Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 261
Skipulagsstofnun 259
Svið og starfsmenn
Skipulagsstofnun skiptist í skipulags- og byggingarsvið, umhverfissvið, lögfræðisvið,
rekstrarsvið og sérverkefni.
Skipulags- og byggingarsvið annast flest er lýtur að hlutverki stofnunarinnar varðandi
skipulags- og byggingarmál.
UmhverfissVið sér um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Umsagnir um ágreiningsmál á sviði skipulagsmála, byggingarmála og mats á umhverfis-
áhrifum ásamt öðru tengdu lagatúlkun og lagauntfjöllun eru í höndunt lögfræðisviðs.
Rekstrarsvið sér um skrifstofu- og tölvuþjónustu við skipulagsstjóra og önnur svið.
Undir sérverkefni falla síðan ýmis verkefni sem heyra undir starfssvið stofnunarinnar,
þar á meðal ferlimál fatlaðra.
Fastir starfsmenn Skipulagsstofnunar eru 19 og eru þeir með margvíslega menntun, m.a.
arkitektar, jarð-, land-. líf-, lög-, skipulags-, tækni- og viðskiptafræðingar.
Nýtt merki Skipulagsstofnunar
Nýtt merki var hannað fyrir Skipulagsstofnun. Það byggist á því að fast og ákveðið form,
brotið upp í fjóra hluta, umlykur lífrænna form í lögun og lit sem vísar til innri vaxtar og
þróunar í skipulagi. Miðjan er í senn laufblað, tákn fyrir lifandi umhverfi, en einnig má sjá
skemmtilega þrívíddarmyndun á píramída sent hvort tveggja getur verið tákn fyrir byggingar
og fjall/hálendi. Þessi samsetning er tilvísun í margþætt hlutverk Skipulagsstofnunar við að
halda utan um og hafa bein áhrif á uppbyggingu og nýtingu landsins. Merkið var teiknað á
auglýsingastofunni Yddu. af Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur teiknara.
Skipulags- og byggingarmál
Gildistaka skipulags- og byggingarlaga
Gildistaka nýrra skipulags- og byggingarlaga hafði í för með sér ýmsar breytingar á Skipu-
lagsstofnun, áður embætti skipulagsstjóra/Skipulag ríkisins. Endurskoða þurfti alla af-
greiðsluferla skipulagsáætlana hjá stofnuninni miðað við breytt hlutverk. Skilgreina þurfti
þær kröfur sem gerðar eru til skipulagsáætlana sveitarfélaga á öllum skipulagsstigum og
koma þeim á framfæri við sveitarstjórnir. Eftir að skipulagsstjórn ríkisins var lögð af eru
allar afgreiðslur og ákvarðanir í skipulagsmálum á ábyrgð stofnunarinnar einnar, líkt og
verið hefur varðandi mat á umhverfisáhrifum. í skipulagsáætlunum eru oft teknar ákvarðanir
sem snerta ólíka hagsmuni margra mismunandi aðila og ágreiningur getur verið um. Því er
þýðingarmikið að afgreiðslur og ákvarðanir stofnunarinnar byggi á vandaðri faglegri
skoðun, þar sem m.a. er tekið mið af lögum og reglurn sem stefnumörkun skipulagsáætlana
kann að snerta og annarri stefnu stjórnvalda í umhverfis- og skipulagsmálum, s.s. í alþjóð-
legum samningum.
Leiðbeiningar uni gerð skipulagsáætlana
Með nýjum skipulags- og byggingarlögum urðu ýmsar breytingar á áherslum við skipulags-
gerð og afgreiðslu skipulagstillagna og skipulagsáætlana sem hafa í för með sér að eldri leið-
beiningarit Skipulags ríkisins úreldast að hluta. Einnig eru ýmis nýmæli í skipulags- og