Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 174
172 Tækniannáll 1997/1998
Nám til cand.scient.-prófs í verkfræði: Verkfræðinám, 120 einingar, cand.scient-próf
(candidatus scientiarum). Um er að ræða fjögurra ára nám, eða minnst 120 eininga nám, þar
sem fylgt hefur verið námsskrám í umhverfis- og byggingarverkfræði eða rafmagns- og
tölvuverkfræði eða véla- og iðnaðarverkfræði. Að loknu 120 eininga náminu geta nemend-
ur einnig sótt um leyfi til iðnaðarráðuneytisins til að nota starfsheitið verkfræðingur.
Nám til mag.scient.-prófs í verkfræði: Meistaranám, 30 einingar, M.S.-próf (magister sci-
entiarum). Skipulegt meistaranám samkvæmt reglugerð á sér stað við deildina. Gert er ráð
fyrir, að nemendur taki 15 til 45 einingar í sérnámskeiðum og skili meistararitgerð sem getur
verið 15 eða 30 einingar og er kjarni námsins. Nemendur með fullgild próf frá erlendum há-
skólum eða öðrum deildum Háskólans geta einnig sótt um innritun í meistaranám.
Doktorar í verkfræði: Doktorsnám, dr.scient.ing. (doctor scientiarum ingeniarius). Verk-
fræðideild hefur samþykkt reglur um doktorsnám til dr.scient.ing. prófs. Deildin hefur hins
vegar ekki möguleika á að bjóða upp á skipulegt doktorsnám. Á fagsviðum, þar sem nauð-
synleg aðstaða og sérþekking er til staðar, kemur til greina að heimila innritun í doktorsnám,
enda sé um sérstaklega styrkt rannsóknarverkefni að ræða. Þeir sent hyggja á doktorsnám
verða að standast hæfnispróf deildarinnar
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
Árið 1997 var þriðja og seinasta árið sem samningsstjórnun var beitt við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins, en stofnunin var ein af fimm stofnunum, sem valdar voru í tilrauna-
verkefni með samningsstjórnun fyrir tímabilið 1995-1997. Tókst að ná öllum þeim mark-
miðum sem sett voru í upphafi, bæði tæknilegum og rekstrarlegum.
Árið 1997 var veltan 180 milljónir króna sem er 10% aukning frá fyrra ári, þrátt fyrir að
starfsliði fækkaði um tvo. Nú starfa 42 starfsmenn við stofnunina. Sértekjur voru 125 millj-
ónir króna eða um 70% af veltu og rekstrarafgangur u.þ.b. ein milljón króna.
Evrópustarf við stofnunina hefur aukist verulega og er stofnunin nú þátttakandi í þremur
rannsóknaverkefnum sem styrkt eru úr iðnaðaráætlun EB. Stofnunin hefur á hendi verk-
efnisstjórn tveggja þessara verkefna. Fjórða verkefnið hefst í lok ársins 1998 og annast Rb
einnig verkefnisstjórn í því.
Þessi verkefni eru um:
Nýtingu léttra fylliefna í steinsteypu
Þróun nýrrar byggingaraðferðar úr sementsbundnum spónaeiningum.
Nýtingu fínefnaúrgangs í steyptar einingar.
Þróun varmadælu með notkun minnismálma.
Af öðrum þáttum úr starfseminni má nefna að Rb er fulltrúi íslands í EOTA (European Org-
anisation forTechnical Approvals). Sú stofnun annast gerð tæknilegra leiðbeininga á sviðum
þar sem ekki verður um samræmda staðla að ræða. CE-merking byggingavara getur verið á
grundvelli slíkra leiðbeininga (ETAG), og raunar hefur eina CE-merkingin á byggingavörum
til þessa verið á slíkum grundveili (Hilti-boltar í steypu). Stofnunin er jafnframt þátttakandi
í ýmsu netsamstarfi á sviði byggingariðnaðar.