Sunnudagsblaðið

Ulloq

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 37

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 37
— Ef þig iangar ekki til að fylgjast með náminu í dag, væri kannske bezt að þú tækir þér frí og færir heim? — Nei, ég vil vera hérna. — Allt lagi, en þá verður þú líka að gæta þess, að trufla ekki hin börnin við kennsl- una. Enda er afskaplega gam- an að læra um allar þær dá- semdir, sem gerast úti í nátt- úrunni. Kennarinn snýr sér aftur að veggtöflunni og nemandi sá, sem ekki hafði fylgzt með, reynir að safna nýjum áhuga fyrir leyndardómum skordýra lífsins. En skólapiltur frá þeim ,,gömlu og góðu dögum“ rek- ur ósjálfrátt upp stór augu. Ja, það hefði átt að lofa okk- ur að velja um, hvort við fengj um leyfi úr skóla eða yrðum að hlusta á útskýringar um líf mauranna! Við hefðum áreið- anlega kosið frels ð og flykkzt út úr dyrunum. En það, sem okkur hafði verið gert að velja um, var líka allt öðruvísi. Annaðhvort urðum við þá að sitja réttir í sætum okkar, eða okkur var refsað með því að dúsa inni í aukatíma, eftir að aðrir voru farnr og gangar all ir auðir og tómir að öðru en þefi af ryki og rennvotum fatnaði, Við urðum meira að segja að sitja með lokaðan munn, en augu og eyru því betur opin. En tímarnir breytast, — einnig að því er skólahald varðar. Og skóli sá, er við heimsækjum nú, hefur ef til vill fjarlægzt hið gamla kennsluform mest allra skóla. En það er Bernadotteskólinn í Hellerup, sem nú hefur lokið 10 ára starfsemi. Hann er frjáls skóli, — einkastofnun með ríkisstyrk — og frelsið er aðalhyrningarsteinninn í öllu fy»’irkomulagi hans. Skóli þessi varð eiginlega til fyrir áhrif af styrjöldinni. Það var skoðun ýmissa, að frekari styrjöldum yrði afstýrt, ef börn og unglingar um heim allan fengju færi á að kynn- ast og öðlast gagnkvæman skilning. Að þessu er meðal annars stefnt með því að láta börnin læra ensku í lægri bekkjunum. Bernadotteskólinn er full- komlega samskóli og hefur allt frá byrjun tekið upp ýms- ar róttaekar breytingar, sem í sívaxandi mæli hafa verið inn leiddar í skóla ríkisins eftir á. Engin próf eiga sér stað og börnin fá að lifa saman, leika sér og þroskast saman, án þess vottur af óheilbrigðri keppni trani þeim fram, frekar en gáfur og önnur efni standa til. Bæði kennslutæknin og skólalífið í heild er haft með þeim hætti, að það hvetii til samstarfs, bræðralags og jafn réttis. Og það sem meira er: jafnréttið nær einnig til barn anna í framkvæmd. Komi upp mi°klíð í einh'ærium békk, er h^ldínn deildarfundur og börnin eiga hlut að bví siálf, að greiða úr vandamál'nu. Einn dasinn kom kennarinn of seint tíl bekkiar síns. vegna b°rc; að bifhjól hans bilaði á leiðinni. Þegar hann kom, voru börnin siálf bvrjuð á kennslustundinni, útaf fvrir sig. Fvrsti skólastjórinn. G. J. Alvin, var þeirrar skoðunar, að agaskorti í skólum yrði ekki afstýrt með strangari aga Hann tók upp þveröfuga stefnu. Það var á ábyrgð barnanna sjálfra, hvort þau fylgdust með kennslunni eða ekki. Þau mega tala saman i kennslustundunum, ef það truflar ekki önnur börn. og bau mega þúa kennara sína hispurslaust, en slíkt við- pencrst sinars naumast í Dan- mörku. Engum kemur til hug ar að heimta bað af fudorðnu fólki. að bað sitii grafkvrrt í sex stundir á dag. með beinu baki. Hvers vesna á þá að krefiast bess af börnum? Tíu ára starfsemi Berna- dottskólans hefur leitt í Ijós, að hugmyndir þær, sem þar hafa verið upp teknar, hafa hagnýtt gildi. Börnin hafa lært að sýna sig verðug þeirr- ar ábyrgðar, sem lögð hefur verið þeim á herðar og láta hana þroska sig. Það er minna um hróp og háreysti hér en í öðrum skólum. Börnin flýta sér ekkert út í frímínútunum og mannt koma þau fyrir sjón ir sem hreinskilin, frjálsleg og prúð ungmenni. En læra þá börnin nokkuð í slíkum skóla? Já, — þau hafa verið látin þreyta próf- raunir í almennum lands- prófum, og frammistaða þeirra hefur orðið nokkuð fyrir ofan meðallag yfir allt landið í heild. Börnin elska þenna skóla sinn, enda segir það sig sjálft. Á tíu ára af- mæli skólans stofnuðu þakklát ir aðstandendur barnanna for eldrafélag, sem ætlað er að styðja skólann fjárhagslega, þannig að unnt verði að út- vega allmörgum börnum ó- keypis skólavist, og um þau sæti verður áreiðanlega rifizt. Þetta félag er afmælisgjöf foreldranna til skólans. Bernadofteskólinn í Hellerup í Danmörku er með falsvert ólíku sniði því er barnaskólar almennt gerast. Þar þúa krakkarnir kenn- arana og enska er t. d. kennd í lægri bekkj- unum. Myndir þær, sem fylgja þessu grein- arkorn lýsa vel andblæ skólans. Sunnudagsblaðið 35

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.