Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 273
Landssíminn 271
með tilkomu vefsins er krafan urn tvíátta kerft rnjög sterk. Allir telja núorðið að mest verði
upp úr því að hafa og að framtíðin-nútíðin liggi í því að bjóða veftengingu og vefþjónustu.
Ef önnur leið er ekki fyrir hendi er ætlunin að nota símakerftð fyrir samskiptin frá notanda.
Vefurinn er líka víðvarpskerfi eða réttara sagt víðvarpsmiðill því vefurinn er frekar aðferð
en kerfi; öll hin ólíku kerfi/fjarskiptakerfi geta borið vefinn, vefurinn liggur ofan á kerfinu.
Upplýsingarnar/boðin/efnið eru á vefnum.
Stafrænt hljóðvarp
Miklar líkur eru til þess að hið tíðnimótaða kerfi hljóðvarps verði fljótlega orðið stafrænt
víðast hvar í heiminum. Ástæðurnar eru:
- Tíðniþröng er orðin veruleg á þéttbýlum svæðurn
- Styrksveiflur í farartækjunr munu hverfa
- Hljómgæði verða svipuð og á geisladiski
Á hverjum sendi má koma fyrir allt að sex dagskrám. Kerfið má hanna á tvennan hátt,
annaðhvort þannig að allir sendar fyrir eina hljóðvarpsstöð eru hafðir á sömu tíðni hvar sem
þeir eru staðsettir eða sendar fyrir sömu stöð eru á mismunandi tíðni. Verði fyrri kosturinn
fyrir valinu þarf að samhæfa fasa allra senda eða stýra þeim frá einni sameiginlegri klukku.
Þetta væri kostur fyrir þá sem eru á ferðinni því einungis þarf að stilla viðtækið á eina tíðni
og eftir það er viðtakan í lagi og jafngóð hvar sem er innan þjónustusvæðis hverrar
útvarpsstöðvar. Einnig má koma fyrir margfalt fleiri dagskrám á útvarpstíðnisviðinu en með
seinni aðferðinni og hver útvarpsstöð fær sína tíðni, einkennistíðni hvar senr er á landinu.
Ef gert er ráð fyrir að dagskrá verði flutt til sendanna með 2Mb/s leigulínum og að
notaðir verði núverandi sendistaðir að nrestu leyti, kostar uppbygging stafrænna hljóð-
varpssendinga fyrir sex dagskrár á milli 300 og 400 milljónir. Þá er nriðað við að náð verði
til allrar byggðar og þjóðvegakerfis á Islandi.
í nokkrunr nágrannalanda okkur eru hafnar tilraunasendingar en stafræn viðtæki eru ekki
konrin í almenna notkun.
Stafrænt sjónvarp (DVB: digital video broadcasting)
Sjónvarp er þegar að nrestu leyti orðið stafrænt, einungis síðasti hlekkurinn, sendingin til
viðskiptavinarins, er ennþá hliðræn. Næstum allur búnaður senr notaður er í dag til að búa
til dagskrána er stafrænn og hafnar eru stafrænar sendingar beint frá gervihnöttunr til nrilljóna
heimila unr allan heinr.
Miklar tilraunir hafa verið gerðar til að samræma staðla fyrir stafrænt sjónvarp um allan
heinr og hefur það tekist þokkalega. Þannig nota allir sama kóðunarstaðal fyrir breytinguna
á hliðrænu nrerki í stafrænt, svokallaðan MPEG-2 staðal, en vegna ýmissa tæknilegra atriða
er ekki notuð sama mótunaraðferð fyrir nrismunandi tegundir dreifikerfa. Stafrænt sjónvarp
getur verið mótað inn á sendi á þrenns konar hátt eftir því hvaða kerfi er notað til víðvörpunar:
Jarðbundin radíódreifikerfi, DVB-T (Terrestrial), gervihnattakerfi, DVB-S (Satellite) og
breiðbandskapalkerfi, DVB-C (Cable). Þetta þýðir einfaldlega að viðtækin eða sjónvarps-
tækin verða að ráða við að afmóta allar þessar þrjár tegundir merkja. Fáein lönd hafa valið
sinn eigin staðal fyrir jarðbundnu kerfin, eins og Bandaríkin og Japan, en nota sömu staðla
og aðrir fyrir gervihnattasendingar og kapalkerfi.