Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 220
218 Kynning stofnana og fyrirtækja
Þróun síðustu ára bendir til að nemendum skólans sé alltaf að fjölga. Nemendafjöldi
hefur verið að færast að sjötta hundraðinu á síðustu misserum og er það vel. Hann er þó
breytilegur eftir misserum og ávallt eru fleiri skráðir í skólann á vormisseri, en þá eru nýir
nemendur teknir inn í rekstrardeild. Véladeild hefur verið að sækja í sig veðrið, enda var
opnað fyrir áframhaldandi nám í véltæknifræði og orkutæknifræði, en áður var aðeins boðið
upp á fyrsta árið í véltæknifræði og þurftu nemendur svo að leita til erlendra skóla til að
ljúka náminu. Enn sem komið er þurfa nemendur í rafmagnstæknifræði að ljúka námi sínu
við danska tækniskóla þvf aðeins er boðið upp á fyrsta námsárið við Tækniskólann. Náms-
framboð í rekstrardeild hefur verið aukið með námi í vörustjórnun, en það, líkt og útflutn-
ingsmarkaðsfræði, er framhaldsnám fyrir nemendur sem lokið hafa tveggja ára námi í iðn-
rekstrarfræði. Báðum brautunum lýkur með BS-prófi.
Sumarið 1996 var í fyrsta sinn gerð umsókn um svokallaðan stofnanasamning sem Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins gerir við skóla í Evrópu og lýtur að samstarfi skóla í
millum á sviði nemenda- og kennaraskipta, auk samstarfs á sviði námsefnis og nám-
skeiðahalda. Vinna við umsóknina var umfangsmikil, enda byggði umsóknin á tvíhliða
samningum skóla, þar sem þeir skuldbinda sig til að vinna saman að nemenda- og kennara-
skiptum, eða sameiginlegum námskeiðum, svo eitthvað sé nefnt. í þetta sinn voru samning-
arnir átta talsins við skóla í Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Belgíu og á Bretlandi. Helstu
samstarfsskólar erlendis eru Fachhochschule Kiel, Fachhochschule Stralsund, báðir í Þýska-
landi, Vaasa Polytechnic í Finnlandi, Malardalens Högskola og Mitthögskolan í Svíþjóð,
Horsens Polytechnic, Odense Teknikum og Aalborg Universitet í Danmörku, svo nokkrir
séu nefndir. Þátttaka í þessu samstafi hófst að marki árið 1994. í gegnum þetta samstarf
Frá brautskráningarathöfn í Breiðholtskirkju 30. mai' 1998. Séð yfir hluta samkomugesta.