Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Síða 90
88 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Á síðast liðnu ári hafa 45 nýir sjóðfélagar gengið í sjóðinn skv. nýju greininni. Þar er m. a.
um að ræða tæknifræðinga, viðskiptafræðinga, lögfræðinga og lyijafræðinga.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort LVFI eigi að stefna að því að verða í framtíðinni lífeyris-
sjóður háskólamanna.
3.6 Tryggingafæðileg úttekt
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjami Guðmundsson, hefur nú gert tryggingafræðilega úttekt á
sjóðnum pr. 31. des. 1994. Út úr þeirri athugun kemur, að hagnaður hefur orðið á rekstri
sjóðsins á árinu 1994 og nemur sá hagnaður 126,2 milljónum króna. Þessi hagnaður er aðal-
lega til kominn vegna þess að ávöxtun sjóðsins var 7,1% og því talsvert meiri en þau 3,5%
sem reiknigrundvöllurinn gerir ráð fyrir.
Bjarni gerir, undir sérstökum lið á aðalfundinum, grein fyrir þessari úttekt.
Bjami leggur til, að af þessum tryggingafræðilega hagnaði verði 120 milljónum króna varið
til hækkunar á lífeyrisréttindum sjóðfélaganna, en 6,2 milljónir lagðar í varasjóð og komi þar
til viðbótar þeim 29,1 milljónum sem era í varasjóði frá í fyrra. Samkvæmt reglugerð sjóðsins
er það á valdi aðalfundar að samþykkja þessa tillögu eða ákveða að leggja allan afganginn í
varasjóð.
3.7 Afmælisár
Þann 8. nóv. 1995 var haldinn í Tjamarkaffi fyrsti aðalfundur LVFÍ. Aðdragandinn var sá, að
í febrúar 1954 var stofnað Stéttarfélag verkfræðinga og var í áframhaldi af því farið að huga
að stofnun lífeyrissjóðs. Rögnvaldur Þorláksson, Hinrik Guðmundsson og Skúli Guðmunds-
son voru skipaðir í undirbúningsnefnd til að kanna málið. Komst hún að þeirri niðurstöðu að
áhugi væri fyrir að stofna sjóð, einnig að ijárhagslegur grandvöllur væri fyrir hendi ef samn-
ingar tækjust við vinnuveitendur.
Haustið 1954 tókust síðan samingar milli SV annars vegar og VSI og Reykjavíkurbæjar
hins vegar og var þar gert ráð fyrir að vinnuveitendur greiddu ákveðið tillag til lífeyrissjóðs
verkfræðinga. „Varð því að vinda bráðan bug að stofnun slíks sjóðs“ eins og segir í fundar-
gerð 1. aðalfundar LVFÍ.
A fundi í VFÍ 28. sept. 1954 var samþykkt að stofna sjóðinn og lagðar um það meginlínur
hvernig sjóðurinn skyldi upp byggður.
Aðurnefndir menn voru kosnir í bráðabirgðastjórn, og skyldi hún vinna að undirbúningi
endanlegra reglna, taka við greiðslum og ávaxta þær. Guðmundur Guðmundsson trygginga-
fræðingur vann með stjóminni að málinu.
Reglugerðin var síðan samþykkt á 2. framhaldsaðalfundi VFÍ 29. mars 1955 og staðfest af
íjármálaráðuneytinu 29. apríl 1955.
Sem stofndag sjóðsins hefur oft verið miðað við 29. mars, daginn sem reglugerðin var
samþykkt. Sjóðurinn var því 40 ára vorið 1995.
Til stóð að halda af þessu tilefni ráðstefnu á síðasta vetri, af því varð þó ekki og hefur það verið
rætt í stjórninni að halda ráðstefnu haustið 1995.
3.8 80% regla
Á aðalfundi sjóðsins árið 1990 var reglugerðinni breytt á þá leið, að sett voru í hana ákvæði
um verðtryggð réttindi. Breytingin tók gildi í ársbyrjun 1991. Fram að því hafði einungis verið
lofað óverðtryggðum réttindum, en eigi að síður hafa frá stofnun sjóðsins verið í gildi ákvæði
um hvernig fara skuli með tryggingafræðilegan hagnað af starfsemi sjóðsins, en með því að
lofa óverðtryggðum réttindum myndaðist á sínum tíma mikill tryggingafræðilegur hagnaður.
Allan níunda áratuginn hafói verið í gildi bráðabirgðaregla um verðtryggingu, en hún gekk