Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 40
38 Arbók VFI/TFI 1994/95
í erindisbréfi nefndarinnar tekur framkvæmdastjórn sérstaklega fram að:
- nefndin skuli vera ráðgefandi um hvernig best sé staðið að menntunarmálum verkfræð-
inga hérlendis og erlendis
- nefndin skuli standa vörð um starfsheitið verkfrœóingur og um þær inntökureglur sem
félagið setur
- nefndin skuli fylgjast með því að námið við verkfræðideild Háskóla íslands uppfylli
kröfur félagsins
- nefndin fari með endurmenntunarmál og annist samskipti félagsins við Endurmenntun-
arstofnun Háskóla Islands.
Eitt af meginverkefnum Menntamálanefndar er að yfírfara allar umsóknir sem berast til
félagsins og gefa umsögn um þær. Hér er bæði um að ræða umsóknir um inngöngu í félagið
og um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Að lokinni umfjöllun hjá nefndinni fara
umsóknir ásamt niðurstöðum til afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn. I reglum félagsins um mat
á umsóknum er kveðið á um að framkvæmdastjórn beri að afgreiða umsóknir í samræmi við
umsögn Menntamálanefndar, nema í sérstökum undantekningartilvikum. Dæmi um slíkt gæti
verið að umsækjandi sé pólitískur flóttamaður og geti ekki, af þeim sökum, aflað þeirra
gagna frá heimalandi sínu, sem nauðsynleg eru að mati nefndarinnar, til að unnt sé að meta
verkfræðinám hans.
14.3.1 Umsóknir til fclagsins
A starfsárinu hélt Menntamálanefnd alls 13 fundi, sem er sami fjöldi funda og árið á undan.
Reglulegur fundardagur nefndarinnar er fyrsti fimmtudagur hvers mánaðar. Framkvæmda-
stjóri VFI situr fundi nefndarinnar.
Nokkur fækkun hefur orðið í heildarfjölda umsókna á milli ára að undanförnu. Þannig
bárust félaginu á síðasta ári alls 82 umsóknir en voru 95 árið á undan og 132 árið þar áður.
Þrátt fyrir þetta voru umsóknir um inngöngu í félagið og umsóknir um verkfræðingsheitið
fleiri en árið á undan. Þannig voru 76 umsóknir um inngöngu (59 á fyrra ári) og umsóknir um
leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur voru 69 (36 á fyrra ári). Fækkun í heildarfjölda
umsókna skýrist þegar ungfélagaaðildin er skoðuð. Aðeins 3 umsóknir um ungfélagaaðild
bárust á síöasta ári, en þær voru 44 á fyrra ári og 68 árið þar áður. Þegar þessar tölur eru
skoðaðar ber að hafa í huga, að í allmörgum umsóknum var bæði óskað eftir inngöngu og
leyfi til að nota starfsheitið.
Finna þarf haldbær rök til að skýra það hrun í ungfélagaumsóknum, sent fram kemur hér
að ofan. Ekki hefur verkfræðinemum á 3. og 4. námsári við HÍ fækkað svo nokkru nemur.
Hins vegar hefur því ekki verið fylgt eftir að fara í árlegar heimsóknir félagsins til verk-
fræðideildar HI. Einnig var ákveðið að ungfélagar skyldu greiða 10% af fullu aðildargjaldi.
Þetta kann hvort tveggja að hafa haft einhver áhrif. Stjórn VFÍ þarl'að endurskoða markmið
ungfélagaaðildar. Er hugsanlegt að sérstök ungfélagadeild innan VFÍ komi til greina?
Langflestir nýir verkfræðingar á íslandi, sem senda inn umsóknir til VFÍ, hófu nárn sitt við
verkfræðideild Háskóla íslands. Flestir þeirra, eða að jafnaði um 80%, fara aö því námi loknu
til frekara náms erlendis. Af þeim, sem luku prófum erlendis og sóttu um inngöngu í félagið á
síðasta ári, komu flestir, eða 14, frá Danmörku. Næstflestir, eða 8, komu frá Bandaríkjunum,
7 frá Þýskalandi og 6 frá Svíþjóð. Frá öðrum löndum komu 6 umsækjendur.