Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 103
Sameiginlegur rekstur VFÍ/TFI 101
Fundur menntamála- og eftirlitsnefndar (EMC-nefndar): Samþykktar voru 142 nýjar
umsóknir um Eur.Ing-titilinn, svo heildarfjöldi Eur.Ing-titilhafa fór í 22.550. Framtíðarhlut-
verk FEANI-skrárinnar var rætt.
Fundur endur- og símenntunarnefndar (CPD-nefndar): Mikil ánægja var með árangur
af ráðstefnunni fyrsta daginn, þar sem ýmis stórfyrirtæki kynntu endurmenntunarstarfsemi
sína. Ákveðið var að halda áfram á sömu braut og hafa svipaða kynningu í tengslum við
aðalfundinn í Lissabon 1998, en einbeita sér þá að litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SMI
= Small and Medium size Industries).
íslandsnefnd FEANI
Steindór Guðmundsson formaður
Eftirlitsnefnd FEANI á íslandi (NMC-IS)
FEANI eru samtök verk- og tæknifræðingafélaga í Evrópu, stofnuð í Lúxemborg árið 1952.
I ársbyrjun 1997 voru aðildarlöndin 27. í hverju landanna er landsnefnd, hér íslandsnefnd
FEANI, sem greint er frá annars staðar. Eftirlitsnefnd Evrópu (European Monitoring
Committee, EMC) starfar undir framkvæmdastjórn FEANI. í henni sitja auk formanns tíu
fulltrúar skipaðir af framkvæmdastjórn FEANI að tillögu landsnefnda.
EMC sér m.a. um útgáfu svonefnds FEANI Register, sem er skrá yfir alla verkfræði- og
tækniháskóla sem EMC hefur rnetið og samþykkt. EMC sendir nefndir sérfræðinga til skóla
til að meta nám ef ástæða þykir til. Ennfremur sér EMC um veitingu Eurlng-titilsins.
Eftirlitsnefnd í hverju landi (National Monitoring Committee, NMC) starfar í umboði
EMC. NMC ber að sjá til þess að nýjustu upplýsingar um verkfræði- og tæknifræðinám í
hverju landi berist til EMC og í FEANI Register. NMC sér um að taka á móti umsóknum um
Eurlng-titil, metur hæfni umsækjenda og leggur umsóknir og umsögn fyrir EMC.
Eftirlitsnefnd FEANI á íslandi skipuð starfsárið 1997: Oddur B. Björnsson formaður, til-
nefndur af VFI, Egill Skúli Ingibergsson, tilnefndur af VFI, Daði Ágústsson, tilnefndur af
TFI, og Guðmundur Sæmundsson, tilnefndur af TFI.
Haldinn var einn fundur í nefndinni þar sem teknar voru fyrir tvær umsóknir um Eurlng-
titil, frá Birni Birgissyni byggingarverkfræðingi og stærðfræðingi og Garðari F. Lárussyni
rafmagnstæknifræðingi. Nefndin samþykkti að rnæla með báðum umsækjendum og EMC
samþykkti umsóknirnar síðan á fundi sínum 28. apríl 1998.
Alls hafa tíu íslendingar nú sótt um og fengið EUR-ING titil, en þeir eru:
Pálmi Stelansson efnaverkfræðingur (Eurlng 1992)
Karl Mooney byggingarverkfræðingur (Eurlng 1992)
Jón Vilhjálmsson rafmagnsverkfræðingur (Eurlng 1993)
Frosti Bergsson rafmagnstæknifræðingur (Eurlng 1993)
Daði Ágústsson rafmagnstæknifræðingur (Eurlng 1993)
Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur (Eurlng 1993)
Karl Lúðvíksson skipaverkfræðingur (Eurlng 1993)