Sunnudagsblaðið

Ulloq

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 32

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 32
— VERTU SÆL, elskan! — Vertu sæll, elskan! Alix Martin laut yfir litla grindverkið og horfði á hvar maður hennar fjarlægðist hægt og hægt. Skyndilega 'var hann horf- inn úr augsýn inn í hliðar- götu, en Alix stóð enn í sömu sporum og fitlaði við lokk úr sínu brúna og fagra hári, sem vindurinn hafði feykt í andlit henni. Augnaráð hennar var dreymandi og fjarrænt. Alix Martin var ekki fögur kona, — eiginlega var hún ekki einu sinni lagleg. En andlit hennar — andlit konu, sem ekki var lengur á æsku- skeiði — hafði fengið slíkan ljóma og mýkt, að fyrrver- andi starfsfélagar hennar á skrifstofunni hefðu varla þekkt það aftur. Ungfrú Alix King hafði verið sjálfstæð ung kona, örugg í framkomu og mjög dugleg að koma sér á- fram. Lífið hafði verið henni erf- itt. Allt frá því að hún var í menntaskóla og þar til hún var þrjátíu og þriggja ára gömul, hafði hún sjálf orðið að afla sér lífsviðurværis með hraðritunarkunnáttu sinni. (í sjö ár af þessum tíma hafði hún einnig haft á framfæri aldraða móður sína). Það var lífsbaráttan, sem hafði gert það að verkum, að mjúku drættirnir í kvenlegu andliti hennar höfðu harðnað. Satt að segja hafði verið rómantík í lífi hennar — á sinn hátt. Það var þetta með Dick Windyford, einn af skrif stofumönnunum, sem unnu á sama stað og hún. Alix, sem hafði fullkomlega kvenlegar tilhneigingar, hafði alltaf skil ið, að hann var ástfanginn af henni. Hún hafði hins vegar látið, eins og hún skildi það ekki. Þau voru aðeins vinir, — ekkert meir. Af sínum lágu launum hafði Dick orðið að kosta skólagöngu yngra bróð- ur síns. Þess vegna gat hann ekki eins og sakir stóðu hugs- að sér að kvænast. Og síðan kom frelsið frá hinu daglega brauðstriti til hennar á mjög óvæntan hátt. Fjarskyldur ættingi hafði lát- izt og arfleitt hana að nokkr- um þúsundum punda, nægi- legri upphæð til þess að gefa af sér nokkur hundruð pund í vexti árlega. Fyrir Alix þýddi þetta frelsi — nýtt líf. Nú þurfti hún og Dick ekki að bíða lengur. En viðbrögð Dicks komu Alix meira á óvart en sjálfur arfurinn. Han^ hafði aldrei talað um ást sína við hana, en nú brá svo við, að hann sýndi minni áhuga á því en nokkru sinni fyrr. Hann forð- aðist hana, fór hjá sér og varð niðurlútur, þegar þau mætt- ust. Alix skildi strax sam- hengið. Hún var orðin kona í góðum efnum. Stolt og til- finningasemi stóðu í veginum fyrir því, að Dick gæti beSið um hönd hennar. Hún hugsaði meira um hann en áður og oft á tíðum hvarflaði sú hugsun að henni, hvort hún sjálf ætti ekki að stíga fyrsta skrefið, áður en eitthvað óvænt kæmi fyrir. Hún hitti Gerald Martin hjá einum vina sinna. Hann varð mjög ástfanginn af henni strax viö fyrstu sýn, og áður en vika var liðin, voru þau trúlofuð. AIix, sem alltaf hafði álitið sig vera konu, sem ekki gengi í aug- un á karlmönnum svona við 30 Sunnudagsblaðið fyrstu sýn, varð ómótstæði- lega snortin af tilfinningum sínum. Óafvitandi vakti hún úr dvala tilfinningar sínar til Dicks. Hann hafði heimsótt hana stamandi af reiði og sorg. — Þú þekkir hann ekki. Þú þekkir hann ekki hætis- hót! — Eg veit að ég elska hann. — Hvernig geturðu vitað það — á einni viku? — Það eru ekki allir, sem þurfa ellefu ár til þess að komast að raun um, að þeir bera heitar tilfinningar til stúlku, sagði Alix og logaði af bræði. Hann varð náfölur í andliti. — Ég hef hugsað um þig, frá því að ég sá þig í fyrsta sinni. Ég hélt, að þú hugsaðir líka um mig. — Það hélt ég líka, viður- kenndi hún. — En það staf- aði af því, að ég vissi ekki, hvað ást er. Þá byrjaði Dick að kvarta og kveina. Hann bað — grát- bað hana, sór henni ást sína að eilífu, — hann hótaði — hótaði þeim manni, sem hafði orðið honum yfirsterkari. Alix fann sér til undrunar hvernig heilt eldfjall gaus innan í þessum hægláta manni, sem hún hélt, að hún þekkti betur en sjálfa sig. Henni varð hugsað til alls þessa, þar sem hún laut yfir grindverkið þennan bjarta morgun eftir að hún hafði kvatt sinn elskulega eigin- mann. Hún hafði nú verið gift í einn mánuð og var full- komlega hamingjusöm. En nú, þegar maðurinn, sem var henni meira virði en nokkuð annað í þessum heimi. var farinn, var eins og skyndileg hræðsla varpaði skugga á hamingju hennar. Og orsök hræðslunnar var Dick Windy- ford. Þrisvar sinnum eftir brúð- kaupið hafði hana dreymt sama drauminn. Atvikin voru revndar mismunandi í smáat- riðum, en meginefni allra draumanna var eitt og hið sama. Hún sá mann sinn liggja dauðan og Dick Windy- ford standa yfir honum. Hún vissi ofurvel, að það var hann, sem hafði framið þennan hryllilega glæp. En svo óhugnanlegt sem þetta var, þá var þó annað enn óhugnanlegra. Hið óhugn anlega birtist henni, þegar hún vaknaði, því að í draum- inum var allt eðlilegt og ör- uggt. Hún, Alix Martin, gladdist yfir því, að maður hennar skyldi vera dauður. Hún rétti brosandi fram hend- urnar til morðingjans og þakk aði honum fyrir. Draumarnir enduðu allir á hinu sama: Hún var hamingiusöm í faðmi Dicks Windyfords. Hún hafði ekki sagt eigin- manni sínum hið minnsta frá draumum þessum, en engu að síður voru þeir henni til meiri óþæginda, en hún vildi viðurkenna fyrir sjálfri sér. 'Var hún að verja Dick Windy- ford? Alix hrökk upp úr hugleið- inn hringdi inni í húsinu, hvellt og hátt. Hún hraðaði sér inn og tók upp tólið. Hún hrökk við og studdi annarri hendi við vegginn. — Hver er það? — Alix! Hvað hefur komið fyrir röddina í þér? Ég ætlaði varla að þekkja hana. Þetta er Dick! — Ó, sagði Alix. —» Ó, er — er ... ert það þú? — Já, á Travellers Arms, — eða heitir það ekki það? Þú þekkir kannski ekki enn- þá bæinn, sem þú býrð svo skammt frá! Mér leiðist. Ég er hér að veiða, en hef ekki fengið svo mikið sem eina bröndu. Hefðurðu nokkuð á móti því, að ég komi í heim- sókn { kvöld? — Dick, sagði hún hörku- lega. — Þú mátt ekki koma! Það varð þögn andartak. en síðan heyrðist aftur rödd hans, en hún var öðruvísi en áður. — Má ég spyrja um ástæð- una, sagði hann. — Það segir sig sjálft, að ég mun ekki gera ykkur hið minnsta erfitt fyrir með saklausri heimsókn, en . .. Alix grein fram í fyrir hon- um. Hann hlaut að hafa tekið eftir hversu undarleg hún var. Taugar hennar hlutu að vera meira en lítið spenntar. — Ég meinti bara, að við erum vant við látin í kvöld, útskýrði hún og reyndi að vera eins eðlileg í málrómi sínum og hún mögulega gat. — Geturðu ekki komið í hádeginu á morgun? — Þakka þér fyrir! Ég verð að fara hvenær, sem ferðafélaga mínum þóknast. Það er allt undir honum kom- ið. Vertu sæl! Hún flýtti sér að taka und- ir kveðju hans, lagði tólið á og varn öndinni léttara. — Hann má ekki koma hingað. tautaði hún upphátt við siálfa sig. — Hann skal ekki koma hingað. Æ, bölvað- ur asni get ég verið! Hvers vegna er ég að æsa mig upp út af svona lítilræði? Auðvit- að er ég fegin, að hann skuli ekki koma. Hún tók stráhatt af borðinu í stofunni og gekk síðan aft- ur út í garðinn. Hún stanzaði andartak fvrir framan hliðið og horfði á nafnið á villunni þeirra. Það var fagurlega mál að á útskorna fjöl: NÆTUR- GALINN. — En hvað þetta er fallegt nafn, hafði hún sagt við Ger- ald, skömmu áður en þau giftu sig. Hann hafði hlegið- — O, blessaður stórborgar- unginn minn, sagði hann í meðaumkunartón. — Það er ég viss um, að þú hefur aldrei hevrt í næturgala. Og ég gleðst h.iartanlega yfir bví. Næturgalinn syngur bara fyr- ir þá, sem elskast og elskast heitt. Við munum áreiðan- lega heyra hann syngja á fal-

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.