Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 98
96 Félagsmál VFÍfTFÍ
Yfirlit:
2. október: Lífeyrissjóðir — ýmis form: Jónas Bjarnason VFÍ, formaður Landssambands
lífeyrissjóða, og Hafliði Kristjánsson, markaðsstjóri hjá lífeyrissjóðnum Einingu, voru gestir
fundarins.
6. nóvember: ísland — Evrópa — EES: Agúst Einarsson og Tómas Ingi Olrich alþingis-
menn voru gestir fundarins.
4. desember: íslensk verslun: Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtak-
anna, var gestur fundarins.
11. desember: Jólafundur: Árni Björnsson þjóðháttafræðingur kynnti uppruna jólasveins-
ins.
15. janúar: Endurmenntun: Jón Vilhjálmsson frá VFI, formaður ENSIM, var gestur fund-
arins.
5. febrúar: Vindrafstöðvar: Níels Gíslason hjá Vindorku ehf. var gestur fundarins.
5. mars: Hvað kostar Skagafjörður?: Sigríður Á. Ásgrímsdóttir verkfræðingur var gestur
fundarins.
18. mars: Gengið á tind Everest-fjalls, þemakvöld: Hallgrímur Magnússon Everestfari
sýndi litskyggnur.
2. apríl: Nýjungar í orkunotkun bíla: Gísli Júlíusson, fyrrverandi yfirverkfræðingur hjá
Landsvirkjun, var gestur fundarins.
Kynningarnefnd er sameiginleg nefnd TFI og VFÍ. Þetta er þriðja starfsárið sem nefndin
starfar eftir þeirri skipan. Hún var skipuð fimm mönnum, þremur frá VFÍ og tveimur frá TFI.
Nefndarmenn voru eftirtaldir: Einar H. Jónsson TFI, formaður, Guðlaug Sigurðardóttir VFI,
ritari, Mikael Jóhann Traustason TFI, Kolbrún Reinholdsdóttir VFI og Rúnar Sigmarsson
VFÍ.
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd
VFÍ, TFÍ og SV (ENSÍM)
Árið 1997 var annað starfsár Endurmenntunar- og símenntunarnefndar VFI, TFI og SV. Á
starfsárinu starfaði nefndin samkvæmt því skipulagi sent útbúið var á fyrsla starfsári henn-
ar. Nefndin hélt níu fundi á árinu auk þess sem starfshópar hennar héldu fjölmarga fundi. Á
árinu voru haldin sex þverfagleg námskeið á vegum nefndarinnar sem ýmist voru haldin í
Verkfræðingahúsi eða hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Aðsókn á þessi námskeið mætti
vera betri og varð að fella niður fjögur þeirra vegna ónógrar þátttöku. Hjá Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands voru haldin 33 tækninámskeið sem flest voru undirbúin af hópum
nefndarinnar auk þess sem nokkur námskeið féiiu niður vegna þess að þátttaka var ekki næg.
Aldrei hefur verið jafnmikið framboð af tækninámskeiðum eins og á síðasta ári og skilaði
það sér í aukinni þátttöku. Tæplega 600 manns sóttu námskeiðin sem er metþátttaka. Þegar
skoðuð eru tækninámskeið EHÍ lengra aftur í tímann sést að haldin hafa verið að jafnaði um