Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Page 25

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Page 25
VIÐ bjó'ðum lesendur vel- komna í KLÚBBINN, sem verður í hverju Sunnudags- blaði, meðan kraftar okkar endast. Ætlunin er að segja nokkrar kímnisögur, en þar sem góðar kímnisögur eru ekki á hverju strái, viljum við leita á náðir lesenda. Sendið okkur kímnisögur og við mun um borga sómasamleg ritlaun fyrir þær, sem birtingarhæfar teljast! ÞAÐ var eitt sinn, að Páll Isólfsson var vakinn upp snemma morguns af ungu og „efnilegu“ tónskáldi. Páll var heldur úrlllur yfir því að vera sviptur sínum sæta morgunblundi, en kunni þó ekki við að sýna þessum unga kollega ókurteisi. — Ég hef setið uppi í nótt, sagði tónskáldið unga og gekk fram og aftur um gólfið, yfir- spenntur á taugum. ■— Ég hef samið tvær sónötur. Ég verð að spila þær fyrir þig. Það þolir enga bið. Tónskáldið settist við slag- hörpuna í stofu Páls og tók að leika af öllum lífs og sálar kröftum. Páll settist í hæg- indastól rétt hiá, á náttfötun- um einum klæða. Hann gretti sig og geyspaði ógurlega. Þegar tónskáldið hafði leik- ið skamma hríð hina fvrri sónötu næturinnar, stóð Páll á fætur, tevgði sig og sagði: — Þú skalt byrja.á hinni. Hún er betri. ☆ ÞÓRHALLUR Vilmundarson, fyrrverandi frambjóðandi Þjóðvarnarflokksins í Reykja- vík, er maður vandur að virð- ingu sinni og á bágt með að sætta sig við spillingu nútím- ans. Sérstaklega er honum í nöp við þá þætti dagblað- anna, sem flyta frásagnir af leikkonum og meðfylgjandi myndir af þeim hæfilega lítið klæddum. Þórhallur er tíður gestur á ritstjórnarskrifstofum Alþýðu blaðsins og eitt sinn er hann leit inn, hafði hann heldur betur sögu að segja. Hann byrjaði á venjulegum hneyksl unarinngangi um sorpblaða- mennsku á Islandi og rök- studdi síðan mál sitt með spánnýju. dæmi um afleiðing- arnar af slíku lestrarefni. — Ég veit um tveggja ára gamlan krakka, sagði Þórhall- ur grafalvarlegur. — Hann getur ekkert sagt nema be-be, sem auðvitað þýðir Brigitte Bardot. ☆ ÓSKAR JÓNSSON var fjórði maður á lista Framsóknar í Suðurlandskjördæmi við síð- ustu alþingiskosningar. Mörg- um þótti Óskar grátt leikinn, sér í lagi þar sem hann sigr- aði í fyrri kosningunum. Sjálfur tók hann ráðstöfun flokks síns með umburðar- lyndi og karlmennsku og barðist eins og ljón í kosn- ingabaráttunni. Á framboðs- fundinum í Ves+mannaeyjum endaði hann ræðu sína á þessum upphrópunum: — Fram til sisurs, Vest- mannaeyingar! Fjóra Fram- sóknarmenn á þing! Þegar hann hafði mælt fram orðin hárri raustu og al- vörubrunginni, kvað við skellihlátur í fundarsalnum. Ó«Var fór ekki varhluta af hlátrinum og þar sem hann var að stíga úr pontunni, stanzaði hann, steytti hnefa framan í háttvirta kjósendur og hrópaði: —: Kurteisir menn, Vest- mannaeyingar, heim að sækja eða hitt þó heldur! Framsókn tapaði þingsæti í Suðurlandskjördæmi, eins og kunnugt er. ☆ í DE SEMBERMÁNUÐI ár hvert hefst bókmenntaáhugi tslendinga. Það væri kann- ski sanni nær að segja bóka- áhugi, því fæst af því mundu vandlátir telja bókmenntir, sem mest er sótzt eftir. Fyrir jólin í hitteðfyrra kom út bók sem athygli vakti. Hún hét „Skáldið á Þröm“ og fjallaði um ævisögu fyrir- myndar Kilians að Ólafi Kára svni Ljósvíkingi. Hefðarfrú ein kom inn í bókabúð og vildi fá jólabók fyrir mann sinn. Henni var sýnd áður- nefnd bók og afgreiðslumað- urinn mælti eindregið með henni. — Um hvað er hún? spurði frúin. — Um ævi Magnúsar HjaPasonar Magnússonar. — Hver var það? spurði frúin. — Fyrirmynd Kiljans að Ljósvíkingnum. — Já, alveg rétt, svaraði frúin lyfti brúnum. — En segið mér eitt, bætti hún við. — Er þetta ekki einhver bann sett fornsagan? ☆ MEÐAN Helgi Hjörvar var skrifstofustjóri Útvarpsráðs, var sendill hjá fyrirtækinu, ungur piltur á gelgjuskeiði, langur og mjór. Sendill þessi var með eindæmum duglegur í starfi sínu og vildi allt fyrir alla gera. Eitt sinn var hann staddur inni á skrifstofu Helga og átti að fara í ofurlitla sendiferð fyrir hann. - Ég þarf að senda yðurmeð bók til kunningja míns, góðv, sagði Helgi, stóð upp frá skrifl borðinu og gekk að bókaskápn um við hliðina. Þetta var bókaskápur frá gólfi til lcfts og Helgi tillti sér á tá og teygði sig upp í þriðju efstu hilluna, en náð þó ekki bók- inni. — Ég skal ná í hana, sagði sendillinn. — Ég er stærri. — Þér eruð hærri, meinið þér, sagði Helgi byrstur — og náð sér i stól! ☆ EINS og kunnugt er gengur erfiðlega að leiðrétta þann misskilning á erlendum vett- vangi, að hér á íslandi búi frumstæð bjóð og ísbirnir séu á hverju strái. Eftirfarandi sögu sagði Dani íslenzkum kunningja sínum: Prestur í Reykjavík stóð einn sunn\idagsmorgun i full- um skrúða í skrúðhúsinu, reiðubúinn til þess að hefja guðsþjónustu. Þá kemur djákninn á harðahlaupum óg segir móður og másandi: — Herra prestur, herra pres*ur! Það eru tveir ísbirn- ir hérna rétt fyrir utan. Presturinn smeygði sér úr skrúðanum á augabragði og greip byssuhólkinn sinn. Hann þaut út og sagði um leið við djáknann: — Láttu söfnuðinn syngja „Allt eins og blómstrið eina“. Hann vissi sem var, að sá sálmur er lengsti sálmurinn. í sálmabókinni og það mundi taka drjúgan tíma að syngja öll versin. Þegar prestur kom aftur skömmu seinna og hafði Lngt bæði dýrin að velli, voru enn þá tvö vers ósungin af sálm- inum, svo að hann komst í tæka tíð í stólinn til þess :?ð flytja sunnudagsprédikuninia. Sunnudagsblaðið 23 Páll ísólfsson settist5 en unga tónskáldið tók að leika af fullum krafti.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.