Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Síða 53

Sunnudagsblaðið - 24.12.1959, Síða 53
r "fs,. VIÐ JÓLASPILIÐ þarf aö nota venjulegan tening, sem þið eigið sennielga öll og sömuleiðis litla kringlótta plötu fyrir hvern þátttakanda. Hver þátttakandi kastar teningnum einu sinni og færir sig fram um það, sem upp kemur. En spilið er ekki svona auðvelt. Þátttakendur verða bæði að þola meðlæti og mótlæti. Þeir, sem hafna á tölu, sem hringur er utan um, eiga að lesa skýringarnar hér á eftir og verða annaöhvort heppnir eða óheppnir. — Góða ferð! 1. Góð byrjun. — Þú mátt færa þig fram á númer 6. 7. Þú ert kominn á fulla ferð. — Þú mátt færa þig fram á númer 10. 14. Æ, þarna brást þér bogalistin. — Þú verður að byrja upp á nýtt. 19. Þarna missir þú annað skíðið. — Aftur á bak á númer 15. 25. Þú mátt stytta þér leið og fara á númer 30. 32. Fyrsta flokks beygja. Áfram á númer 36. 34. Ó, þarna fórstu beint á tréð. Þú missir úr eina umferð. 35. Bannsettur klaufinn! Þú fórst beint í ána. Byrja upp á nýtt! 40. Þú missir jafnvægið inn í gönginni. Aftur á bak á númer 37. 46. Þú hefur skíðin á öxlunum og missir úr tvær umferðir. 50. Beint á rassinn! Aftur á bak á númer 42. 55. Þú þarft að bera á skíðin. Missir úr eina umferð. 60. Þarna tókst þér upp. Færist fram á númer 66. 67. Meðvindur. Færist fram á númer 72. 70. Hérinn stekkur í veg fyrir þig. Aftur á bak á númer 66. 73. Þú ert snillingur í svigi. Færist áfram á númer 90. 79, 83, 88, 92. Þú veltir um staurnum. Aftur á bak um 3. 93. Þú hoppar yfir tréð. Áfram á númer 95. 94. Þú fellur um tréð. Færist aftur á bak á númer 89. 100. eða þar yfir. Kominn í mark! JOLASPILIÐ Jólagjöf SUNNUDAGS BLAÐSINS til yngstu Iesendanna.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.