Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1998, Page 292
290 fíitrýndar greinar
myndunum sést að munurinn á milli valkosta er mjög lítill, þó sést að valkostur 4 gefur örlítið
verri niðurstöður en núverandi kerfi og að valkostur 2 er örlítið betri ef um mikla
margföldun er að ræða. Mynd 7 er hliðstæð mynd 6, nema nú eru þrýstibreytingar ekki
leyfðar. Kemur þá í ljós að aðgengileikinn minnkar til muna og munur milli valkosta verður
meira áberandi. Valkostur 2 liggur við lárétta ásinn en valkostur 4 liggur ofan í ferlinum fyrir
núverandi kerfi.
Hermun
Hermunin var framkvæmd í tölvuforritinu Matlab og fylgt var flæðiritinu á mynd 5.
Utfærslan á forritinu er byggð á hermunarforriti fyrir einfalt biðraðarvandamál [4] og eru
grunnaðgerðir eins og að uppfæra tímann, upphafsstillingar og finna næsta atburð nánast
eins. Forritið er haft þannig að auðvelt er að breyta stikum í hermuninni og getur notandi
slegið inn allar helstu breytustærðir eins. Til þess að fá nokkur bilanatilfelli er hermt í mjög
langan tfma, t.d. 100 þúsund ár.
Forritið byrjar á að finna allar mögulegar leiðir í gegnum netið. í töflu 5 er sýndur fjöldi
þeirra eftir því hvaða leiðir eru hafðar með. f töflunni sést að mögulegum leiðum fækkar
verulega við það að taka út nokkrar leiðir. Gerðar voru hermanir fyrir nokkur mismunandi
tilfelli á keríinu bæði í Kópavog og út á Granda.
Vatnsleysistilfellin gerast á margra ára fresti og standa yftr í nokkrar klukkustundir í
einu. Að óbreyttum forsendum líða um 9000 ár milli vatnsleysistilfella í Kópavogi og um
5500 ár úti á Granda. Þetta þýðir að líkur á að vatnslaust verði í Kópavogi á næsta ári eru
um 1/9000=0,011% og 1/5500=0,018% fyrir Granda. Meðallengd hvers vatnsleysistilfellis
er sú sama bæði fyrir Granda og Kópavog og er um 10,5 klst í hvert sinn. í [1] eru
niðurstöðunum gerð ítarlegri skil.
Meginmarkmiðið með hermuninni var meðal annars að meta lengd vatnsleysistilfella.
Fyrir allar endurtekningar í hverri keyrslu var lengd hvers vatnsleysistilfellis skráð og er
tíðnirit vatnsleysistilfella í einni keyrslunni teiknað á mynd 8. Þar sést að flest vatnsleysis-
tilfelli, eða rúmlega 35%, standa yftr í 0-2 klst. Meiriblutinn af þessum tilfellum er líklega
vegna bilana í lokum. I Kópavogi koma síðan toppar í 6-8 og 8-10 klst, en dreifmgin er jafn-
ari fyrir Granda og minnkar tíðni vatnsleysistilfella smám saman eftir því sem lengd þeirra
eykst. Astæðan fyrir muninum á Kópavogi og Granda er líklega sú, að kerfið fyrir Granda
er flóknara og því verður sennilega
meiri dreifing í lengd vatnsleysistil-
fellanna. Það sést líka að hlutfall til-
fella sem standa yfir lengur en í 32
klst er umtalsvert og er það líklega
vegna þess að gert er ráð fyrir að
viðgerðartími sé veldisdreifður og í
veldisdreifingu geta komið tilfelli
sem eru mun hærri en meðaltalið.
Samanburður á aðferðum: Við athugun kemur í ljós að gott samræmi er milli niðurstaðna
þessara tveggja aðferða. í [ 1] er hermunarkeyrsla sem byggir á sömu forsendum og notaðar
Leiðir sem ekki eru með Kópavogur Grandi
Allar meö 72 216
27 48 144
3, 11,27, 30 8 24
Tafla 5 Fjölcli mögulegra leida í Kópavog og út á
Granda. Núverandi kerfi.