Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 112
1.4.3 Lífeyrissjóður verkfræðinga
Ársskýrsla stjórnar LVFÍ1997
Stjórnartímabilið 27. maí 1997 til 27. maí 1998
Afkoma sjóðsins árið 1997
Afkoma sjóðsins var nokkuð góð á síðasta ári. Fjárfestingatekjur voru 488 milljónir króna
og höfðu lækkað um 40 milljónir króna á milli ára, en árið 1996 var mjög hagstætt ár.
Avöxtun var mjög góð á erlendum mörkuðum, þó að miklar sveiflur væru á mörkuð-
unum síðari hluta ársins. Fjárfesting í hlutabréfum hjá Morgan Stanley bar uppi ávöxtun árs-
ins, en hlutabréfin skiluðu 14,2% hækkun í dollurum og til viðbótar 7,9% gengishagnaði,
sem er 20,8% raunávöxtun frá upphafí til loka árs. Convertibles-skuldabréf sem keypt voru
í lok febrúar 1997 skiluðu 10,0% hækkun í dollurum á 10 mánuðum auk örlítils gengishagn-
aðar sem svarar til 12,1% raunávöxtunar á ársgrundvelli. Hlutabréfasjóðurinn hjá Gartmore
skilaði 6,3% hækkun í dollurum auk gengishagnaðar, sem svarar til 12,4% raunávöxtunar.
íslensku hlutabréfin skiluðu mun lakari afkomu en á árinu 1996. Tekjur af þeim voru að-
eins 15,8 milljónir króna saman borið við 132,2 milljónir króna 1996.
Samkvæmt nýjum uppgjörsreglum lífeyrissjóða, sem Seðlabanki Islands-bankaeftirlit setti
síðastliðið haust er rekstrargjöldum skipt á milli fjárfestingagjalda og rekstrarkostnaðar. Einnig
er breyting gerð á sundurliðun tjárfestingartekna og annarra tekna. Þetta er gert til að fá sam-
ræmi í uppgjör lífeyrissjóðanna, þar sem vaxtatekjur hjá mörgum þeirra höfðu verið færðar á
móti kostnaði. Einnig var mælt svo fyrir um að hlutabréf, innlend og erlend, skyldu færð á
markaðsverði. Þetta leiðir til þess að kennitölur lífeyrissjóðanna og ávöxtunarprósentur sjóð-
anna verða ekki sambærilegar á milli sjóða fyrir árið 1997, en verða það 1998. Nokkrir lífeyris-
sjóðanna höfðu ekki markaðsfært hlutabréf sín nema að hluta áður. Þegar hlutabréfín eru færð
upp á markaðsverð er ávöxtun viðkomandi lífeyrissjóða hærri en ársbreytingar gefa tilefni til.
Raunávöxtun lífeyrissjóðsins miðað við neysluverðsvísitölu er 6,69% árið 1997. Iðgjöld
til sjóðsins hækkuðu um 64,5 milljónir króna á milli ára og voru 480 milljónir króna, sem
er 15,5% hækkun. Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði á árinu um 905 milljónir króna
eða um 17,4%, og var í árslok 6.093 milljónir króna.
Eins og áður er getið skiptast skrifstofu- og stjórnunarkostnaður samkvæmt nýju upp-
gjörsreglunum í fjárfestingagjöld og rekstrarkostnað.
Fjárfestingagjöld eru dregin frá fjárfestingatekjum áður en ávöxtun sjóðsins er reiknuð
út og hefur það áhrif til lækkunar á ávöxtun í samanburði við fyrri ár.
Rekstrarkostnaður hækkar á milli ára um 1,2 milljónir króna úr 13,7 milljónum króna í
14,9 milljónir króna eða um 8,7%.
Rekstrargjöld að frádregnum rekstrartekjum eru nú 3,09% af iðgjöldum og 0,26% af
meðaleign sjóðsins og hafa þau hlutföll lækkað frá fyrra ári.