Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Qupperneq 170
168 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
Mikið er rætt um samstarf við Kjarafélag Tæknifræðinga, og jafnvel samruna. Fundað var
nokkrum sinnum á árinu og voru skipaðir vinnuhópar. Ekki var þó skrefið stigið til fulls, og
er það von okkar að reynt verði áfram.
Einnig er fundað með Stéttarfélagi Verkfræðinga um samstarf. Við höfum orðið varir við
það, að félagsmenn okkar eru mikið á sömu vinnustöðunum og gæti samstarf verið mun
meira en nú er. Sem dæmi má nefna að kjarasamningar okkar við FRV eru nánast samhljóða.
Einnig erum við með fulltrúa í samráðsnefnd FRV við ST og SV. Nefndin fundar á þriggja
mánaða fresti, eins og kveðið er á um í kjarasamningi félaganna.
Síðasti kjarasamningur ST og FRV var gerður í september 1994. Félagsmenn eiga allir að
eiga hann, en hægt er að nálgast hann á skrifstofu félagsins. Aðeins félagsmenn fá hann
afhentan.
Eins og samningum er nú háttað við FRV, er ekki samið um laun, heldur aðeins um kjör.
Mikið er spurt um laun á markaðinum. Ekki hefur verið gerð kjarakönnun síðan árið 1991
og er því stuðst við viðmiðunarlaunatöflu, sem hefur þó verið færð upp með reglulegu milli-
bili. Hún styðst við lágmarkslaun sem tekin eru fram í samningnum.
Kjarakannanir eru mjög dýrar og væri nauðsynlegt að gera eina könnun á ári til að geta
sagt mönnum hver staðan er á markaðnum hverju sinni. Ekki er ráðgerð slík könnun eins og er.
Helgi Baldvinsson, formaður Stéttarfélags tœknifrœðinga
3 Skýrsla stjórnar LTFÍ
Miklar breytingar hafa átt sér stað á síðasta ári hjá Lifeyrissjóði Tæknifræðingafélags íslands.
Akveðið var að ganga til samninga við Verðbréfasjóð íslandsbanka og eftir langar
samningaviðræður var samið við VIB um rekstur sjóðsins frá miðju ári 1994.
Samningur við VIB var gerður í kjölfar mikillar umræðu innan sjóðsins, þar sem skoðanir
voru mjög skiptar um hvort yfir höfuð ætti að breyta um rekstraraðila eða rekstrarform.
Sá skoðanaágreiningur endurspeglaðist í stjórn sjóðsins en á endanum stóð stjómin ein-
huga að samkomulagi við VÍB.
Meginmarkmið með samningum við verðbréfafyrirtæki var að lækka rekstrarkostnað,
bæta upplýsingastreymi til sjóðfélaga og tryggja markvissar aðferðir við ávöxtun sjóðsins til
að tryggja að sjóðurinn næði ætið sem bestri ávöxtun.
Samið var um fasta þóknun til VÍB kr. 2.250.000,- á ári auk þess sem samið var um
verulegan afslátt af öllum þóknunum, s.s. sölulaunum til VÍB.
Tvö atriði sem eru nýmæli í samningi sem þessum fengust inn í samninginn, þessi atriði
era um bónusgreiðslur vegna ávöxtunar, þ.e. VIB greiðir eða fær greitt eftir því hvort ávöxt-
un sjóðsins er yfir eða undir ákveðinni viðmiðun.
Þá greiði VIB sjóðnum veltuþóknun, þ.e. vegna kaupa og sölu, sem fram fer hjá Verðbréfa-
sjóði íslandsbanka.
Þótt stuttur tími sé liðinn frá því að VÍB yfirtók reksturinn er öll stjómin enn sannfærðari í
dag, en áður um að hún gerði rétt í að semja við VÍB um reksturinn.
Upplýsingastreymið hefur margfaldast þannig að ákvarðanataka stjórnar á að geta veriö
byggð á traustari grunni en áður hefur verið.
Samið var um að fyrri rekstraraðilar myndu gera upp sjóðinn miðað við mitt árið, og var
þeirri vinnu að mestu lokið um mánaðarmótin ágúst - sept.
Starfslokasamningar voru strax gerðir við starfsfólk sjóðsins þegar samningar höfðu verið
undirritaðir og reynt að greiða götu þeirra eftir mætti við útvegun annarra starfa.