Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Page 165
Skýrsla formanns TFI 163
færi fram með kæru til umboðsmanns Alþingis. Heimilaði nefndarformaður lögmanninum að
leggja fram kæru í sínu nafni þann 21. desember 1994. Málið var þar með komið til umboðs-
manns Alþingis.
í lok janúar 1995, barst bréf frá umboðsmanni Alþingis þar sem hann tilkynnir að hann
hafi ritað umhverfisráðherra bréf dags. 26.01.1995. Umboðsmaðurinn hefur þar með tekið
kæruna til meðferðar og málið þar með komið í þann farveg sem slík mál fara í, sem
Umboðsmaður Alþingis ákveður á annað borð að taka til umíjöllunar. Niðurstaða hefur ekki
borist þegar þetta er skrifað.
í mars 1995 hafði nefndin samband við byggingarfulltrúann í Reykjavík, Magnús Sædal
og kynnti honum stöðu mála raflagnahönnuða gagnvart hinu opinbera. í ljós kom að hann
hefur verið að vinna í þessum málum. Hann viðurkennir að þessi mál séu ekki í nógu góðu
lagi og að nauðsynlegt sé að gera verklagsreglur sem fyrst. Jafnframt telur byggingarfull-
trúinn að óráðlegt sé að bíða eftir endurskoðun byggingarlaga og reglugerðar vegna þessa
máls.
Talsverður tími nefndarinnar fór í enduskoðun byggingarlaga. Forsaga þessa máls er sú að
með bréft umhverfisráðherra til TFÍ dagsett 26. júlí 1994 var óskað eftir umsögn og
athugasemdum Tæknifræðingafélags íslands við frumvarp til skipulags- og byggingarlaga.
Nefndin lagði breytingartillögur sínar og athugasemdir fram, þann 14. september 1994 og
voru þær sendar til Umhverfisráðuneytisins.
14.4.3 Útboð á hönnun
Ekki vannst tími til þess að vinna mikið í þessum málum. Nefndin er sammála um það, að
núverandi ástand þessara mála er óviðunandi. Hagsmunaaðilar þurfa að koma á reglum sem
farið verði eftir.
14.4.4 Ýmis hagsmunamál tengd þcim sem starfa við hönnun
Sent var bréf til Olís vegna hönnunar rafkerfis og lýsingarkerfis í nýja bensínstöð. Hönnunin
var í höndum rafverktakans. Olís var bent á að skv. byggingarlögum og byggingarreglugerð
eru það aðeins löggiltir rafmagnstæknifræðingar og rafmagnsverkfræðingar sem réttindi hafa
til þess að gera raflagnauppdrætti. TFÍ benti á, að þegar bensínstöð er hönnuð, hlyti að vera
sérstök þörf á því að atvinnumenn kæmu að verkinu.
Send voru bréf til Vegamálastjóra og Borgarverkfræðings og þeim tilmælum komið til
þeirra, að hönnun raflagna og lýsingarkerfa í tengslum við mikil umferðarmannvirki sem í
hefur verið ráðist, verði unnin á almennum markaði eins og önnur hönnunarvinna varðandi
þessa framkvæmd.
14.4.5 Lokaorð
Nefndin leggur til að TFÍ og VFÍ skipi sameiginlega nefnd sem taki við af nefnd TFÍ um
hönnunarmál. Við höfum fundið það í gegnum störf nefndarinnar, að mál þau sem unnið
hefur verið að, eru sameiginleg hagsmunamál verkfræðinga og tæknifræðinga. Með því að
sameina krafta félaganna í einni slíkri nefnd er líklegt að árangur verði enn meiri og að
nefndin geti virkjað enn fleiri félaga til beinna og óbeinna starfa.
Það er álit okkar, að mál sem um er fjallað i nefnd sem þessari séu mjög tímafrek. Langur
tími getur liðið frá því að lagt er af stað með baráttumál og þangað til einhver árangur er
farinn að sjást. Mjög mikilvægt er að nefnd sem þessi haft sem greiðastan aðgang að félags-
mönnum VFÍ og TFÍ úti í þjóðfélaginu, bæði til upplýsingaöflunar og til beinnar þátttöku.
Hannes Siggason, formaður nefndar um hönnunarmál