Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 101
Sameiginlegur rekstur VFÍ/TFÍ 99
manna. Verktækni er einnig dreift til fjölmiðla og auglýsenda auk annarra fyrirtækja og
stofnana.
Sú breyting varð á útgáfu blaðsins á haustmánuðum að gerður var samningur við Borgar-
prent, sem fyrir þeirra hönd var undirritaður af Smára Valgeirssyni, um að Borgarprent fengi
allar auglýsingatekjur af blaðinu gegn því að fyrirtækið tæki að sér prentvinnsluna. Ekki
gekk áfallalaust að koma blaðinu út og stóðust tímaáætlanir engan veginn. Þrátt fyrir það var
um áramótin ákveðið að gera samning til reynslu um útgáfu fimm tölublaða. Að þessu sinni
var samið við MIS, Merkjabankann íslensku útgáfuna ehf., sem er í eigu Smára Valgeirs-
sonar, en slitnað hafði upp úr samstarfi hans við Borgarprent. Þegar þetta er skrifað er ekki
fullreynt hvort áætlanir munu standast en vonir standa til að svo verði.
Félögin greiða hvorl unt sig fasta upphæð til útgáfunnar. Engar óvæntar uppákomur urðu
í fjármálunum og var afgangur af rekstri blaðsins um áramótin. Inneign á tékkareikningi var
um 80 þúsund krónur og ógreiddir reikningar engir.
Útgáfunefnd VFÍÍTFÍ
Guðmundur Jónsson formaður
íslandsnefnd FEANI
VFI og TFI eru aðilar að FEANI, Evrópusamtökum verkfræðinga- og tæknifræðingafélaga,
og standa sameiginlega að Islandsnefnd FEANI. Félögin skiptast á um formennsku í nefnd-
inni og gegndi Steindór Guðntundsson (VFÍ) formennsku í nefndinni frá september 1997.
Aðrir í nefndinni á starfsárinu voru Eiríkur Þorbjörnsson, Jóhannes Benediktsson og Páli Á.
Jónsson fyrir TFÍ og Guðleifur M. Kristmundsson og Sigurður Brynjólfsson fyrir VFÍ.
Oddur B. Björnsson sat í nefndinni sem formaður eftirlitsnefndar FEANI á íslandi.
Skrifstofa FEANI flutti frá París til Brussel vorið 1997 og í tengslum við flutningana var
ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Sirkka Pöyry. Auk hennar eru þar fjórir starfsmenn.
Aðalfundur FEANI
Aðalfundur FEANl 1997 var haldinn í Lillehammer í Noregi 23.-26. september 1997. For-
maður Islandsnefndar FEANI sótti fundinn ásamt þátttakendum frá hinum aðildarþjóðunum
26, nema Lúxemborg. Aðalfundurinn sjálfur var haldinn 26. september, en hina dagana
héldu hinar ýmsu deildir innan FEANI fundi sína, og á vegum CPD var haldin ráðstefna
fyrsta daginn, þar sem fulltrúar stórfyrirtækja kynntu endurmenntunarmál.
Þessi aðalfundur var nokkur hitafundur, vegna óánægju sumra aðildarlandanna með
flutninginn frá París til Brussel, og auk þess kom upp á yfirborðið landfræðileg togstreita.
Suðlægum þjóðum þykir norðrið ráða öllu í FEANI og voru greidd atkvæði urn vantraust á
nýja finnska framkvæmdastjórann, sem var reyndar fellt með miklum meirihluta.
I. Eiginlegur aðalfundur (General Assenibly)
Fundarstjóri var Sir John Cullin, forseti stjómar FEANI. Ávörp fluttu Gaston Wolf f.h. SEFI
(European Society for Engineering Education) og José Medem Sanjuan f.h. WFEO (World