Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Qupperneq 27
Skýrsla formanns VFI 25
NIM fundi er fróðlegt að sækja, formenn skiptast á skoðunum og deila með sér reynslu og
opna sýn, sem litlu félagi eins og VFI er bráðnauðsynlegt að fá, ekki síst nú við opnun
umheimsins. „VFÍ á þessum systrafélögum mikið að þakka og við erum stolt af skyldleika-
tengslum við þessa góðu vini í norðri“, segir í niðurlagsorðum Karls Omars Jónssonar í grein
um NIM-94, sem hann skrifaði í VT-fréttir í september 1994.
7.1 Gestaaðild
VFI, SV og systrafélögin á Norðurlöndunum gerðu á sínum tíma með sér samning um gesta-
aðild. Skv. samningnum getur félagsmaður í verkfræðingafélagi móðurlandsins, hér VFÍ, sótt
um gjaldfría gestaaðild að verkfræðingafélagi annars Norðurlands t.d. Danmerkur, ef hann
dvelur þar um skeið, en greiðir þá fullt félagsgjald til móðurfélagsins.
Gestaaðildin gildir í eitt ár, en hægt er að framlengja hana um eitt ár í viðbót. Tvö ár í allt
er hámark. Gestaaðild veitir full réttindi i félagi gestgjafaþjóðarinnar, auk réttinda þeirra sem
móðurfélag veitir. Engir gestameðlimir eru í VFI sem stendur.
8 Samstarf viö TFÍ
Þann 1. janúar sl. flutti Tæknifræðingafélag Islands starfsemi sína í Verkfræðingahús. Ekki er
um sameiningu félaganna að ræða, heldur samrekstur á skrifstofuhaldi og húsnæði. Formenn
og varaformenn félaganna skipa yfirstjórn skrifstofunnar og til hennar má vísa málum ef til
ágreinings kemur. Framkvæmdastjóri er einn og hinn sami fyrir báða aðila. Bókhald hvors
félags fyrir sig er aðgreint en leitast er við að ná í samrekstri sem mestri hagkvæmni.
Samþykkt var að miða sameiginlegar greiðslur við höfðatölu þeirra félagsmanna sem fullrar
þjónustu njóta.
Skiptingin árið 1994 var samkvæmt þessu VFI með 63%, en TFI með 37%, en verður í ár
VFÍ með 64%, en TFÍ með 36%.
Samráðsfundur VFI og TFI var haldinn 2. desember 1994, sá fyrsti sem TFI býður til í
Verkfræðingahúsi. Reynslutími á sameiginlegum rekstri á skrifstofunni var þá orðinn tæpt ár
og sagði formaður TFÍ Gunnar Sæmundsson, að samstarfið hefði gegnið vonum framar,
hagræðing hafí tekist og spamaður augljós og þá sérstaklega hjá VFÍ.
Stjórn VFÍ er því sammála að samstarfið hafi farið vel af stað og sparnaður er augljós,
þegar til lengri tima er litið. Fjárfesta þurfi í einu og öðru eins og gengur til þess eins að mæta
auknu álagi sem samstarfi fylgir, en frá því hefur verið greint hér að framan. Stjórn VFÍ varar
við að fara of greitt af stað. Næstu skref geta orðið að sameinast um menntastefnu, útgáfu-
mál, kynningarmál o.fl. nefndarstörf þar sem stéttimar eiga samleið.
Það sjónarmið kom fram á samráðsfundinum að sameining VFÍ og TFÍ væri það langt
komin að ekki yrði aftur snúið og að sameining félaganna gæti orðið á undan sameiningu í
einn skóla. Einnig var vakin athygli á því varðandi stefnumótun félaganna, að til eru stéttir
eins og iðnfræðingar o.fl., sem ekki hafa félög og þar gæti verið óplægður akur fyrir félög
tæknimanna.
Grundvallaratriði fyrir góðu samstarfi og sameiningu í framtíðinni er að samstaða náist um
stefnu í menntunarmálum stéttanna, en félögin hafa eins og menn vita samþykkt sameigin-
lega menntastefnu, sem getið er um fyrr í þessari ársskýrslu.
Félögin hafa samvinnu um útgáfu VT-frétta. Sameiginlegum kaupsamningi tímaritsins
Arkitektúr, Verktækni og skipulag, var sagt upp í nóvember sl.