Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 36

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 36
Ingrid Bergman sökuð um að nota börnin í auglýsingasky ni. Vonbrigði Ingiríðar yfir löndum sínum brýzt út í op- inberri ræðu við góðgerða- sýningu, hún sækir í sig veðr- ið og afstaðan til þeirra snýst við, eftir að augnabliks- hneyksli er afstaðið. Um það ritar hún Steele á þessa leið: ,,Það var gaman í Stokk- hólmi, þeir sögðu mér stríð á hendur en ég svaraði um hæl“. STJARNA RÍS AÐ NÝJU. En henni finnst Rossellini vanta viljann til að fullnýta hæfileika hennar og nú er þolinmæði hennar á enda. Hún flýgur til Parísar með samþykki haris, gerir samning við Jean Renoir um leik í kvikmynd og semur um hlut- verk í sjónleiknum Te og samhygð. „Það er einskis- virði“, segir Rossellini, og endurtekur það þegar hann kemur heim úr ellefu mánaða kvikmyndaför til Indlands og verður þess vísari að enn er verið að leika sama leikinn. „Ertu enn með þennan þvætt- ing?“ En hann afsegir að horfa á hana í hlutverkinu, og Anastasíu hennar kallar hann líka þvætting. Það er þó viðurkennt, að Ingrid sé að finna leikform sitt á ný. Bandaríkjamenn eru meira að segja hrifnir, eftir mqrftra ára bannfæringu, bó t offurkomu hennar kvikmvnda fvrir ameríska T'-'nircra C7fnri IvSt r>',0ð há+t- v'cí 'R'aríc;orn« a-f Ed P’illi- van í s’~~,var-í á svofelldan hátt: „Þegar öllu er á botn- inn hvolft, hefur hún tekið út sjö ára refsingu!“ En af gremju yfir þessu, skýtur upp nýrri öldu samúðar um- hverfis hana. Hún fer í 36 stunda sigur- för til New York og verður þeirrar hamingju aðnjótandi að eiga símtal við Piu. Síðar veitir Cary Grant Óskarsverð launum viðtöku fyrir hennar hönd, við hátíðlega athöfn í Hollywood, fyrir bezta leik ársins í kvenhlutverki. Sjálf er hún þá stödd í París og er svo örmagna af æsingi og taugaóstyrk, að hún getur ekki fylgzt með afhending- unni í útvarpi, heldur tekur inn svefntöflur og dettur útaf. ANNAR SKILNAÐUR. Fyrir hina endurheimtu persónufrægð, verður Ingrid að gjalda með hjónabandi sínu. Rossellini er síngjarn og hégómlegur, og kemur heim með nýtt herfang frá I.ndlandi, fagra, bengalska vinkonu, sem hann eignast barn með. Hann hefur þó lát- ið það áður uppskátt við konu sína í símtali, að hið nýja hneyksli væri í vændum. En Ingrid er orðin slíku svo vön, að hún bregður sér hvergi, og á flugvellinum faðmast hinir langskildu makar innilega, — fréttamönnum til virðingar. Skömmu síðar skrifar hún Steele: „Það verður léttir fyr- ir Roberto að vera ekki leng- ur giftur stjörnu: Einhvern- tíma semur hann aftur stór- kostlegar kvikmyndir. 'Við verðum að horfast í augu við það, að á listasviðinu vorum við ekki hvort öðru heppileg“. ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER. Hér verður það ekki rætt, er síðast hefur drifið á daga Ingrld Bergman, svo sem end- urfundir hennar og Piu í ást og eindrægni, kynni þeirra Ingrid og Lars Schmidt leik- hússtjóra, hjónaband þeirra og nýtt vandamál varðandi rétt hennar til barna þeirra Rosselini. En við skulum til- færa hér nokkur orð úr bréfi til Steele: „Lars er fyrsti ó- eigingjarni maðurinn, sem ég hefi kynnst. Mörgum mun of- bjóða að ég skuli verða ást- fangin svo skjótt eftir skilnað inn. En enginn fær nokkru •sinni að vita það, hve mörg ár ég hefi lifað í ástleysi". Steele lýkur bók sinni með heimsókn þeirra hjóna til Hollywood í apríl síðastliðn- um, en þá hafði Ingrid Berg- man ekki komið þangað í tíu ár. Hún finnur Piu og forna vini, starfsfélaga sem aldrei höfðu brugðist henni og veita henni innilegar viðtökur. Enn einu sinni er hún umsetin af blaðaljósmyndurum, en nú er það í góðum tilgangi. Og við hátíðaveizluna, sem gerð er henni til heiðurs, eru þær staddar, gróusagnahöfundarn ir og slúðurblaðakonurnar Hedda Hopper og Louella Par son. Enda er Ijóst, að þrátt fyrir allt geta kvikmyndadís- ir ekki án þeirra verið. Hring- urinn er loksins lokaður að nýju. Tilefnis til bókar Steeles er að leita í viðleitni hans að draga upp sanngjarna mynd af Ingrid Bergman persónu- lega. Ljóst dæmi þess, hversu ómilda dóma hún hlaut í „Heimalandi guðs“ (Gods own country) er viðtal sem hún átti við amerískan prest, með- an á útlegð hennar stóð. „Þú verður að snúa til manns þíns aftur“, sagði hann. „Ef nauð- svn ber til, verður þú að skríða á fjórum fótum til hans og biðjast fyrirgefningar. — Því það verður þú að gera þér ljóst að ef konur vorar sjá, að bú iðrast ekki af öllu hjarta — halda þær að þeim sé ieyfi- legt að hegða sér eins“. ..En hvernig verður þá með litla drenginn minn?“ spurði Ingrid. „Ekki get ég farið með hann til dr Lindströms?“ „Hann er hægt að senda á barnaheimili. Honum verður það fyrir bestu, að vita ekki hverjir foreldrar hans eru“, svaraði prestur. Síðan Ingrid lék í kvik- myndinni Anastasía, er hún aftur á tindi frægðar sinnar sem listakona. Og þessi bók mun einnig finna henni stað sem konu í hjörtum Banda- ríkjamanna. MARGRÉT TRUMAN hef ur fyrir skömmu skrifað bók um föður sinn. Þar segir með al annars, að eitt sinn hafi frú Truman verið að brenna öll gömlu, ástarbréfin, sem maður hennar hafði skrifað til hennar. Truman kom að konu sinni, þar sem hún var að brenna bréfin, hrökk við og sagði: — Þetta áttu ekki að gera, kona! Hugsaðu um sagnfræð ingana! Frú Truman svaraði með hægð: — Það er nú einmitt það, sem ég er að gera. ! ! ! BÖLSÝNISMAÐURINN sér aðeins dökku hliðarnar á skýjunum, og verður þung- ur í skapi og sannfærist um, að óveður sé í nánd. Heim- spekingurinn sér báðar hlið- arnar á skýjunum og ypptir öxlum. En bjartsýnismaður- inn sér alls engar liliðar á skýjunum. Hann er nefni- lega í þeim'. VERÐLAUNA- KROSSGÁTA SUNNUDAGS- BLAÐSINS KROSSGÁTUR liafa lengi þótt skemmtileg dægradvöl, en það gildir samu máli með þær sem annað: Þær hafa breytzt í seinni tíð, — til mik- illa bóta að flestra dómi. SUNNUDAGSBLADIÐ mun birta í hverju tölublaði kross- gátu með liinu nýja sniði, sem tíðkast hefur crlcndis um nokkurt skcið og barst hing- að fyrir skemmstu. Gátur af þessu tagi eru í rauninni livort tveggja í senn: kross- gátur og myndagátur. Tvenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn á krossgát- unni. * FYRSTU VERÐLAUN ERU 200 KRÓNUR. * ÖNNUR YERÐLAUN ERU 100 KRÓNUR. ílrlaúsnir spndist í lokuðu umslagi merktu: SUNNÚ- DAGSBLADIÐ, Alþýðuhús- inu, Reykjavík. Dregið verð- ur úr, ef margar réttar lausn- ir berast. 34 Sunnudagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.