Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 35
Skýrslur fastanefnda VFÍ 33
Endurskoðun á reglum VFÍ um inngöngu í félagið og starfsheitið verkfræðingur: Tölu-
verðar umræður fóru fram innan nefndarinnar um endurskoðun á núgildandi reglum um inn-
göngu í félagið og um réttinn til að nota starfsheitið verkfræðingur. Tilefni umræðunnar var
m.a. þær breytingar sem gerðar hafa verið á náminu við Verkfræðideild HI. Frá deildinni
mun sennilega strax vorið 1998 útskrifast fólk með BS-gráðu eftir þriggja ára nám (90 ein-
ingar). Ljóst er að þetta fólk fær ekki að kalla sig verkfræðinga, en MVFÍ telur æskilegt að
þeim sé boðið að ganga í félagið. Þetta nám fellur þó ekki alls kostar að samþykktri mennta-
stefnu VFÍ þar sem gert er ráð fyrir þriggja og hálfs árs námi til BS-gráðu og að fólki með
þá prófgráðu verði gert heimilt að ganga í félagið.
í þessari menntastefnu VFÍ er einnig gert ráð fyrir að fimm ára nám (150 einingar) þurfi
til þess að fá leyfi til að kalla sig verkfræðing. Það fellur vel að breyttu fyrirkomulagi Verk-
fræðideildar HI um meistarapróf eftir fimm ára nám, en gæti hins vegar útilokað prófgráður
frá ýmsum ágætum skólum, m.a. í Bandaríkjunum, sem bjóða upp á meistarapróf eftir fjög-
urra og hálfs árs nám og eitthvað færri einingar en umræddar 150.
Menntamálanefnd reyndi að leysa bæði þessi mál með því að sveigja örlítið út frá
menntastefnu félagsins og laga reglur um inngöngu í félagið og um starfsheitið verkfræð-
ingur að þessum breyttu forsendum. Það er vilji MVFI að bjóða fólki með BS-próf frá Verk-
fræðideild HÍ inngöngu í félagið og jafnframt að skerpa kröfumar um starfsheitið verkfræð-
ingur, þannig að í raun verði krafist meistaraprófs eða jafngildi þess frá viðurkenndum
skólum. Hins vegar verði látið liggja á milli hluta hvort einstakir skólar skilgreini námið sem
fjögurra og hálfs árs nám eða fimm ára.
Tillaga að nýjum reglum um inngöngu í félagið og tillaga að nýjum reglum um starfs-
heitið verkfræðingur voru afgreiddar til stjórnar VFI.
Sammennt: Sjá kal'la um sameiginlegan rekstur VFÍ/TFÍ.
íslandsnefnd FEANI: Verkfræðingafélagið og Tæknifræðingafélagið skiptast á um for-
mennsku í nefndinni á tveggja ára fresti. Fulltrúi VFI hefur gegnt formennsku í nefndinni frá
nóvember 1996. Fyrst var það Guðleifur M. Kristmundsson, en Steindór Guðmundsson tók
við formennsku al' honum í september 1997. Aðrir í nefndinni eru Eiríkur Þorbjörnsson,
Jóhannes Benediktsson og Páll Á. Jónsson fyrir TFÍ og Guðleifur M. Kristmundsson og Sig-
urður Brynjólfsson fyrir VFÍ. Oddur B. Björnsson situr auk þess í nefndinni sem formaður
Eftirlitsnelndar FEANl á íslandi.
Ársfundur FEANI var haldinn í Lillehammer í september 1997. Steindór Guðmundsson
sótti fundinn og sagt er frá honum í sérstakri greinargerð um Islandsnefnd FEANI í kafl-
anum um sameiginlegan rekstur VFÍ/TFÍ.
V l-nefnd um framtíð tæknimenntunar: Nefndin var skipuð af menntamálaráðherra í
september 1995 og átti að starfa í eitt ár. í henni áttu sæti Björn Kristinsson, HI, Guðbrandur
Steinþórsson, TÍ, Guðleifur M. Kristmundsson, VFÍ, Páll Á. Jónsson, TFI, og Þorsteinn
Helgason sem jafnframt var formaður. Nefndin átti að kanna fyrirkomulag og framkvæmd
kennslu í verkfræði og tæknifræði á háskólastigi og gera tillögur um samræmingu og sam-
vinnu stofnana á þessu sviði með aukna skilvirkni og hagræðingu í huga. Formaður nefnd-
arinnar skilaði af sér skýrslu til menntamálaráðherra í september 1997 ásamt viðaukum frá