Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 42
40 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
í framhaldi af samþykkt nýrrar menntastefnu félagsins var ákveðið að leita eftir samvinnu
við tæknifræðinga um menntunarmál. Sérstök samstarfsnefnd VFÍ og TFÍ var skipuð með
bréfi dags. 3. júní 1994. Nefndinni var falið að gera tillögur til stjórna beggja félaga að
sameiginlegri stefnu félaganna í menntunarmálum verkfræðinga og tæknifræðinga. 1 nefnd-
ina voru skipaðir Guðjón Aðalsteinsson og Guðleifur M. Kristmundsson, (formaður), fyrir
VFI og Jónas Guðlaugsson og Páll A. Jónsson fyrir TFÍ. Samstarfsnefndin skilaði frá sér
tillögum í fimm liðum dags. 25. október s.l. Þar segir m.a. að félögin viðurkenni að
tæknifræði og verkfræði sé hvort tveggja nám af sama meiði og að námsbrautir, sem leiði til
BS-gráðu og MS-gráðu, verði í boði við sömu menntastofnun. Tillögumar voru samþykktar
af framkvæmdastjóm VFI þ. 15. nóvember s.l. og kynntar og samþykktar á félagsfundi í TFÍ
þ. 17. nóvember. Tillögumar fylgja með þessari skýrslu.
Menntamálaráðuneytið hafði sýnt því áhuga áður en ABET-úttektin fór fram að helstu
niðurstöður yrðu dregnar saman og gefnar út í skýrsluformi að lokinni úttekt. Af þessu hefur
enn ekki orðið. Menntamálanefnd hefur ákveðið að standa að hálfs dags ráðstefnu um framtíð
æðri tækimenntunar á Islandi og um ýmsar af niðurstöðum ABET-nefndarinnar á næstunni.
Þrátt fyrir að enn hafl ekki verið tekið á ýmsum þáttum sem gagnrýndir voru af ABET-
nefndinni má þó benda á ýmislegt jákvætt sem af úttektinni hefur leitt. Þar á meðal má nefna
að ABET lagði til að stofnuð yrði á vegum verkfræðideildar HÍ sérstök ráðgjafanefnd (advis-
ory board) sem í sætu þekktir verkfræðingar og velunnarar deildarinnar. Þessu ráði var fylgt
og hefur ráðgjafanefndin hlotið heitið Senat. í Senatinu eiga sæti sex valinkunnir verkfræð-
ingar, þar á meðal formaður og fráfarandi formaöur VFÍ.
Fulltrúar VFÍ, TFÍ og Senats gengu á fund menntamálaráðherra í janúar s.l. og kynntu
honum hugmyndir sínar varðandi nýja skipan tæknináms á háskólastigi. í framhaldi af fund-
inum var ráðherra sent bréf, þar sem óskað var eftir að hann skipi opinbera nefnd til að
grandskoða hinar ýmsu hliðar málsins. Fastlega er búist við að innan skamms verði gengið
frá skipan nefndarinnar.
14.3.3 Endurmenntun verkfræðinga
Menntamálanefnd fer með endurmenntunarmál fyrir félagið og situr formaður nefndarinnar í
stjórn Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, en Verkfræðingafélagið er einn stofnaðila.
Mikil gróska er sem fyrr í starfsemi Endurmenntunarstofnunar.
Aherslur í starfí stofnunarinnar hafa verið að breytast nokkuð á undanförnum árum. Fleiri
löng námskeið eru nú í boði en áður og vega þau nú allþungt í veltu. Fjögur ár eru liðin frá
því fyrst var boðið upp á lengra nám, þ.e. þriggja missera rekstrar- og stjórnunarnám. Haustið
1993 var síðan boðið upp á tveggja missera viðbótamám fyrir þá, sem áður höfðu lokið fyrri
hlutanum. I janúar 1994 hófst nýtt nám í sjávarútvegsfræðum og tekur það tvö misseri.
Einnig má nefna verkefni í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið, sem er tveggja missera
grunnnám í viðskiptagreinum, ætlað atvinnulausum konum. Aðrar nýjungar eru nám fyrir
matsmenn, í samstarfí við Fasteignamat ríkisins, og nám íyrir verðbréfasala, sem Endurmemit-
unarstofnun hefur umsjón með fyrir Viðskiptaráðuneytið. Þá má nefna vettvangsnám fyrir
tungumálakennara.
Sjötti samráðsfundur um endurmenntun var haldinn 2. júní s.l. Þar kom fram hugmynd um
að stofnuð yrði sameiginleg endurmenntunarnefnd VFÍ og TFÍ. í dag er þessum málum þann-