Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 143
2.2 Þróun efnahagsmála
Alþjóðaefnahagsmál
Efnahags- og fjármálakreppan í Asíu hefur sett svip sinn á efnahagsmál á alþjóðavettvangi
að undanfömu. Kreppan hófst í Tælandi í júlí 1997 og breiddist þaðan út til æ fleiri landa í
Suðaustur-Asíu. I fyrstu var litið á þessa erfiðleika sem staðbundið vandamál en þegar
Suður-Kórea og Japan bættust í hóp þessara ríkja varð ekki lengur framhjá því litið að um
alþjóðlegan vanda var að ræða.
Að baki þessum erfiðleikum liggja margar ástæður. Mestu máli skiptir þó líklega tvennt.
Annars vegar var peninga- og ríkisfjármálastefna umræddra ríkja ekki nægilega aðhaldssöm
til að styðja við fastgengisstefnu þeirra. Hins vegar hafa fjármálastofnanir ríkjanna verið
tengdari stjómvöldum en víðast hvar og fyrir vikið hafa þær tekið meiri áhættu en venjuleg
viðskiptaleg sjónarmið gera ráð fyrir. Þessar aðstæður leiddu til útlánaþenslu, mikillar verð-
hækkunar eigna, viðskiptahalla og vaxandi spennu í efnahagslífinu. Að lokum varð spennan
svo mikil að erlendir fjárfestar urðu óöruggir um sig og því stöðvaðist fjárstreymi til rikj-
anna. Vegna lítils gjaldeyrisforða og viðskiptahalla stefndi fljótt í ógöngur. Úr varð hvellur
með gengisfalli hlutaðeigandi gjaldmiðla, verðhruni á hlutabréfamörkuðum og almennum
efnahagslegum óróa.
Þegar litið er til framvindu efnahagsmála í heiminum á árinu 1997 er sláandi hversu mik-
ill munur er á hagvexti eftir löndum. Til marks um þetta má nefna að hagvöxturinn í Banda-
ríkjunum var 3,8% en aðeins 1% í Japan. ESB lá þarna á milli, hagvöxturinn var 2,6%, en
hann var hins vegar rnjög mismikill. Til að mynda var hann rétt liðlega 1% á Italíu, rúmlega
2% í Þýskalandi og Frakklandi en yfir 3% í Bretlandi, Danmörku og Hollandi. Umbreyt-
mgarlöndin, það er að segja gömlu Sovétríkin og ríki Austur-Evrópu, sýndu skýr batamerki.
Landsframleiðsla þessara ríkja í heild jókst í fyrsta skipti eftir samdrátt ár frá ári í mörg ár.
Vaxtarskeiðið í Bandarrkjunum hefur nú staðið yfir í sjö ár. Einkaneysla hefur verið drif-
krafturinn að undanförnu og skýrist hún einkum af hækkandi raunlaunum og mikilli eigna-
myndun vegna hækkandi hlutabréfaverðs. Jafnframt hefur verið góður vöxtur í fjárfestingu
allt vaxtarskeiðið. Atvinnuleysi er nú rnjög lágt í sögulegu samhengi eða sem svarar til 4,7%
af vinnuaflinu. Flestir telja efnahagslífið í Bandaríkjunum nálægt þenslumörkum um þessar
mundir og búist er við að það hægi á hagvexti á þessu ári. Spáð er að hann verði 2,4% borið
saman við 3,8% í fyrra.
Efnahagsþróunin í ESB hefur ekki verið eins blómleg og í Bandaríkjunum. Þar eru fram-
leiðsluþættir víða enn vannýttir þótt langt sé liðið á hagsveifluna. Atvinnuleysi er verulegt
°g hagvöxtur hefur að jafnaði verið hægari í flestum aðildamkjum ESB en í Bandaríkjunum.
Búist er við að hagvöxtur verði svipaður á þessu ári og í fyrra, en dreifing hans eftir löndum