaföður sínum Einari Magnússyni. Myndir hefur hann mótað af Stefáni Jóh. Stefánssyni, sendiherra og Eysteini Bjarna syni, kaupmanni á Sauðár- króki. Ég er enginn listfræðingur og læt því nægja að láta með- fylgjandi myndir gefa mönn- úm örlitla hugmynd um hag- leik listamannsins. En ég get ekki varizt að geta þess, að svo' fátækar sem flestar ís- lenzkar kirkjur eru nú af allri prýði, væri þess óskandi að enn fleiri menn en áður auðguðu þær og prýddu góð- um gripum þessa listamanns og annarra. Og þann veg yrði Beokmann listamanni líka ljúfast að gjalda Fjallkonunni fósturlaunin. G.Á. Sunnudagsblaðið 21

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.