Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 24

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 24
Þepr Aptha Christie var arumi AGATHA CHRISTIE situr við ritvélina sína dag út og dag inn og semur sakamála- sögur, sem seljast meir en nokkurt annað efni, sem lát- ið er á þrykk út ganga. Flest- um, sem 'lesa sögur hennar, dettur að líkindum einhvern tíma í hug, hvernig á því standi, að kona, sem ekki má vamm sitt vita, hafi byrjag á því að semja glæpasögur. í eftirfarandi línum fæst skýr- ing á þessu fyrirbrigði. Agatha Christie var eitt sinn hjúkrunarkona á sjúkra- húsi í Torquay, litlu þorpi í Devonshire. Hún mætti á sína vakt einhverju sinni, en í stað inn fyrir venjulegar upplýs- ingar, sem eiga sér stað við vaktaskipti, fékk hún ströng fyrirmæli um að fara rakleitt til yfirhjúkrunarkonunnar. Þær Agatha og yfirhjúkrun arkonan voru miklir mátar, en í þetta skipti var yfirhjúkrun arkonan kuldaleg á svipinn og gaf Agöthu óhýrt auga. Hún vék strax að erindinu og spurði, hvort Agatha hefði ekki orðið var við neitt ó- venjulegt á vaktinni siðast- liðna nótt. Agatha svaraði neit andi. — Ollu morfíninu hefur verið stolið, sagði yfirhjúkr- unarkonan og hvessti augun á vesalings Agöthu. Þjófurinn ihefur opnað skápinn með lvkli og þér vitið eins vel og ég, að aðeins þrír lyklar eru til að skápnum. Einn er í vörzlu yfirlæknisins og hann var ekki í húsinu síðastliðna nótt. Annan hef ég og ég er ný- komin úr tíu daga ferðalagi. — Þann þriðja hafði ég á vaktinni, greip Agatha fram í. Táknar það, að þér grunið mig um þjófnað? — Við getum raunar ekk- ert sannað, sagði yfirhjúkr- unarkonan. En forstjóri sjúk- rahússins hefur leitað til lög- reglunnar. Leynilögreglumað- ur kemur hingað innan skamms. Hann mun yfirheyra vður. Ég gef yður hér með frí frá vinnu í kvöld. Þér skul uð bíða í herberginu hér við hliðina, þar til kallað verður á yður. Agatha var með fullkomlega hreina samvizku. Hún hafði ekki stolið morfíninu og hún hafði ekki gerzt sek um svo mikið sem eitt lítið formsatr- iði. Lykilinn að skápnum hafði hún haft hangandi í keðju um hálsinn alla nóttina. Hún gat ekki hafa gleymt skápnum oonum einfaldlega, af því að hún hafði e'rkki opn- að hann alla nóttina. Þess vegna sagði hún við siálfa sig: Þú þarft ekkert að óttast. Þú hefur ekkert brotið af þér. — En það er ekki svo auðvelt að vera grunaður um þjófnað, sem maður hefur ekki framið. Hún fór að verða óróleg. — Hjartað sló örar en það átti vanda til og hún titraði ör- lítið. Samt tókst henni að halda fullri hugsun 00 meðan hún beið eftir leynilögreglu- manninum. fór hún að velta því fyrir sér, hver væri hinn seki í bessu máli. Einhver hlaut að hafa opn- að skápinn. hvernig, sem hann hefur farið að því. Og hann hlýtur að hafa gert bað. með- an Agatha var fjarstödd. Með henni á vaktinni voru tvær AGATHA CHRISTIÉ ásamt eiginmanni sínum, sem er kunnur fornleifafræðingur. Sjálf hef- ur Agatha mikinn áhuga á fornleifafræði og aðstoðar mann sinn ötullega. aðrar hjúkrunarkonur, Rut og Elizabeth. Rut var léttlynd og lauslát stúlka og Agöthu fannst hún grunsamleg. Eliza- beth var í einu orði sagt: — heimsk. Þess vegna var hugs- anlegt, að einhver hefði not- að hana sem leiksopp. Og þá voru það sjúklingarnir. Það var í rauninni hægt að gruna þá alla, nema þá sem ekki voru rólfærir. Þeir voru að sjálfsögðu hafnir yfir- allan grun. En hvernig hafði þjófur inn opnaði skápinn? Bæði yfirlæknirinn og yfir- hjúkrunarkonan voru við- stödd, þegar Agatha var yfir- heyrð. Af hinum kuldalega svip þeirra, las hún, að þau ekki aðeins grunuðu hana, — heldur höfðu þau þegar dæmt hana. Sem betur fer, hafði Agatha frábært minni og þess vegna gat hún sagt frá hverj- um einasta' smávægilega at- burði, sem gerzt hafði um- rædda nótt. Leynilögreglu- manninum tókst ekki að gera Ftramhald á 29. síðu. ÍSLENDINGAR vilja telja sig þrifna þjóð. Sú var tíð- in, að einn bezti vinur landsmanna var lúsin, en nú er öldin önnur. Það þyk ir tíðindum sæta, ef lús finnst á börnum í skólun- um og nauðsynlegar ráð- stafanir eru gerðar þegar í stað til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu henn- ar. Það leynir sér ekki, þeg- ar gengið er um götur höf- uðborgar okkar, að liér býr mesta þrifnaðar og ménningarfólk. Undantekn ingarlítið eru menn hrein- legir og vel og smckklega til fara, Við skúluin fylgja einum venjuléguni borgara, þar sem hann gengur úr vinnu sinni klukkan rösklega sex og stefnir beinustu leið heim til sín. Eftir klukku- stund sezt hann við mat- borðið ásamt fjölskyldu Ríkir sóðaskapur í sláturhúsunum? sinni og setjum svo að upp- hitað kjöt frá hádeginu sé á borðum. Allt er hreint og fágað. Dúkurinn skjannahvítur og kjötið hreinlega framborið og matreitt eftir beztu upp- skrift. Borgarinn okkar sleikir út um, áður en hann tekur að gæða sér á því. En skyldi hann gruna, að ef til vill hefur þetta sama kjöt, sem hann etur nú af svo mikilli lyst, ver- ið í einhverju sláturhúsi úti á landi? Og hvernig er umhorfs í sláturhúsum úti á landsbyggðinni? Eru ekki allir starfsmenn í hvít um og hreinum vinnuslopp um? Er ekki ógurlegt hrejn lætisbrjálæði á svona stöð- um? Eru menn ekki reknir á stundinni, ef þeir mæta í pínulítið skítugum slopp? Undirritaður hefur ekki ferðast um landið þvert og endilangt til þess að skoða sláturhús landsmanna. Hins vegar hefur liann frétt eftir góðum heimild- um, að það hafi gert fyrir rösku ári síðan nokkrir sænskir kjötsérfræðingar. Svíar höfðu í hyggju að kaupa af okkur kjöt, en vildu að sjálfsögðu fá að sjá, hvernig varan er unn- in, áður en þeir festu kaup- in. Þeim voru sýnd fimm beztu sláturhúsin á land- inu. Og hvernig leizt þeim á? Þeir töldu, að a ð e i n s þ r j ú af þessum fimin sláturhúsum gætu talizt nothæf, og það varð ekk- ert úr kaupunum! Menn geta rétt ímyndað sér, livernig ástandið er í öllum hinum sláturhúsunum, sem ekki var talið ráðlegt, að hinir sænsku sérfræðingar fengju að sjá! Sögusagnirnar, sem ganga um bæinn um slát- urhúsin, eru vissulega langt frá því að vera geðs- legar. Á einum stað sagði sagan, að kjötskrokkarnir hafi til skamms tíma verið þvegnir upp úr bala og sama vatnið hafi verið í balanum allan daginn. Tuskurnar, sem þvegið var með, voru grútskítug- ar. Þeir ku nýlega hafa fengið slöngu í þcssu ágæta sláturhúsi! Önnur saga sagöi, að í sláturhúsi hafi nokkrir starfsmanna tekið óspart í nefið og tóbaks- kornin hafi lirunið yfir kjötskrokkana! Ef ofangreint er rétt og þó ekki væri nema brot af því, þá er ástandið verra en svo, að við verði unað. Hér er um lineyksli að ræða, sem varðar alþjóð. Illugi. 22 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.