Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 40

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Side 40
38 Arbók VFI/TFI 1994/95 í erindisbréfi nefndarinnar tekur framkvæmdastjórn sérstaklega fram að: - nefndin skuli vera ráðgefandi um hvernig best sé staðið að menntunarmálum verkfræð- inga hérlendis og erlendis - nefndin skuli standa vörð um starfsheitið verkfrœóingur og um þær inntökureglur sem félagið setur - nefndin skuli fylgjast með því að námið við verkfræðideild Háskóla íslands uppfylli kröfur félagsins - nefndin fari með endurmenntunarmál og annist samskipti félagsins við Endurmenntun- arstofnun Háskóla Islands. Eitt af meginverkefnum Menntamálanefndar er að yfírfara allar umsóknir sem berast til félagsins og gefa umsögn um þær. Hér er bæði um að ræða umsóknir um inngöngu í félagið og um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Að lokinni umfjöllun hjá nefndinni fara umsóknir ásamt niðurstöðum til afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn. I reglum félagsins um mat á umsóknum er kveðið á um að framkvæmdastjórn beri að afgreiða umsóknir í samræmi við umsögn Menntamálanefndar, nema í sérstökum undantekningartilvikum. Dæmi um slíkt gæti verið að umsækjandi sé pólitískur flóttamaður og geti ekki, af þeim sökum, aflað þeirra gagna frá heimalandi sínu, sem nauðsynleg eru að mati nefndarinnar, til að unnt sé að meta verkfræðinám hans. 14.3.1 Umsóknir til fclagsins A starfsárinu hélt Menntamálanefnd alls 13 fundi, sem er sami fjöldi funda og árið á undan. Reglulegur fundardagur nefndarinnar er fyrsti fimmtudagur hvers mánaðar. Framkvæmda- stjóri VFI situr fundi nefndarinnar. Nokkur fækkun hefur orðið í heildarfjölda umsókna á milli ára að undanförnu. Þannig bárust félaginu á síðasta ári alls 82 umsóknir en voru 95 árið á undan og 132 árið þar áður. Þrátt fyrir þetta voru umsóknir um inngöngu í félagið og umsóknir um verkfræðingsheitið fleiri en árið á undan. Þannig voru 76 umsóknir um inngöngu (59 á fyrra ári) og umsóknir um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur voru 69 (36 á fyrra ári). Fækkun í heildarfjölda umsókna skýrist þegar ungfélagaaðildin er skoðuð. Aðeins 3 umsóknir um ungfélagaaðild bárust á síöasta ári, en þær voru 44 á fyrra ári og 68 árið þar áður. Þegar þessar tölur eru skoðaðar ber að hafa í huga, að í allmörgum umsóknum var bæði óskað eftir inngöngu og leyfi til að nota starfsheitið. Finna þarf haldbær rök til að skýra það hrun í ungfélagaumsóknum, sent fram kemur hér að ofan. Ekki hefur verkfræðinemum á 3. og 4. námsári við HÍ fækkað svo nokkru nemur. Hins vegar hefur því ekki verið fylgt eftir að fara í árlegar heimsóknir félagsins til verk- fræðideildar HI. Einnig var ákveðið að ungfélagar skyldu greiða 10% af fullu aðildargjaldi. Þetta kann hvort tveggja að hafa haft einhver áhrif. Stjórn VFÍ þarl'að endurskoða markmið ungfélagaaðildar. Er hugsanlegt að sérstök ungfélagadeild innan VFÍ komi til greina? Langflestir nýir verkfræðingar á íslandi, sem senda inn umsóknir til VFÍ, hófu nárn sitt við verkfræðideild Háskóla íslands. Flestir þeirra, eða að jafnaði um 80%, fara aö því námi loknu til frekara náms erlendis. Af þeim, sem luku prófum erlendis og sóttu um inngöngu í félagið á síðasta ári, komu flestir, eða 14, frá Danmörku. Næstflestir, eða 8, komu frá Bandaríkjunum, 7 frá Þýskalandi og 6 frá Svíþjóð. Frá öðrum löndum komu 6 umsækjendur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.