Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 10
8 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
hefur í ljós að þeir sem rétt hafa til þess að kalla sig verkfræðing eru nú mun fleiri en talið var
áður eða u.þ.b. tvöfalt ileiri en skráðir eru í Verkfræðingafélagið. í tengslum við þetta er
verið að reyna að ná sem flestum, sem í talinu verða skráðir, inn í Verkfræðingafélagið þar
sem þeir eiga að sjálfsögðu heima.
Umfjöllun um menntunarmál verkfræðinga er tvímælalaust sá þáttur sem einna mikilvæg-
astur er í starfsemi VFÍ og hefur svo verið frá því að félagið var stofnað. VFI ásamt TFI hafa
mótað nýja og samræmda stefnu hvað varðar framtíðarmenntun íslenskra verkfræðinga og
tæknifræðinga og er unnið markvisst að því að hrinda henni í framkvæmd. Jafnframt er unnið
að nýrri stefnumótun hvað varðar endurmenntun vegna hinnar öru þróunar í tæknimálum sem
nú á sér stað í heiminum. Ef til vill sýnir það starf sem félagsmenn VFI hafa lagt i menntun-
armálin bæði fyrr og síðar betur en margt annað hversu þýðingarmikið Verkfræðingafélag
Island hefur verið í raun fyrir bæði verkfræðistétt þessa lands sem og aðrar tæknimenntaðar
stéttir.
Að lokum vildi ég halda því fram eftir að hafa notið þeirra forréttinda að fá að vera for-
maður í þessu félagi um skeið og kynnast af eigin raun því mikla starfi sem fram fer á vegum
VFI í þjónustu við einstaka félaga og verkfræðistéttina í heild, að sú skoðun sem stundum
heyrist, að félagið sé máttlaust er ekki á sanngirni byggð.
Félagið býr yfir ótrúlegum krafti sem Iýsir sér ekki síst í því
að það hefur á að skipa íjölda mjög hæfra einstaklinga sem
jafnan eru reiðubúnir að sinna félaginu þegar á þarf að halda
af alúð, ósérhlífni og endurgjaldslaust. Eg vildi nota tæki-
færið hér og þakka öllu þessu fólki fyrir þeirra ómetanlega
skerf til vaxtar og viðgangs Verkfræðingafélagsins.
Að endingu vildi ég þakka framkvæmdastjóra félagsins og
öðru starfsfólki fyrir áhuga, ósérhlífni og dugnað í störfum
fyrir félagið og einkar góða viðkynningu.
Jóhann Már Maríusson formaður VFI
Ávarp formanns TFÍ
Utgáfa sameiginlegrar árbókar Verkfræðingafélags Islands og Tæknifræðingafélags Islands
er enn eitt dæmið um mikla samvinnu þessara félaga á undanförnum árum.
TFI og VFÍ halda reglulega samráðsfundi, einn til tvo á ári. Það var á einum slíkum árið
1993 sem ákveðið var að kanna möguleika á að sameina skrifstofuhald félaganna. Þeir aðilar
sem stóðu að þessari vinnu voru formenn og varaformenn ásamt núverandi framkvæmda-
stjóra. Auk þess sem þessi vinna var sérstaklega tengd þessu verkefni varð hún til þess að
stjómarmenn félaganna kynntust vel og skapast hefur góður trúnaður milli þeirra.
Síðast liðið starfsár var mjög viðburðarríkt fyrir TFI.
Stjórn félagsins hafði ákveðið að taka virkari þátt í samstarfi systurfélaga okkar á
Norðurlöndum. Þessi systurfélög eru í Danmörku IDA (áður IS), í Noregi NITO, í Svíþjóð
INGF og í Finnlandi eru tvö félög DIFF og IL.
Formaður og framkvæmdastjóri mættu á sameiginlegan fund þessara félaga sem haldinn
var í boði Norðmanna á Svalbarða í maí 1994.